Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 46

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 46
Jón Haraldsson, fyrrum bóndi á EinarsstöSum: r Avarp til Framsóknarmanna í Vaglaskógi 21. júlí 1941 Að fornum sið — við áning langrar leiðar — skal líta yfir minjum hlaðna slóð. í dag er bjart og glæst til hafs og heiðar svo hjartað finnur örar streyma blóð. Sem Heimdallur í Himinbjörgum forðum við heyrum næstum, þegar túnið grær, og líkt sem andi mildum móður-orðum: „mundu að brosa, þegar vorið hlær“. Ungir og gamlir eiga vorsins drauma. Utþrá og farhneigð var oss gædd í blóð. Eggjun og vonir vefur glæst í strauma veðra og báru fagur-sungið ljóð; því verða framsókn, frelsisþrá og gleði fylgjendur hvar sem liggur okkar braut. Trúin á landið, trú á þann sem réði tilveru okkar hér við móður skaut. Því skal í dag af djörfung fylkja liði og drekka af lífsins veigum heilla skál. Það hrópa á vora hjálp af hverju sviði hálfunnin störf og óleyst vanda-mál. Sveitir og bæir boðorð æðsta rakið, bróðurhug tengið sterkan sóknarher. Hvar sem í slíkri fylking fram þér sækið fylgja mun sigur þeim, er merkið ber. Vúdú-dauði MEÐAL FRUMBYGGJA Astralíu ríkja boð og bönn, sem þegnarnir verða að fara eftir. Við sumum brotum liggur dauðarefsing. En hvorki er hinn seki skotinn né skorinn, heldur er „bent á hann með beininu.“ Við þá athöfn bend- ir særingalæknir á hinn seka með beini og leiðir slíkt venjulega til dauða. Hinn seki stirðnar upp, getur ekki hljóðað eða talað, missir matarlist, er haldinn skelf- ingu þar til hann verður rænulaus og deyr síðan. Læknar og sálfræðingar hafa rann- sakað hvað eiginlega gerist er slíkar „af- tökur“ fara fram, því dauðarefsingarnar eru taldar staðreynd og að þeim sé full- nægt með andlegri orku eða galdri. Þetta hefur verið kallaður „vúdú-dauði.“ Bergmálið INN A MILLI klettanna hljómar berg- málið bezt og er þá eins og ósýnilegar verur séu að herma eftir manni. Sumir smalar voru hálf hræddir við bergmálið, enda huldufólk á hvers manns vörum. í kirkju einni á Sikiley var skrifta- stóllinn nærri aðaldyrum. Þar sátu þeir, sem skriftuðu og leystu frá skjóðunni en skriftafaðirinn hlustaði á. En það vakti furðu hve skriftamálin bárust fljótt út frá þessum stað og hafa þau þó ætíð verið hin helgustu leyndarmál. Hin ýmsu leyndarmál voru þegar á hvers manns vörum. Við athugun kom i ljós, að bergmálið gerði mönnum kleift að heyra hvert orð, sem fram gekk af munni þess, er skrift- aði í nærri 100 metra fjarlægð, og mörg eyru voru fús að heyra. Á sumum stöðum úti í náttúrunni er bergmálið mikið og þrungið töfrum. En í byggingum er það oft tæknilegt vanda- mál, sem erfitt er að leysa. 46 DAGUR 50 ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.