Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 54

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 54
í ritgerð þessari er lýst þingræðis- stjórnarfari og skýrður sögulegur réttur Islands til sjálfsforræðis. Séra Hannes Stephensen beitti sér fyrir því, að Arnesingar og Borgfirðing- ar sendu bænarskrár til konungs, þar sem þess var farið á leit, að kjörnir full- trúar á Islandi fengju að fjalla um allt það, er Island varðaði í sambandi við hið nýja stjórnarfar. Samhljóða bænar- skrár voru síðar á þessu ári undirritað- ar víða um land, og urðu undirskriftir alls um 2500 talsins. Hinn 5. ágúst var, fyrir forgöngu Jóns Guömundssonar, hinn fyrsti Þingvallafundur haldinn um þetta mál, og átti sá fundur mikinn þátt í því, hve bænaskrárnar urðu almennar. Einnig barst konungi bænarskrá frá 24 mönnum í Reykjavík, aðallega embætt- ismönnum. Var hún raunar nokkuð á annan veg samin, en bar þó vott um áhuga. A þessu ári hófst útgáfa frelsis- blaðsins Þjóðólfs í Reykjavík, og í Kaupmannahöfn byrjuðu skáldin Gísli Brynjólfsson og Jón Thoroddsen að gefa út blaðið Norðurfara. Reykjavíkurpóst- ur Þórðar Jónassonar byrjaði að koma út 1847 og Landstíðindi sr. Péturs Pét- urssonar 1849, og bar það einnig vott um nýtt hugarfar í Þjóðmálum, þótt eigi þættu þessi síðastnefndu blöð sókn- djörf í stjórnfrelsismálum Islendinga. Loks má nefna Undirbúningsblað (undir þjóðfund), en í því birtust bænarskrár eða tillögur héráðsnefnda o. fl. Til áhrifa íslendinga í Kaupmanna- höfn, Þingvallafundarins og bæna- skránna má að líkindum rekja ástæður þess, að gefið var út sérstakt konungs- bréf varðandi Island („ang. Islands for- 'fatningsmæssige forhold") 23. septem- ber 1848. Var þar borin fram afsökun á því, að Islendingar hefðu að svo stöddu verið til mála kvaddir á sama hátt og aðrir þegnar konungs, og gefið í skyn, að til þess muni þó koma. Þetta bréf var af hálfu forystumanna Islend- inga jafnan skýrt svo, að með því hefði veriö gefið fyrirheit um stjórnlagaþing á Islandi, þótt orðalag bréfsins um það efni væri íremur óljóst. Þetta haust var ákveðið að skipa í fyrsta sinn íslenzkan mann (Pál amtmann Melsted) í stöðu konungsfultrúa á Alþingi, og stofnuð var sérstök stjórnardeild fyrir íslenzk mál. Var Fjölnismaðurinn Brynjólfur Péturs- son gerður að forstöðumanni þeirrar deildar. Þegar Alþingi kom saman árið eftir (1849) var lagt fyrir það frumvarp til laga um kosningu fulltrúa vegna fyr- irhugaðs fundarhalds og fjallaði þingið um það rpál. Kosningalögin voru síðan gefin út 28. september. Fyrirsögn þeirra 54 DAGUR 50 ÁRA í „Lovsamling for Island" er á dönsku: „Valglov for Dannelsen af en constitu- erende Forsamling for Island". I danska textanum stendur: „Valglov for Dann- elsen af den ved allerhöjeste Resolution af 23. sept. 1848 debutede forsamling i Island". En í íslenzka textanum á eftir stendur: „Lög um kosningar til þjóð- fundar þess á Islendi, sem heitið var í konungsbréfi 23. sept. 1848.“ í Alþing- istíðindum 1849 er samkoman nefnd Þjóðfundur. I erindisbréfi konungsfull- trúa 19. maí 1851 er talað um „den Forsanding, hviiken Vi i fölge aller- höjest Rescript af 23. sept. 1848 ville höre, forinden de Grundbestemmelder, der með Hensyn til Islands særegne Forhold matte være nödvendige for at ordne denne Statsdels forfatningsmæs- sige Stilling i Reget, endelig veðtager." I upphafi 1. fundargerðar er talað um „Þjóðfundarmenn" og notar forseti fundarins það orð, er hann þakkar kjör sitt. Konungsfulltrúi talaði jafnan um „fund“ og „fundarmenn“ eða „þing- menn.“ Gert var ráð fyrir, að Þjóðfundurinn yrði haldinn á árinu 1850, en dráttur varð á. Kosningar til fundarins fóru þó fram á því sumri öndverðu. A því sama sumri héldu íslendingar enn Þingvalla- fund, 10.