Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 37

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 37
getu hans. Eftir að hann hætti blaðamennsku, gerðist hann skrif- stofumaður. Þegar ég hætti að dvelja langdvölum í Reykjavík missti ég sjóhar á honum og veit ekki um hann síðán. Jóhann Frímann Um áramótin 1941—42 var Dagur enn stækkaður og útliti blaðsins breytt til bóta. Varð blað- ið þá stærsta blað utan Reykja- víkur. Þurfti þá að fá aukna starfs- krafta að blaðinu. Var þá Jóhann Frímann ráðinn meðritstjóri blaðsins, en Haukur Snorrason tók að sér að afla blaðinu útlendra og innlendra frétta. Verður rætt um Hauk sérstaklega síðar. Þegar þetta gerðist var Jóhann Frímann skólastjóri við Iðnskólann á Akur- eyri. Hann var fæddur 27. nóv. 1906 í Hvammi í Langadal. Voru foreldrar hans Guðmundur Frí- mann bóndi þar og kona hans Val- gerður Guðmundsdóttir. Hann geklc ungur í Menntaskólann á Akureyri, tók þar gagnfræðapróf 1923 og var í 4. bekk skólans vet- urinn 1924—25, gekk í Lýðhá- skólann í Askov 1925—27, aflaði sér enn frekari menntunar utan- lands með dvöl í öðrum skólum, námsskeiðum og námsferðum. Hahn varð skólastjóri Iðnskólans 1928. Hann er skáid gott og rit- höfundur. Var blaðinu mikill feng- ur í að fá hann til starfa við það. Mun hann að miklu leyti hafa annazt ritstjórnina til 1943 og fórst það vel úr hendi. Hin síðari ár hefur hann verið heilsuveill. Hann hefur þó síðan gegnt ýmsum störfum: Var um árabil skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar, unnið að’ ritstörfum, setið í bæjarstjórn o. fl. Nú orðið mun þó heilsa hans ekki leifa mikil störf. Haukur Snorrason Sem fyrr greinir gerðist Hauk- ur Snorrason starfsmaður við Dag um áramótin 1941—42. Hann var fæddur 1. júlí 1916 á Flateyri við Önundarfjörð, sonur Snorra Sigfússonar þá skólastjóra þar, síðar á Akureyri og námsstjóra, og fyrri konu hans Guðrúnar Jó- hannesdóttur. Hann fluttist hing- að til Akureyrar með foreldrum sínum árið 1930, er faðir hans gerðist skólastjóri við Barnaskól- ann hér. Haukur gekk í Mennta- skóia Akureyi'ar og lauk þar gagn- fræðapróíi. Gerðist eftir það starfsmaður í Kaupfélagi Eyfirð- D AGU R 'Jh ára IWtM - 12. ItbtAu - 1043 Aímælisblað Dags 1943. inga. Fljótlega varð hann einka- ritari kaupfélagsstjóra, sem þá var Vilhjálmur Þór. Ég kynntist Hauki á meðan hann vann sem unglingur i kaupfélaginu og gast óvenju vel að þessum myndarlega og rösklega pilti. Vilhjálmur Þór mun líka hafa treyst honum vel, því þegar hann var ráðinn til að veita íslandsdeild heimssýningar- innar í New York forstöðu, tók hann Hauk með sér sem aðstoðar- mann. í Ameríku mun Haukur hafa kynnt sér nokkuð tækni við blaðámennsku og kom það í góðar þarfir síðar. Árið 1938 kvæntist Haukur Else Friðfinnsson, hinni mestu myndar- og dugnaðarkonu og varð hjónaband þeirra hið farsæl- asta. Sem fyrr segir hóf Haukur störf við Dag um áramótin 1941 —42 og þegar Ingimar Eydal hætti til fulls ritstjórninni 1945, DAGUR 50 ÁRA 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.