Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 56

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 56
til konungsfulltrúa, er fram komu. Þær . voru sem hér segir: 1. Jón Sigurðsson spurði „hverja af- greiðslu mál þau hefðu fengið hjá stjórn- inni, sem fram voru borin frá Alþingi 1849.“ 2. Sr. Ólafur Johnsen fulltrúi Barð- strendinga spurði um „komu hermanna frá Danmörku og veru þeirra hér.“ 3. Sr. Hannes Stephensen fulltrúi Borgfirðinga spurði „hvern úrskurð stjórnin hefði lagt á fyrirspurn stiftamt- manns um fundafrelsi hér á landi.“ Fyrirspurn J. S. kom fyrst fram og var leyfð við atkvæðagreiðslu. En eftir að hinar tvær bárust konungsfulltrúa rit- aði hann forseta bréf 29. júlí, og neitaði að svara. Taldi sér það ekki skylt, enda óviðkomandi hlutverki þessa fundar og sóun á tíma hans. Er þá að því komið að greina frá til- lögum þeim um stjórn Islands, er kon- ungsfulltrúa var falið að leggja fyrir Þjóðfundinn og farið var fram á, að samþykktar yrðu þar af hálfu Islend- inga. Þar var með berum orðum sagt í upp- hafi 1. greinar, að „grundvallarlög Dan- merkurríkis“ þ. e. danska stjórnarskráin, skuli gilda á Islandi. Islendingar áttu að kjósa 4 menn til þjóðþingsins og 2 til landsþingsins. I 2. gr. segir: „I málefnum þeim, sem eingöngu snerta Island út af fyrir sig, skal konungur og rikisþingið ekki hafa á hendi löggjafarvaldið, heldur skal kon- ungur hafa það . á hendi samkvæmt ákvæðum grundvallarlaganna, 18.—21. gr. (þ. e. ábyrgð ráðherrana í Dan- mörku) með þeirri tilhlutun af Alþingis hálfu, sem því er nú veitt (þ. e. ráðgjöf) eða eftirleiðis kann að verða veitt.“ Sérmál þessi, sem ekki áttu að heyra undir danska ríkisþingið heldur hinn þingbundna konung með ótilteknum af- skiptum Alþingis Islendinga, eru talin upp í sömu grein. Upptalningin ber með sér, að undanskilin eru. m. a. sum ríkis- mál, efsta dómstig, sum kirkjumál, við- skipti, sem hafa lagagildi utanlands, brot „gegn ríkisstjórninni eða friði þjóð- félagsins,“ hin „lærða skó!amenntun“ og sameiginleg fjármál. Ennfremur eru skv. frumvarpinu „sveitamálefni, fátækra- stjórn, ráðstafanir þær innanlands er miða til almenningsheilla t. a. m. póst- göngur í landinu og vegir, heilbrigðis- stjórn og fyrirkomulag spítalanna svo og atvinnuvegir í landinu" aðeins íslenzkt sérmál „að því leyti sem það snertir ekki almennt gagn ríkisins eða hátign ríkisins." Ef ágreiningur verður um, S§ DA.GUR 50 ÁR4 hvað telja skuli sérmál íslands, sker „löggjafarvald ríkisins“ úr ágreiningn- um. „Það skal ákveðið með lagaboði sér í lagi fyrir Island, hvert vald verði veitt Alþingi í æðri stjórn innanlandsmálefna, líkt því sem kann að verða kveðið á um æðri sveitarstjórnir í Danmörku." Leita skyldi álits Alþingis, að svo ihiklu leyti sem verða má, áður en breytt er lögum, sem „gilda fyrir Island.“ Stofna skyldi landssjóð fyrir Island og skipta sköttum innheimtum á Islandi milli hans og ríkissjóðsins, og landssjóð- ur annast útgjöld vegna sérmála Islands en ríkissjóður vegna íslenzkra ríkismála eða sameiginlegra mála. Þannig var t. d. ríkissjóði ætlað að greiða laun amt- manns, biskups, yfirdómara hér, kenn- ara við lærða skólann, íslenzkra ríkis- þingmanna og kostnað við póstferðir milli Danmerkur og íslands. I stuttu máli sagt virðist hér hafa ver- ið ráð fyrir því gert, að fá hinu nýja ríkisþingi í hendur mikinn hluta af ein- veldi konungs yfir Islandi en hinn hlut- ann, sérmálin, ríkisstjórninni í „Dan- merkurríki,“ nema að því leyti, sem sú stjórn kynni að vilja veita Alþingi íhlut- unarrétt um þau mál. Forsjá Jóns Sigurðssonar var í því fólgin, að hann áttaði