Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 41

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 41
Erlingur Davíðsson: Tvennir tímar EINN ÞEIRRA, sem fœddist inn í harð- an heim frostaveturinn 1918, var Dagur á Akureyri, lítið blað en lífvænlegt og óx brátt að vexti og þroska hjá góðu fólki. Fyrsta tölublaðið kom út 12. febrúar. Ekki man ég þann atburð þó að nokkurra ára aldursmunur gæti til þess bent, enda mun ég þá hafa verið mjög stirðlæs og naut ekki myndalausra blaða. En hitt man ég gleggra en annað frá þeim vetri, að ég bjó mér sporaslóð upp á snjóskaflinn ó bæjarhlaðinu á Stóru- Hómundarstöðum og sá þá nokkra menn úti á hafísnum. Það voru Hríseyingar á ferð. Enn er mér þessi mynd rík í huga og fyrir mig er hún táknræn um norð- lenzk náttúruöfl, þegar þau eru okkur erfið, og nálægð heljarkuldans í norðri. Þetta ár var viðburðaríkt í sögunni á margan veg. Island varð frjálst og full- valda ríki í konungssambandi einu við Danmörk og skyldu þó Danir fara með utanríkismálin í umboði Islands, annast landhelgisgæzlu o. fl. Um þessa samn- inga fór svo fram þjóðaratkvæðagreiðsla sama ár, hinn 19. október, þar sem yfir- gnæfandi kjósenda játaði samningnum. Þar með var einum merkasta ófanga sjálfstæðismálsins náð eítir langa og stranga baráttu margra beztu sona lands- ins. A þessum tíma var Jón Magnússon forsætisráðherra og ’með honum í stjórn Sigurður Jónsson bóndi í Yztafelli, fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins, og Björn Kristjánsson. Framsóknarflokkurinn var þá nýlega stofnaður og blaö flokksins, Tíminn, á sínu fyrsta aldursári. Fyrsta tölublað hans kom út 17. marz 1917. Þá var Morgunblaðið 5 ára, Vísir 6 ára en tvö ór liðu enn þar til Alþýðublaðið hóf göngu sína og Islendingur á Akureyri hafði þá komið út um tveggja ára skeið. Heimsstyrjöldinni fyrri, sem nú er kölluð, lauk þetta ár og hafði staðið frá 1914. Wilson Bandaríkjaforseti sendi boðskap til þjóðar sinnar við þau tíma- mót eða 11. nóvember og sagði, að allt hefði fengizt, sem Bandarikin hefðu bar- izt fyrir. „Hér eftir verður það ljúf skylda vor að gefa gott éftirdæmi, beita róðum og dáð og leggja hjálparhönd að því, að koma á réttlátri lýðstjórn um allan heim.“ Vilhjálmur keisari Þýzka- lands flýði til Hollánds. Byltingin í Rússlandi, sem í vetur varð hálfrar aldar og minnzt var um allan heim, er miðuð við atburði, sem gerðust rúmum þrem mánuðum áður en Ingimar ritaði fyrsta tölublað Dagfe. Og það var þá, sem rúmlega tvítugur, rússneskur listamaður dró upp mynd af hamri og sigð á líndúk einn, sem á gólfi lá, en leit- að var eftir táknrænu merki í nýjan þjóðfána. Rússneska stjarnan, ásamt hinu kunna merki vinnustéttanna, blakt- ir nú yfir landsvæðum, er spanna sjött- ung jarðar. Arið 1918 ógnaði drepsótt, spánska veikin, allri landsbyggð. Hún lagði hátt á þriðja hundrað manns í gröfina, flest Reykvikinga. Katla tók að gjósa þetta eftirminnilega ór, eftir 58 ára hlé. Gos- inu fylgdu jarðskjálftar, öskufall, ógur- legir vatnavextir og jökulhlaup. Bæir eyddust í náttúruhamförum þessum, skepnur fórust í flóðum og jörð eitraðist af öskufallinu. Þetta varð hörmulegt áfall á Suðurlandi, en siðasti vetur hafði orðið öðrum landshlutum hinn haröasti. Haíís lagðist að Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum. Siglingateppan og vöruþurrðin, sem af henni leiddi, var einnig hörmuleg. Frostharkan var þá langtímum saman með fádæmum mikil eða 20—35 stiga frost. Hvítabirnir gengu á land, búíénaður féll og fuglar drápust í hrönnum. Ljóslitið var á Alþingi þennan vetur. Um það segir: „Rökkur var í salnum nema hjá forsetaborðinu." En olíulampi var ætlaður ræðumönnum og borinn á milli. Samvinnuskólinn var stofnaður. Skóla- stjóri var Jónas Jónsson. Hann hafði óð- ur, á all sérstæðri ferð um Norðurland í miklum frosthörkum, unnið að stofnun Dags ó Akureyri og hefur haldið tryggð við blaðið síðan. Stefán frá Hvítadal gat út Söngva förumanns, og Davíð frá Fagraskógi undirbjó útgáfu sinnar fyrstu ljóðabókar, Svartra fjaðra. Um báðar þessar bækur og hin nýju skáld skrifaði Matthías. Muggur eða Guðmundur Thorsteinsson vakti athygli með myndum sinum en Kjarval var enn úti í löndum við list- nám. Halldór Guðjónsson frá Laxnesi var um þetta leyti að skrifa fyrstu skáld- sögu sína, Barn náttúrunnar, og Jóhannes Jósefsson vann einstæð íþróttaafrek úti í hinum stóra heimi. Þá hafði Pétur Jónsson sungið sig inn i hjörtu fjölda landsmanna og Páll ísólfsson auðgað tónlistargáfu sína á meginlandinu, Eggert Stefánsson hafði unnið söngsigra, eink- um í Svíþjóð. Þá gekk Eysteinn í stutt- buxum, Bjarni Ben. tíndi maðka, Hanni- bal búinn að ganga fyrir gafl en Gylfi á pela. Fyrstu skip Eimskipafélagsins höfðu stundað siglingar milli landa og milli hafna hér við land síðustu misserin, Al- þýðusamband Islands var tveggja ára og Islendingar höfðu hyllt Stephan G. Step- hansson, sem andlegan konung, er hann kom hér í stutta heimsókn. Dr. Jón Helgason var þá nývígður biskup og lót Tryggva Gunnarssonar, Magnúsar Step- DAGUR 50 ÁRA 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.