Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 11

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 11
Jónas Jónsson frá Hriflu: Bækur á Bessastaðamáli ÞETTA HEITI er löngu sögu- frægt. Jónas Hallgrímsson kom ungur í skólann á Bessastöðum. Hann hafði numið móðurmálið heima í Eyjafirði. í skólanum tamdi Sveinbjörn rektor nemend- ur við að þýða kviður Hómers á íslenzkt mál þannig, að saman færi íslenzkt sveitamál, andi fornrit- anna og íslenzk málvöndun. Þessi Bessastaðaæfing er grundvöllur fágaðrar nútímaíslenzku, og verð- ur ekki hærra komist á þeim vegi. Undanfarin ár hefir Mennta- málaráð gefið út Rómverjasögu í tveim bindum, eftir mikinn amerískan sagnfræðing, og mjög leitast við að fylgja fordæmi þýð- inga frá Bessastöðum. Nú kemur upphaf Grikklands- sögu eftir sama höfund og þýð- anda. Það er hrífandi bók, enda vinsæl í mörgum helztu mennta- löndum. Hún er gefin út í 300 þúsund eintökum Vestanhafs, en síðan þýdd á frönsku, þýzku, ítölsku, spönsku, portúgölsku, hol- lenzku og tungu tveggja frægra smáþjóða: Gyðinga og Islendinga. Þingeyskur bóndasonur úr sveit Þorgeirs Ljósvetningagoða þýðir bókina á íslenzku. Enn byggir þjóðin á sveitamálinu. Síðan bætti þýðandinn við námi í gamla Menntaskólanum og frá Nordal. Síðan kom starfsæfing við Árna- safn í Danmörku og skjalasafn heima fyrir. Þannig hefir þessi þýðandi öðlazt aðstöðu, sem kennd er við BessastaðaskólS. Þar sem saga Durants er þýdd og gefin út með Bessastaða-tækni, er hér um að ræða óvenjulegan ávinning fyrir námsmenn sem eiga í menningarbaráttu á vegum móðurmálsins á fjölmörgum and- legum vígstöðvum víða um land. Hér er tækifæri til samanburðar og athugunar. Samhliða þessari útgáfu Menntamálaráðs hafa tveir mál- snillingar, Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur og Tómas Guð- mundsson þjóðskáld, gefið út litla, en eftirtektarverða áramótabók. Hún heitir „Horfin tíð.“ Þar er í lítilli bók um nokkra stutta en frá- bærlega kafla þjóðarsögunnar að ræða. Þar er virðulegt samstarf tveggja óvenjulega snjallra rithöf- unda að nota svo sem bezt má vera hinn áhrifamikla mátt móð- urmálsins og feta þar í spor snill- inga fyrri alda. Mannlýsingar þessar bregða birtu yfir mörg tímabil. Þar gengur fram tíu ára gamall niðursetningur. Hann and- ast af kröm og kvöl. Áður en tryggingin kom var ógæfan stund- um óumflýjanleg. Tveir blásnauð- ir piltar safna stórauði með vits- munum og tækni sinnar samtíðar. í afskekktri sveit fæðast hreysti- menn, stórgáfaðir með gagnólíkar listnemagáfur. Sumir bjargast. Aðrir farast í hyl örbirgðarinnar. Stundum eru söguleg dæmi á heimsmælikvar ða: Stórgáfaður öreigi verður einn auðugasti maður landsins. Hann hefir stundum tíu reiðhesta í höfð- inglegri kaupstaðarferð. Skyndi- lega þverbrotnar gæfutréð: Ríki maðurinn er orðinn öreigi. Hann býr þá sem íslenzkur ævintýra- keisari við kjör sem minna á leiks- lok á Elínarey. Framh. á bls. 32. , DAGUR 50 ÁRA II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.