Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 36

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 36
Þegar Tryggvi Þórhallsson varð forsætisráðherra 1927 og lét af ritstjórn Tímans, tók Jónas við rit- stjórn þess blaðs og gegndi því starfi með ágætum þar til hann varð útvarpsstjóri 1930. Byggði hann Utvarpið upp frá grunni, einnig fjárhagslega. Eftir að hann lét af embætti, hefur hann fengizt við ritstörf og skrifað fleiri merki- legar bækur, t. d. Líf er að loknu þessu og Minningar sínar í tveim bindum. Jónas átti sæti á Alþingi eitt kjörtímabil 1931—33, sem þing- maður Dalamanna. Þórólfur Sigurðsson Þegar Jónas Þorbergsson réðist til Tímans og flutti suður haustið 1927 vantaði enn ritstjóra að . Degi. Þeir Jónas og Ingimar Eydal fengu þá Þórólf Sigurðsson bónda í Baldursheirrii í Mývatnssveit til að taka að sér ritstjórn blaðsins næsta vetur. Þórólfur var ágæt- lega ritfær maður og vel kunnug- ur landsmálum. Hann hafði t. d. verið þingskrifari á fleiri þingum og fylgzt með málum á Alþingi, sótti þá jafnan flokksfundi Fram- sóknarflokksins. Hann hóf útgáfu tímaritsins Réttur og var ritstjóri þess. Ekki man ég nú lengur neitt um efni blaðsins þennan vetur, enda var ég þá í Reykjavík við störf og óvíst hvort ég hef þá alltaf séð Dag. Ég veit þó að Þórólfi hef- ur farizt ritstjórnin vel úr hendi. Hann var þannig gerður. Ég þekkti hann mjög vel og vorum við góðir vinir og eitt sinn um tíma sambýlismenn. Þórólfur var fæddur 6. maí 1886. Varð gagnfræðingur frá Akureyrarskóla 1909. Tók ungur við búi í Baldursheimi að föður sínum látnum og bjó um árabil með móður sinni, en kvæntist síð- an Hólmfríði Hemmert, mun hún vera á lífi og búsett í Reykjavík. Þórólfur andaðist 15. júní 1940. Friðrik Á. Brekkan Sem fyrr segir tók Ingimar Ey- dal aftur við ritstjórn Dags árið 1928. Gerðist það í júní það ár. Blaðið hafði stækkað milcið og krafðist því. meiri starfskrafta en áður. Ingimar var hins vegar enn bundinn við kennarastörfin. Það varð því úr að árið 1928 var Frið- rik A. Brekkan ráðinn meðritstjóri blaðsins og gegndi hann því starfi til hausts 1930. Sem kunnugt er Dagur 1930. var Friðrik rithöfundur og því kunnur maður. Hann var þó sá af bíaðamönnum við Dag sem ég kynntist minnst, þó ég aðeins þekkti hann. En Ingimar Eydal sagði um hann: „Eins og kunnugt er, er Friðrik gáfaður maður og ritfær og skrifaði hann allmikið í blaðið á þessum árum um ýmis- leg efni, og munu þau skrif hans hafa átt vinsældum að fagna með- al lesendanna yfirleitt.“ Friðrik lét af störfum við Dag og flutti til Reykjavíkur haustið 1930. Sigfús Halldórs frá Höfnum Hann varð meðritstjóri Dags árið 1934. Fór þá blaðið að lcoma út tvisvar í viku. Ég þekkti Sigfús töluvert. Hann var gáfaður maður og fjölfróður. Hann hafði verið í Ameríku og þar ritstjóri Heims- kringlu í Winnipeg um árabil og var því enginn viðvaningur í blaðamennsku. Hann hafði og ver- ið í Austurlöndum (Indónesíu) og verið þar verkstjóri yfir innfædd- um. Lét hann misjafnlega af þeim. Hann kom heim árið 1930 og gerðist þá skólastjóri við Gagn- fræðaskóla Akureyrar og gegndi því starfi í nokkur ár, en fluttist svo til Reykjavíkur og tók í fyrstu við ritstjórn Nýja dagblaðsins, sem Framsóknarflokkurinn gaf þá út. Hann var sem fyrr segir hæfi- leikamaður mikill, skemmtilegur í umgengni og ritfær í bezta lagi. En í Austurlöndum tók hann malaríu (skæð veiki, sem þar var landlæg). Hann yfirvann að vísu veikina og hélt lífi, en bjó þó að henni jafnan og lamaði það starfs- 36 DAGUR 50 ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.