Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 26

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 26
göngum á milli verzlunarstaðanna á Norðurlandi og þaðan við aðra lands- hluta. Ekki þýðir að gera ráð fyrir, að uppbygging akveganna muni ganga það vel á næstu árum, að flutningar með bifreiðum verði öruggir nema hluta úr árinu. Þá er um tvennt að velja, loftið eða sjóinn. Ekki verður séð, að í næstu framtíð geti flugvélar leyst þetta hlut- verk, nema að mjög takmörkuðu leyti. Til þess liggja augljós rök. Það eru engir flugvellir við suma þessa þéttbýlisstaði á Norðurlandi, og á Austurlandi eru oft miklir erfiðleikar á, að komast frá Egils- stöðum niður til fjarðanna vetrarmán- uðina. Flutningar með flugvélum eru enn til muna dýrari en með bifreiðum eða skipum. Þá eru strandferðirnar ein- ar eftir. Skipaútgerð ríkisins hefur um árabil haldið uppi strandferðum kringum land- ið. Lengi framan af var allur flutningur, til og frá minni verzlunarstöðunum. fluttur með þessum skipum. En eftir því sem vegakerfið skánaði og bifreiðaeign landsmanna fór vaxandi, tóku bifreið- arnar við þessum flutningum þann tíma ársins, sem vegir voru færir. Flutningar minnkuðu því með strandferðaskipunum sumarmánuðina, og ferðir þeirra urðu við það strjálli og óreglulegri. En hvern vetur teppast flestir vegir í þessum landshlutum og við það skapast mikil og margs konar vandamál. Flutningaþörfin fer stöðugt vaxandi, framleiðsluvörur þurfa að komast á markað án hindrunar, jafnt vetur sem sumar. Og stundum er lítið um mjólk í skammdeginu á Austurlandi, en næg í Eyjafirði. Verður vart hægt að leysa flutningamálin svo vel sé nema með strandferðaskipi, sem siglir milli verzl- unarstaða á Norðurlandi, fer austur fyr- ir land allt til Reyðarfjarðar, snýr þar við og fer allt vestur til Isafjarðar eða Patreksfjarðar. Skip, sem sigldi reglu- bundið um þetta svæði, mundi opna fleiri möguleika. Væri þá ekki hægt í miklu ríkara mæli, að sigla beint erlend- is frá til stærri verzlunarstaðanna, og dreifa varningnum svo með strandferða- skipinu? Gæti það ekki lækkað flutn- ingskostnaðinn til muna, frá því, sem nú er? Og mundi það ekki opna möguleika til að flytja inn hálfþurrkaðan maís beint frá framleiðslustað, lausan i heil- um skipsförmum, þurrka hann í síldar- eða fiskimjölsblásara, og koma svo upp mölunar- og fóðurblöndunarstöð fyrir mörg héruð á sama stað? En við það fengist betra og ódýrara fóður. Slíkur innflutningur byggist á stærri markaði en nokkur einn verzlunarstaður hefur nú á þessu svæði. Af því leiðir, að sam- staða margra héraða er eina leiðin til lausnar á þessu máli, og um leið þarf að koma á reglubundnum ferðum á milli héraðanna eða verzlunarstaðanna, sem að þessu standa. En í sambandi við öll þessi mál, má aldrei gleyma hafísnum. Þegar hafísinn var kominn upp að ströndum Norðurlands og Vestfjarða nú í ársbyrjun, þá varð mörgum hugsað til þess, hvernig við værum við því búin, að hafís lokaði öllum siglingaleiðum til þessara héraða langtímum saman, eins og hann gerði oft fyrr á öldum. I ljós kom, að olía og þungavara var mjög af skornum skammti á öllum hafíshættu- svæðinu, og sums staðar aðeins nokk- urra daga forði. Af því varð ljóst, að ef hafisinn hefði komið nú og orðið land- fastur fram á vor, þá hefði skapazt al- gjört neyðarástand á þessu svæði. Okk- ar híbýli eru hituð upp með olíu þar sem ekki er hitaveita, og enginn möguleiki á að hita þau upp á annan hátt. Verði heil byggðarlög olíulaus í hörkufrosti vetrar- ins, þá er hætt við að af slíku gæti hlot- ist stórkostlegar skemmdir, þar sem vatns- og hitalagnir gætu eyðilagzt af frostskemmdum. Við erum