Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 47

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 47
Erlingur Davíðsson: Nokkrar fréttir síðasta árs Hér fara á eftir nokkrar fréttir frá liðnu ári, einkum norðlenzkar. Ljósmyndir tók E. D. Janúar. Viðskiptajöfnuðurinn hafði orðið óhag- stæður á árinu 1966 um 1000 milljónir króna en 445 milljónir króna árið 1965. Fiskafla landsmanna varð 1240 þúsund lestir, þar af síld 775 þúsund tonn. Vígt nýtt sjúkrahús á Siglufirði. Bjarni Ein- arsson ráðinn bæjarstjóri á Akureyri í stað Magnúsar E. Guðjónssonar. Fyrstu leikir Akureyringa í Handknattleiksmóti Islands voru háðir í Iþróttaskemmunni nýju um miðjan janúar. Búfjársjúkdóm- urinn hringskyrfi hafði komið upp á nokkrum bæjum við Eyjafjörð og var lækningaleiðin valin til að útrýma hon- um. Hey brann á Staðarbakka í Hörgár- dal. Maður myrti konu sína í Reykja- vik. Skíðamót haldin í Hlíðarfjálli, ís- hokkí stundað á Krókeyri. Fjö'ldi sjón- leikja sýndur eða æfður víða á Norður- landi. Nýr barnaskóli tekur til starfa á Héraði. Stendur hann í Hallormsstaða- skógi. Piltur í Bárðardal drepur tófur við kastljós. Sjálfvirkur sími tekinn í notkun í Ólafsfirði. Togarar ÚA öfluðu 9535 lesta á árinu 1966. Síld veiddist austan við land. Gunnar Guðbjartsson talaði á fundi Bændaklúbbsins og var fullt út úr dyrum. Skátafélag Akureyrar varð fimmtugt. Yfir 36 þúsund farþegar fóru um Akureyrarflugvöll á árinu 1966. Og enn gaus Surtur. Febrúar. Auka-kjördæmisþing Framsóknarmanna haldið á Akureyri. Friðrik Ólafsson stór- meistari heimsótti Akureyri og tefldi skák. Snjósleðar teknir í notkun og þykja góðir. Skugga-Sveinn leikinn á Dalvík. Kvenfélagið Hlíf 60 ára. Leitað að útigöngufé á flugvélum og snjósleð- ar síðan notaðir til að flytja féð til byggða. Áfengissalan varð' 502 milljónir króna árið 1966. Drengur hrapaði fram af 30 metra bjargi við Húsavík og hélt lífi. Margir bændur eru farnir að klippa fé sitt á vetrum. Alþingiskosningar und- irbúnar af fullum krafti. Félag íslenzkra ungtemplara stofnað á Akureyri. Hluta- félagið Norðurverk stofnað á Akureyri. Verzlunarkostnaðurinn jókst um 20%, sagði Jakob Frímannsson á félagsráðs- fundi KEA. Samband íslenzkra sam- vinnufélaga varð 60 ára 20. febrúar. Brettingur kom til landsins, en það er nýtt síldarskip. Skipstjóri Tryggvi Gunn- arsson. Jónas Halldórsson varð skák- meistari Norðurlands. Búnaðarþing situr á rökstólum. Skátaheimili vígt á Dalvík. Um 100 manns atvinnulausir á Akur- eyri. Sjö þilfarsbátar gerðir út frá Húsa- vík, frá 9—22 lestir. Og trillurnar eru óteljandi. Hundrað tonn af lýsi runnu niður á Raufarhöfn. Stórþjófnaður á Seyðisfirði upplýstur. Marz. Ambassador Bandaríkjanna afhenti Amt- bókasafninu bókagjöf. Norðurflug á Ak- ureyri gert að almenningshlutafélagi. Söngfélagið Gígjan stofnuð á Akureyri. Jóhannes Óli Sæmundsson lauk að mestu við mikla örnefnasöfnun í Eyja- fjarðarsýslu með aðstoð UMSE. Kirkju- vika haldin á Akureyri. Sæluvikan und- irbúin á Sauðárkróki. Nýtt síldarleitar- skip sjósett í Englandi, hlaut nafnið Árni Friðriksson. Norðurverk h.f. hyggst bjóða í Kísilgúrveginn í Suður-Þingeyj- arsýslu. Sextíu sentimetra þykkur ís á Mývatni. Ákveðið að hefja byggingu handritahúss í Reykjavík með vorinu. Útvarpsþátturinn „Þjóðlíf" bannaður. Þeir veiða hákarlinn í Vopnafirði, og skjóta hann við borðstokkinn. Hafin sala á sterkara benzíni og hækkaði það um leið um 35 aura. Rætt opinberlega um enskan söng í Akureyrarkirkju. Stór- bruni í Reykjavík: Þrjú íbúðarhús og tjón varð á Iðnaðarbankahúsinu. Bjarmi II. frá Dalvík losnaði af strandstað aust- an við Stokkseyri. Hreindýrin gera sig heimakomin á Héraði. Uppbætur á sjáv- arvörum urðu 350 milljónir króna árið 1966. Koli fluttur alla leið frá Suður- nesjum til Húsavíkur og hann unninn þar. Fjórtán nemendur Vélskólans —■ fyrsta stigs — luku námi á Akureyri. DAGUR 50 ÁRA 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.