—11. ágúst, og varð hann eftir atvikum fjölmennur. Jón Sigurðsson var þá ekki hér á landi, en fundinum stýrði sr. Hannes Stephensen, sem hafði verið kjörinn varaforseti Alþingis árið áður um leið og Jón Sigurðsson varð forseti í fyrsta sinn. Hinn þriðji Þingvallafund- ur var svo haldinn árið 1851 rétt fyrir Þjóðfund. A þessum Þingvallafundum var sú stefna boðuð, er síðar kom fram á Þjóðfundinum. I augum þjóðarinnar urðu Þingvallafundirnir ímynd hins forna Alþingis og glæddu sjálfsvitund hennar. Á árinu 1850 tók sá maður við emb- ætti stiftamtsmanns hér á landi, er síðar kom við sögu Þjóðfundarins á þann hátt, að haft hefur varanleg áhrif á eftirmæli hans hér á landi, Trampe greifi, ná- frændi þess manns með sama nafni, er hér var áður stiftmatsmaður, á árunum 1806—1809. Trampe þessi hinn siðari var fæddur árið 1808, var hér stiftamt- maður til 1860 og lézt í Danmörku árið 1868. Dr. Páll E. Ólason lýsir honum svo í ævisögu J. S. II, bls. 460: „Trampe var maður léttur á sér, viðmótsgóður og lá ekki á skoðunum sínum, við hvern, sem eiga var, glaðlyndur og mannblend- inn. Varð hann því brátt vinsæll af ís- lendingum. Jók það honum og mann- hylli með þeim, að hann kom því á fast- an fót, sem Rosenörn (fyrirrennari Trampe í embætti, varð ráðherra. í Dan- mörku 1850) hafði hafið, að bréfagerðir væru á íslenzku innanlands frá skrif- stofu sinni og embættismanna í milli. Að öðru leyti þótti hann nokkuð laus fyrir, málugur og óstöðugur í rásinni." -—■ Enn jók það á vinsældir Trampe í öndverðu, að hann hagaði sér fyrst í stað næstum sem Islendingur væri, mætti á Þingvallafundinum 1850 og var þar í fundarlok kjörinn í forstöðunefnd, sem átti að standa fyrir fundarhöldum og ályktunum og hafa með höndum útgáfu Undirbúningsblaðs. Auðvitað varð þetta fordæmi stiftamtmanns til uppörvunar ýmsum embættismönnum íslenzkum, sem allir töldu sér skylt að taka frelsis- kröfum landsmanna með varúð. I fljótu bragði sýndist því um þessar mundir allvel horfa. En á ofanverðu ári 1850 og öndverðu ári 1851 dró smám saman blikur á loft. Þjóðfundarhaldið hafði dregizt um of. Frelsissólin á meginlandi Norðurálfu skein nú ekki eins skært og hún hafði gert sumarið 1848. Napóleon III. var í þann veginn að verða keisari Frakk- lands. Danir höfðu í svip borið hærra hlut í átökum við hertogadæmin. For- stöðumaður nýju Islandsmáladeildar- innar í stjórnarráðinu í Kaupmannahöfn, Brynjólfur Pétursson, sem miklar vonir voru tengdar við, missti heilsuna og lézt 1851. Og áhugi stiftamtmannsins nýja hvarf eins og dögg fyrir sólu. Stjórnin fór að áminna embættismenn fyrir sjálf- stæðiskröfur, og Trampe, sem var í for- stöðunefndinni, neitaði að láta prenta „Undirbúningsblaðið" í prentsmiðju landsins. Vonin um að Brynjólfur Pét- ursson yrði konungsfulltrúi á Þjóðfund- inum, eins og til stóð um hrið, varð að engu. Síðar kom í ljós, að Trampe hafði beðið um hervörð í Reykjavík meðan Þjóðfundur stæði yfir, og hermennirnir komu, 20 talsins, á sínum tíma. Eftir- vænting lá í lofti. Hér heima biðu marg- ir skapþungir vorskipanna og þess boð- skapa er þau myndu flytja — en fyrir- liðar foringjá sins og leiðsögu hans. Samkvæmt fundarboði áttu Þjóðfund- armenn að koma saman í Alþingissaln- um í húsi Latínuskólans föstudaginn 4. júlí 1851 um hádegisbil. Jón Sigurðsson kom til landsins 22. júní, og mætti á hinum fjórða Þingvallafundi 28.—29. júní. Hann hafði farið frá Kaupmanna- höfn 15. maí en skip hans hreppti and- byr og lá í fullar tvær vikur við Noreg. Myndi slíkt þykja erfið þingför nú á tímum, en alls fór J. S. 14 ferðir til Al- þingis frá heimili sínu í Kaupmannahöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.