Dagur - 12.02.1968, Síða 11

Dagur - 12.02.1968, Síða 11
Jónas Jónsson frá Hriflu: Bækur á Bessastaðamáli ÞETTA HEITI er löngu sögu- frægt. Jónas Hallgrímsson kom ungur í skólann á Bessastöðum. Hann hafði numið móðurmálið heima í Eyjafirði. í skólanum tamdi Sveinbjörn rektor nemend- ur við að þýða kviður Hómers á íslenzkt mál þannig, að saman færi íslenzkt sveitamál, andi fornrit- anna og íslenzk málvöndun. Þessi Bessastaðaæfing er grundvöllur fágaðrar nútímaíslenzku, og verð- ur ekki hærra komist á þeim vegi. Undanfarin ár hefir Mennta- málaráð gefið út Rómverjasögu í tveim bindum, eftir mikinn amerískan sagnfræðing, og mjög leitast við að fylgja fordæmi þýð- inga frá Bessastöðum. Nú kemur upphaf Grikklands- sögu eftir sama höfund og þýð- anda. Það er hrífandi bók, enda vinsæl í mörgum helztu mennta- löndum. Hún er gefin út í 300 þúsund eintökum Vestanhafs, en síðan þýdd á frönsku, þýzku, ítölsku, spönsku, portúgölsku, hol- lenzku og tungu tveggja frægra smáþjóða: Gyðinga og Islendinga. Þingeyskur bóndasonur úr sveit Þorgeirs Ljósvetningagoða þýðir bókina á íslenzku. Enn byggir þjóðin á sveitamálinu. Síðan bætti þýðandinn við námi í gamla Menntaskólanum og frá Nordal. Síðan kom starfsæfing við Árna- safn í Danmörku og skjalasafn heima fyrir. Þannig hefir þessi þýðandi öðlazt aðstöðu, sem kennd er við BessastaðaskólS. Þar sem saga Durants er þýdd og gefin út með Bessastaða-tækni, er hér um að ræða óvenjulegan ávinning fyrir námsmenn sem eiga í menningarbaráttu á vegum móðurmálsins á fjölmörgum and- legum vígstöðvum víða um land. Hér er tækifæri til samanburðar og athugunar. Samhliða þessari útgáfu Menntamálaráðs hafa tveir mál- snillingar, Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur og Tómas Guð- mundsson þjóðskáld, gefið út litla, en eftirtektarverða áramótabók. Hún heitir „Horfin tíð.“ Þar er í lítilli bók um nokkra stutta en frá- bærlega kafla þjóðarsögunnar að ræða. Þar er virðulegt samstarf tveggja óvenjulega snjallra rithöf- unda að nota svo sem bezt má vera hinn áhrifamikla mátt móð- urmálsins og feta þar í spor snill- inga fyrri alda. Mannlýsingar þessar bregða birtu yfir mörg tímabil. Þar gengur fram tíu ára gamall niðursetningur. Hann and- ast af kröm og kvöl. Áður en tryggingin kom var ógæfan stund- um óumflýjanleg. Tveir blásnauð- ir piltar safna stórauði með vits- munum og tækni sinnar samtíðar. í afskekktri sveit fæðast hreysti- menn, stórgáfaðir með gagnólíkar listnemagáfur. Sumir bjargast. Aðrir farast í hyl örbirgðarinnar. Stundum eru söguleg dæmi á heimsmælikvar ða: Stórgáfaður öreigi verður einn auðugasti maður landsins. Hann hefir stundum tíu reiðhesta í höfð- inglegri kaupstaðarferð. Skyndi- lega þverbrotnar gæfutréð: Ríki maðurinn er orðinn öreigi. Hann býr þá sem íslenzkur ævintýra- keisari við kjör sem minna á leiks- lok á Elínarey. Framh. á bls. 32. , DAGUR 50 ÁRA II

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.