Dagur - 12.02.1968, Page 53

Dagur - 12.02.1968, Page 53
Gísli Guðmundsson: Þjóðfundurinn 18 51 Af hverju er rnyndin mikla í forsal Alþingishússins? Hvaö gerðist á þjóðfundinum 1851? Til hvers var hann haldinn, og hvaða áhrif hafði hann á sjálfstæðismál íslands. ÞAU TÍÐINDI urðu á þriðja ári eftir að hið endurreista Alþingi tók til starfa, að ný þjóðfrelsinshreyfing fór um vest- urhluta Norðurálfu. Sögufraagasti við- burður þessara tímamóta er hin svo- nefnda febrúarbylting í Frakklandi, hin þriðja í röðinni af því tagi þar í landi á 70 árum. Steyptu Frakkar þá af stóli konungi sínum, Lúðvíki Filipusi, þeim hinum sama, er Jónas Hallgrímsson nefnir séra Filipus í gamansögu sinni um heimsókn drottningarinnar á Eng- landi. I Danmörku bar frelsishreyfing- in þann árangur, að Friðrik konungur sjöundi, er þá var nýkominn til ríkis, lýsti yfir því í boðskap til þegna sinna 28. jan. 1848, að hann myndi afsala sér einveldi því, er Danakonungar höfðu haft í nálega 2 aldir, og láta hefja undir- búning nýrra stjórnskipunar. Eftir að hafa heyrt álit hínna dönsku ráðgjafar- þinga, er þá störfuðu á svipaðan hátt og Alþingi, gaf hann síðan út tilskipun um kosningu til stjórnlagaþings, en stjórn- lagaþing þetta setti Dönum hina fyrstu stjórnarskrá, er tók gildi 5. júní 1849, þar sem kveðið var á um þingbundna konungsstjórn og aðgreining ríkisvalds- ins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Friðrik VII. var meira en konungur yfir Danmörku, Islandi, Færeyjum,- Grænlandi og smálýlendum sunnar á hnettinum. Hann var jafnframt hertogi yfir Slésvík, Holtsetalandi og raunar fleiri landssvæðum, en hertogadæmi þessi, að undantekinni Norður-Slésvik, voru yfirleitt byggð Þjóðverjum og töld- ust til hins þýzka ríkjasamfélags. Þegar á árinu 1848 hófst uppreisn í hertoga- dæmunum. Heimtuðu þau sem mest sjálfstæði sér til handa og helzt fullan aðskilnað frá Danmörku og Danakon- ungi, sem og síðar varð eftir ósigur Dana fyrir Þjóðverjum 1864. En um það leyti, sem þingræðisstjórnin var að komast á laggirnar í Danmörku settu átökin við hertogadæmin að verulegu leyti svip sinn á hin dönsku stjórnmál. Það varð sem sé öðrum þræði hlutverk hinna dönsku þjóðfrelsismanna að reyna að koma í veg fyrir, að öll tengsl rofnuðu milli landa Danakonungs, og að „Dana- veldi“ héldi áfram að vera meira en Danmörk ein. Það kom fljótt í ljós, að ekki kom annað til móla en að Slésvík Holtstaland fengju löggjafarþing og ráðuneyti út af fyrir sig, og varð þó að- eins stundarfriður. Þetta gerðist svo að segja í einni svipan. I viðskiptum Kaup- mannahafnarvaldsins og Islendinga varð gangur mála allur hægari, en þó grundvöllur lagður að því, er koma skyldi. 1 . | Svo óheppilega vildi til fyrir Islend- inga, að árið 1848 var ekki þingár. Al- þingi missti því af tækifæri til að „hamra járnið meðan það var heitt“ í þessu máli. Þegar stjórnlagaþingið kom saman í Danmörku haustið 1848 höfðu engar ráðstafanir verið gerðar til að láta kjósa stjórnlagaþing á Islandi, en kon- ungur kvaddi til, án kosningar, 5 Islend- inga að eiga sæti á stjórnlagaþingi Dana, og sátu þéir þar. þessir 5 Islendingar voru Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson, síðar ritstjóri Þjóðólfs, Brynjólfur Pét- ursson, Konráð Gíslason og Jón Jóns- son í Alaborg, faðir Jóns Landritara. Val þessara manna sýnir, að danska stjórnin var á þessu stigi málsins vel- viljuð Islendingum. Sjálfir voru þessir íslenzku fulltrúar víst yfirleitt í vafa um, hvort þeir ættu að sitja þingið, og hneig viðleitni þeirra þar helzt í þá átt, að koma í veg fyrir, að þar yrði um íslenzk málefni fjallað. En þó að Alþingi gæti ekki tekið for- ystu í frelsismálum Islendinga á órinu 1848, reyndu íslenzkir menn þá þegar að nota áhrif frélsishreyfingarinnar Is- landi til framdráttar. Með fyrstu vor- skipum þetta fraega ár barst hingað í Nýjum félagsritum „Hugvekja til ís- lendinga" eftir Jón Sigurðsson, er hefst á tilvitnun í Bjarkamál: „Dagur er upp kominn dynja hanafjaðrir, mál er vílmögum að vinna erfiði.“ DAGUR 50 ARA 53

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.