sig á því í tæka tíð og gerði grein fyrir því, sem nú hafði gerzt í sambandi við einveldisafsal kon- ungs, og að ekki bar að líta svo á, að konungur hefði afsalað sér einveldinu x hendur Dana eða allra þegna sinna sam- eiginlega, heldur hefði einveldinu yfir Islandi verið afsalað í hendur þeim, sem á sínum tíma hefðu látið það af hendi, þ. e. a. s. íslendingum sjálfum. Það væri þeirra mál og konungs, sagði J. S., á hvern hátt þeir veittu valdinu viðtöku sem sjálfstæð þjóð. Rétt Dana til þessa valds- mættu íslendingar aldrei viður- kenna. Þegar 1. umræða um stjórnarskipun- arfrumvarpið hófst hinn 21. júlí — hin eina, sem fram fór á Þjóðfundinum — voru fundarmenn vel vitandi um efni' þess og höfðu haft aðstöðu til að gera sér grein fyrir því í hlutfallsnefndunum. Flestum var víst ljóst, að „stór stund“ var upp runnin. Af hálfu konungsfulltrúa átti sér ekki stað nein framsaga í þessu mikla máli. Fyrstur stóð upp séra Páll Pálsson í Hörgsdal fulltrúi Skaftfellinga. Sam- kvæmt útdrætti Þjóðfundartíðinda hóf hann mál sitt á þessa leið: „Það er mikið gleðiefni, að sú stund er komin, er vér fáum tækifæri til að tala frjálslega um hagi lands vors, nú er grundvallarlög Danmerkurríkis, sem voru samin fyrir tveimur árum liggja frammi .fyrir oss, til þess að vér ræðum um hversu vér fáum notið þeirra.“ Síðar sagði hann: „Vér verðum að íhuga, að vér höfum fyrir framan oss frumvarp, en ekki nein lög, sem vér höfum skuldbundið oss til að hlýða. — Vér erum einmitt koxhnir að því höfuðatriði að skuldbinda oss, en vér erum ekki búnir. Vér viljum hjartan- lega aðhyllast konunginn, því vér vitum að hann vill oss hið bezta. En því að- eins getum vér aðhyllst hann, að vér höfum fengið tækifæri til að njóta krafta vor sjálfir og hafa sjálfir hönd i bagga, þegar um vor málefni er að gera — það er mitt ráð, að vér berum einarð- lega og hæversklega fram óskir vorar fyrir stjórnina, og sýnum það, að því aðeins geti Danir haft sóma af oss í heild ríkisins, að þeir láti oss njóta rétt- inda vorra, og hygg ég, að þjóðerni vort gefi oss heimild til að ganga þennan veg.“ Næstur stóð upp sr. Hannes Stephen- sen varaforseti Alþingis, fulltrúi Borg- firðinga. „Hann er þá runninn upp, þessi dagur,“ sagði ræðumaður, „er vér í fyrsta sinn eftir langan aldur megum hugsa um sjálfa oss. Sæll veri þessi dag- ur og allir slíkir dagar eftirleiðis.“ En ræðu sinni lauk hann svo: „Það er minn skoðunarmáti, að þjóðin hafi rétt til, að þrælbinda sig ekki við skorður þær, er frumvarpið setur. Þætti mér vel til fall- ið, að nefnd yrði kosin í málinu, og það strax í dag, er ræddi það í fullkomnu frelsi.“ Hinn þriðji ræðumaður, Jósep læknir Skaftason, fulltrúi Húnvetninga, kvað frumvarpið bera þess vott, að „vér séum álitnir eins og stór hreppur í Dan- mörku.“ Sr. Jakob Guðmundsson á Kálfatjörn, fulltrúi Reykvíkinga, kvað um það að ræða „hvernig hinni tak- mörkuðu konungsstjórn verði hér bezt fyrir komið.“ Fimmti ræðumaður var Eggert Briem sýslumaður, fulltrúi Ey- firðinga. Hann ræddi efni frv. í megin- atriðum og hversu farið hefði verið að í öðrum löndum konungs, svo sem Slés- vík og Holtsetalandi og sagði: „Líkar ákvarðanir sýnist mér vel til fallnar í tilliti til stöðu Islands í ríkisheildinni.“ Drap síðan á þann möguleika „að nefna menn til af beggja hálfu líkt og stungið er upp á milli Danmerkur og hertoga- dæmanna." Svo virðist, sem efni þessarar ræðu hafi ýtt við konungsfulltrúa, því að nú tók hann loks til máls. Hann kvað ekki heimilt að ræða frv. á þann hátt, er fundarmeoo hefðu nú gert og kvaðst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.