Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 53

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 53
Gísli Guðmundsson: Þjóðfundurinn 18 51 Af hverju er rnyndin mikla í forsal Alþingishússins? Hvaö gerðist á þjóðfundinum 1851? Til hvers var hann haldinn, og hvaða áhrif hafði hann á sjálfstæðismál íslands. ÞAU TÍÐINDI urðu á þriðja ári eftir að hið endurreista Alþingi tók til starfa, að ný þjóðfrelsinshreyfing fór um vest- urhluta Norðurálfu. Sögufraagasti við- burður þessara tímamóta er hin svo- nefnda febrúarbylting í Frakklandi, hin þriðja í röðinni af því tagi þar í landi á 70 árum. Steyptu Frakkar þá af stóli konungi sínum, Lúðvíki Filipusi, þeim hinum sama, er Jónas Hallgrímsson nefnir séra Filipus í gamansögu sinni um heimsókn drottningarinnar á Eng- landi. I Danmörku bar frelsishreyfing- in þann árangur, að Friðrik konungur sjöundi, er þá var nýkominn til ríkis, lýsti yfir því í boðskap til þegna sinna 28. jan. 1848, að hann myndi afsala sér einveldi því, er Danakonungar höfðu haft í nálega 2 aldir, og láta hefja undir- búning nýrra stjórnskipunar. Eftir að hafa heyrt álit hínna dönsku ráðgjafar- þinga, er þá störfuðu á svipaðan hátt og Alþingi, gaf hann síðan út tilskipun um kosningu til stjórnlagaþings, en stjórn- lagaþing þetta setti Dönum hina fyrstu stjórnarskrá, er tók gildi 5. júní 1849, þar sem kveðið var á um þingbundna konungsstjórn og aðgreining ríkisvalds- ins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Friðrik VII. var meira en konungur yfir Danmörku, Islandi, Færeyjum,- Grænlandi og smálýlendum sunnar á hnettinum. Hann var jafnframt hertogi yfir Slésvík, Holtsetalandi og raunar fleiri landssvæðum, en hertogadæmi þessi, að undantekinni Norður-Slésvik, voru yfirleitt byggð Þjóðverjum og töld- ust til hins þýzka ríkjasamfélags. Þegar á árinu 1848 hófst uppreisn í hertoga- dæmunum. Heimtuðu þau sem mest sjálfstæði sér til handa og helzt fullan aðskilnað frá Danmörku og Danakon- ungi, sem og síðar varð eftir ósigur Dana fyrir Þjóðverjum 1864. En um það leyti, sem þingræðisstjórnin var að komast á laggirnar í Danmörku settu átökin við hertogadæmin að verulegu leyti svip sinn á hin dönsku stjórnmál. Það varð sem sé öðrum þræði hlutverk hinna dönsku þjóðfrelsismanna að reyna að koma í veg fyrir, að öll tengsl rofnuðu milli landa Danakonungs, og að „Dana- veldi“ héldi áfram að vera meira en Danmörk ein. Það kom fljótt í ljós, að ekki kom annað til móla en að Slésvík Holtstaland fengju löggjafarþing og ráðuneyti út af fyrir sig, og varð þó að- eins stundarfriður. Þetta gerðist svo að segja í einni svipan. I viðskiptum Kaup- mannahafnarvaldsins og Islendinga varð gangur mála allur hægari, en þó grundvöllur lagður að því, er koma skyldi. 1 . | Svo óheppilega vildi til fyrir Islend- inga, að árið 1848 var ekki þingár. Al- þingi missti því af tækifæri til að „hamra járnið meðan það var heitt“ í þessu máli. Þegar stjórnlagaþingið kom saman í Danmörku haustið 1848 höfðu engar ráðstafanir verið gerðar til að láta kjósa stjórnlagaþing á Islandi, en kon- ungur kvaddi til, án kosningar, 5 Islend- inga að eiga sæti á stjórnlagaþingi Dana, og sátu þéir þar. þessir 5 Islendingar voru Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson, síðar ritstjóri Þjóðólfs, Brynjólfur Pét- ursson, Konráð Gíslason og Jón Jóns- son í Alaborg, faðir Jóns Landritara. Val þessara manna sýnir, að danska stjórnin var á þessu stigi málsins vel- viljuð Islendingum. Sjálfir voru þessir íslenzku fulltrúar víst yfirleitt í vafa um, hvort þeir ættu að sitja þingið, og hneig viðleitni þeirra þar helzt í þá átt, að koma í veg fyrir, að þar yrði um íslenzk málefni fjallað. En þó að Alþingi gæti ekki tekið for- ystu í frelsismálum Islendinga á órinu 1848, reyndu íslenzkir menn þá þegar að nota áhrif frélsishreyfingarinnar Is- landi til framdráttar. Með fyrstu vor- skipum þetta fraega ár barst hingað í Nýjum félagsritum „Hugvekja til ís- lendinga" eftir Jón Sigurðsson, er hefst á tilvitnun í Bjarkamál: „Dagur er upp kominn dynja hanafjaðrir, mál er vílmögum að vinna erfiði.“ DAGUR 50 ARA 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.