öðru vön en að búa í óupphituðum húsum, enda ekk- ert sældarlíf. Oft fylgja ísnum mikil frost, og verður að gera ráð fyrir því. Við slík skilyrði, er ekki annað sýnilegt, en að hreint neyðarástand myndi skap- ast með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Til þess má aldrei koma. En ekki þýðir að treysta á það, að hægt yrði að koma öllum nauðsynjum frá Reykjavík, ef til slíks kæmi. Það eru engin tæki til í landinu, sem gætu komið nema broti af þeirri olíu, sem þurfa mundi í þessa landshluta í ísavetri, þó að hægt yrði að halda vegum opnum að staðaldri, en það gæti brugðist til beggja vona. Með aðra flutninga gildir allt öðru máli, þótt mjög óvarlegt sé að treysta því og engin fyrir- hyggja að gera það. Það væri barnaleg bjartsýni, að halda að sér höndum í trausti þess, að það sé liðin tíð, sem aldrei kemur aftur, að hafís fylli firði og flóa og hindri siglingar svo mánuðum skiptir, eins og hann gerði oft fyrr á öldum. Landið er á sama stað og það hefur verið, og það er ekkert nýtt, að löng tímabil hafi komið, án þess að hinn forni fjandi lands og þjóðar kæmi til lengri dvalar. Það sannar ekkert. Og verum þess minnug, að það eru aðeins tvö ár síðan, að hafís varð hér landfastur um lengri tíma, þó ekki hlytist slys af í það sinn. Eftir hlýjt tímabil hér á norðurhjar- anum virðist aftur hafa kólnað hin sið- ari ár. Og eftir fregnum að dæma, hefur ísinn aftur farið vaxandi á norðurhöf- um. Hvað þessi köldu ár verða mörg veit enginn. Og enginn sér það heldur fyrir, hvenær harður ísavetur herjar landið. Þess vegna megum við aldrei vera komu hans óviðbúin. Það þykir lítil fyrirhyggja, ef bóndinn hefur ekki næg fóður á haustnóttum fyrir þann búpen- ing, sem á vetur er settur. Er það nokk- uð meiri fyrirhyggja af hendi ráða- manna þjóðfélagsins, að hafa verzlunar- staði á hafíshættusvæðinu með litlar sem engar birgðir af oliu og annarri þungavöru, á þeim árstima, sem ísa- hættan er mest? Er ekki kominn tími til, að það séu gerðar ráðstafanir til þess, að á hverjum vetri fyrir hátíðar séu komnar nægar birgðir af allri nauðsyn- legri þungavöru á alla verzlunarstaði á hafíshættusvæðinu, sem nægja út vetur- inn. Geti verzlanirnar ekki byrgt sig upp af eigin rammleik, verður ríkisstjórnin á hverjum tíma að sjá um það, að fjár- hagslegir örðugleikar hindri það ekki, að vetrarforði sé alltaf kominn fyrir vissan érstíma á þessa staði. Það þyrfti að setja einhvern aðila til þess, að sjá um og fylgjast með, að ráð- stafanir séu gerðar á hverju hausti, svo að allar vörur séu komnar fyrir þann tíma, sem ákveðinn verður, og þá fyrst og fremst olía og benzín. Ennfremur verður að gera ráðstafanir til þess, að allsstaðar sé nægjanlegt tankarými fyrir þessar vörur, fyrir a. m. k. 4 til 5 mán- aða notkun. Væri ekki rétt að Almannavarnir hefðu þetta eftirlitsstarf með höndum? En hvaða aðila þetta yrði nú falið er ekki aðalatriði þessa máls, heldur hitt, að nú þegar verði öll þessi mál tekin föstum tökum, og þannig skipulögð, að við verðum aldrei framar óviðbúin að mæta hörðum ísavetri. Þó að ég nefni aðeins fátt af því, sem við Norðlendingar þurfum að sameinast um að leysa eins fljótt og tök eru á, þá vil ég ekki ljúka máli mínu svo, að ég minnist ekki á fræðslumál okkar. Sem betur fer eru í undirbúningi skólabygg- ingar á mörgum stöðum é Norðurlandi, en hvenær þær byggingar rísa eða fram- kvæmdum verður lokið er allt í.óvissu sem flest annað í þjóðfélagi okkar í dag. En þess megum við vera minnug, að undirstaðan undir fjárhagslegri velmeg- un okkar og efnahagslegu sjálfstæði Framhald á bls. 59. 26 DAGUR 50 ARA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.