Dagur - 12.02.1968, Side 17

Dagur - 12.02.1968, Side 17
j Sigurður Sveinbjarnarson: Höfuðstaður Norðurlands Heill sé þér Norðurlands höfuðstaður! Heill sé þér prúði bær! Þú ert nú flestum, ef ekki öllum íbúum þínum kær. Merkið þitt hreina má ekki falla — meðan þitt hjarta slær. Brekkur og eyrar búningsprúðar brosa til sérhvers manns. fegursti blómakrans. Fljótt hefur þroskazt í faðmi þínum íbúar þínir allir finna æðaslög Norðurlands. Eyjafjörður um aldaraðir alltaf var lífæð þín. Hvergi oftar á okkar landi yndisleg sólin skín. Þú hefur vaxið og virðingar notið vistlega borgin mín. Margt hinna beztu íslendinga undu sér vel hjá þér. Ætíð gafstu þeim allt það bezta, allt það sem fegurst er. Þeim sem vinna og varpa á þig ljóma virðing og þakkir ber. Þú átt að vaxa, þroskast með aldri. Þér verður gefið margt. En ef sannleikans undraljómi yrði þitt mesta skart, myndirðu hljóta auðinn æðsta, allt, sem er hreint og bjart. Þú hefur margar þrautir unnið, þitt verið örðugt tafl. En þú sýndir, að mennt er máttur, meiri en hið villta afl. Aldrei veiki þinn andans gróður örlaga þinna skafl. Vaki yfir þér vættir góðar, vermi þig sólin skær. Lýsi þér ávallt ljósins faðir, leiki um þig himins blær. Merkið þitt hreina mun þá ei falla meðan þitt hjarta slær. DAGUR 50 ÁRA 17

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.