Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 17

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 17
j Sigurður Sveinbjarnarson: Höfuðstaður Norðurlands Heill sé þér Norðurlands höfuðstaður! Heill sé þér prúði bær! Þú ert nú flestum, ef ekki öllum íbúum þínum kær. Merkið þitt hreina má ekki falla — meðan þitt hjarta slær. Brekkur og eyrar búningsprúðar brosa til sérhvers manns. fegursti blómakrans. Fljótt hefur þroskazt í faðmi þínum íbúar þínir allir finna æðaslög Norðurlands. Eyjafjörður um aldaraðir alltaf var lífæð þín. Hvergi oftar á okkar landi yndisleg sólin skín. Þú hefur vaxið og virðingar notið vistlega borgin mín. Margt hinna beztu íslendinga undu sér vel hjá þér. Ætíð gafstu þeim allt það bezta, allt það sem fegurst er. Þeim sem vinna og varpa á þig ljóma virðing og þakkir ber. Þú átt að vaxa, þroskast með aldri. Þér verður gefið margt. En ef sannleikans undraljómi yrði þitt mesta skart, myndirðu hljóta auðinn æðsta, allt, sem er hreint og bjart. Þú hefur margar þrautir unnið, þitt verið örðugt tafl. En þú sýndir, að mennt er máttur, meiri en hið villta afl. Aldrei veiki þinn andans gróður örlaga þinna skafl. Vaki yfir þér vættir góðar, vermi þig sólin skær. Lýsi þér ávallt ljósins faðir, leiki um þig himins blær. Merkið þitt hreina mun þá ei falla meðan þitt hjarta slær. DAGUR 50 ÁRA 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.