Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 59

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 59
getur verið tiltökumál nema aðeins um fáa daga, gæti því ekki haft annan árang- ur en þann, að landið fengi að bera enn- þá fleiri útgjöld til einskis gagns, en þegar hvíla á því. Til að baka landi þessu fleiri óþarfa útgjöld, en orðið er, finn ég alls ekki ástæðu, og mun ég því, samkvæmt þeim myndugleika, sem vor allra-mildasti konungur hefur gefið mér til þess, og sem ég hef lagt fyrir fundinn, nú þegar enda fund þennan. Og lýsi ég þá yfir í nafni konungs (J. kandid, Sigurðsson: Má ég biðja mér hljóðs, til að forsvara aðgjörðir nefndar- innar og þingsins? Forseti: Nei.) að fundinum er slitið. J. kandid. Sigurðsson: Þá mótmæli ég þessari aðferð. Konungsfulltrúi (Um leið og hann og forseti gengu burt úr sætum sínum): Ég vona að þingmenn hafi heyrt, að ég hef slitið fundinum í nafni konungs. J. kandid. Sigurðsson: Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi. Þá risu upp þingmenn, og sögðu flestir í einu hljóði: Vér mótmælum allir.“ Það sem hér er skráð af hinum ráðnu skrifurum Þjóðfundarins, gerðist á laug- ardegi? Sennilega hafa Islendingar al- mennt í þann tíð ekki verið þeirrar skoð- unnar, að sá laugardagur hafi til lukku verið. En þegar Hannes Hafstein minnt- ist Þjóðfundarins í Andvara eftir 50 ár, leit hann svo á, að eins og afstaða stjórn- arinnar var og líkur til þess að farið yrði að tillögum Þjóðfundar, hafði hin hvat- víslega aðferð Trampe konungsfulltrúa, orðið til framdráttar málstað Islendinga. Þjóðfundinum lauk svo, að formlegt svar 'íslendinga og umsögn um stjórnarfrum- varpið var ófengið, og úr því að um það hafði verið beðið, átti varla við að gefa út stjórnarlög fyrir landið að svo stöddu, enda var það ekki gert. Útgáfa slíkra laga drógst í 20 ár, og af forystumönnum íslendinga var sá tími vel notaður, enda þróun mála þeim i vil. Þegar stöðulögin voru gefin út árið 1872, lágu fyrir til- lögur Alþingis, þó að ekki væri eftir þeim farið, var tekið tillit til þeirra, Samkvæmt stöðulögunum var ísland óaðskljanlegur hluti „Danaveldis“ en ekki „Danmerkurríkis" og „með sér- stökum landsréttindum." A grundvelli þessa landsréttinda gaf svo Kristján konungur IX. út stjórnarskrána 1874, þar sem Alþingi fékk löggjafarvald með konungi og þjóðin varð fjár síns ráð- andi. En hvernig sem á þetta er litið, er Þjóðfundurinn 1851 einn merkasti við- burður í stjórnmálasögu íslendinga. Hann magnaði með þjóðinni þá tilfinn- ingu, sem stundum örvar til baráttu og dáða: Hina réttlátu reiði. Afstaða stjórn- arinnar gagnvart embættismönnunum er Þjóðfundinn sátu, átti hér hlut að máli. Eftirmál Þjóðfundar eru glógglega rakin í ævisögu Jóns Sigurðssonar, III. bindi, og skal þeirra nú aðeins getið í stuttu máli. I „þingveizlu" hjá konungs- fulltrúa að kvöldi 9. ágúst, mættu aðeins 5 konung kjörnir. Síðdegis var Páli amt- manni, forseta Þjóðfundarins, skrifað mótmælabréf undirritað af 33 Þjóð- fundarmönnum. Var einn þeirra konung kjörinn, sr. Halldór. Daginn eftir undir- rituðu 36 Þjóðfundarmenn ávarp, til konungs, þar sem borin var fram kæra á hendur Trampe konungsfulltrúa. Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson og Eggert Briem voru kosnir til að flytja konungi sjálfum ávarpið í Kaupmannahöfn og ræða við hann. Bæði Þjóðfundarmenn og almenningur víða um land skutu sam- an fé til fararinnar. Úr för Eggerts Briem varð ekki. Jón Guðmundssyni, sem var settur sýslumaður i Skaftafells- sýslu, var bönnuð förin. Sagði hann þá af sér embætti og fór, en hlaut aldrei síðan sýslumannsembætti, þótt um væri sótt. Kristjáni Kristjánssyni var vikið frá embætti land- og bæjarfógeta, en hlaut þó síðar önnur embætti. Margir emb- ættismenn hlutu áminningu, og á suma þeirra a. m. k. var lagt þingsetubann. Almenningur um land allt lét vilja sinn óspart í ljós á þann hátt, sem þá var venja, þ. e. með undirritun ávarpa og bænaskráa i héröðum og í sendibréfum, sem gengu á milli manna og mörg hafa geymzt — að ógleymdum Þingvalla- fundum. Þingeyingar sendu Trampe áskorun um að segja af sér og fará úr landi. Ekki fór hann að þvi, en hélt hin- um danska herverði hér næsta vetur, og gegndi embætti til 1860 eins og fyrr var sagt. Sumt var víst vel um hann sem embættismann. Um aðdraganda að framkomu hans á Þjóðfundinum og ástæður til hennar eru ýmis gögn fyrir hendi, sem ekki er ástæða til að fjölyrða um, enda skiptir slikt ekki meginmáli í þessu sambandi. Þess skal að lokum getið, að kostnað- ur við þjóðfundinn var eftir nokkurt þóf greiddur úr rikissjóði Dana. Trampe ætlaði að láta innheimta hann sem al- þingistoll, en Pétur Hafstein neitaði að framkvæma innheimtuna á Norður- og Austurlandi, og fór málið til úrskurðar í Kaupmannahöfn. Kostnaðinn við her- vörðinn í Reykjavík, 9262 rd. og 14 sk., varð danski ríkissjóðurinn líka að greiða. Til voru þeir menn danskir, á ríkisþingi og utan þess, sem létu sér fátt um finn- ast þau útgjöld og töldu ekki vel að Is- lendingum farið. Jón Sigurðsson og fé- lagar hans í Danmörku létu ékki sitt eft- ir liggja að tala máli íslendinga þar í landi. Vegna tilvitnana í ræður hér að fram- an ber að geta þess, að ummæli, sem höfð eru eftir þjóðfundarmönnum í „Tíðindum frá þjóðfundi" eru að sjálf- sögðu ekki óbreyttar ræður, heldur út- drættir í beinni ræðu. Verkefnin kalla Framhald af bls. 26. þjóðarinnar þegar til lengdar lætur byggist fyrst og fremst á almennri fræðslu, ekki sízt á tæknilegu sviði. Engin fjárfesting mun borga sig betur en sú, sem stuðlar að aukinni þekkingu æskunnar, og á þvi sviði má aldrei lýð- ast að börn sveitanna verði útundan, eins og nú á sér stað. Eg vona að blaðið okkar Dagur verði merkisberi norð- lenzks málstaðar um ókomin ár, eins og hingað til. Dagur í hálfa öld Framhald af bls. 10. koma, að vinna saman að því að vernda, og efla byggðir Norður- lands. Því, meiri árangur, sem afi slíkri viðleitni verður, því meiri þátt mun hún jafnframt eiga í verndun íslenzks sjálfstæðis á komandi tímum. Gjalda þarf var- huga við þeirri vanmáttartilfinn- ingu, sem oft reynist hugsjónum skæð, er hægt gengur eða á móti blæs. Þó að vonir dvíni á ísaári, og leitt verði stundum langnættið, ber að treysta því, að sá, sem blað- ið okkar heitir eftir, komi „í réttan tíma“ á sínum hvíta hesti. DAGUR 50 ÁRA 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.