Dagur - 12.02.1968, Síða 13

Dagur - 12.02.1968, Síða 13
Karl Kristjánsson: Heill Degi fimmtugum 1. ÉG MINNIST þess glögglega, hve ég fagnaði því, er blaðið Dagur hóf göngu sína. Hann kom í sveit mína eins og vorboði með bjarta rödd, sem örvaði unga hugi og framgjarna. Og hvað var þá efst í hugum ungra manna? Það var löngunin til að verða vel og mannlega við morgunkalli tuttugustu aldrainnar. Það kall höfðaði sterklega til hins bezta í fari manna. Tók í hverja mannrænutaug hjá þeim, er skildu iþað. Auðvgldast er að greina frá þessu kajli með því að vitna til ljóðskáldanna, sem þá ortu á ís- landi. Þau beittu áhrifum listar sinnar til þess að efla þrá þjóðar- innar eftir efnahagslegu og stjórn- arfarslegu sjálfstæði og menning- arlífi. Ortu sálubótarsöngva, sem voru í senn vitgandi og örvandi til átaks, hvort sem verið var að verki í sveit eða við sjó. Einar Benediktsson kvað: „Vort land er í dögun af annari öld. Nú rís elding þess tíma er fáliðann virðir.11 Fáliðinn hóf upp sjónir og sá „roðann á hnjúkunum háu.“ Ennfremur kvað Einar til nýju aldarinnar: - „Sé eitthvað satt og rétt, sigra því gjörðu létt, veittu því völd. Auðgaðu anda manns, örvaðu vilja hans, mannaðu menn vors lands menningaröld.“ Sú fagra bæn lét menn sannar- lega ekki ósnortna. Hún hreinsaði sora úr hugarfari. Og enn ljóðaði Einar með áherzluþunga: „Tíminn er kominn að takast í hendur.“ Og menn hófu samtök á fjöl- mörgum sviðum og fundu um leið, að þannig urðu þeir „meiri en þeir sjálfir.“ Hannes Hafstein orti sitt snilld- arlega ljóð: „Aldamót.“ Það er í senn brýning til dáða og raunhæf framtíðaráætlun í formi skáldsýn- ar. Þar er glitofið saman það, „sem ljómar upp andann“ — og hið hagræna. En þetta saman er ein- mitt það, sem fullkomnast mannar menn og gerir þá hæfa til þess að njóta jarðvistar sinnar. Lífstrú og bjartsýni urðu ríkj- andi. Menn „tvinnuðu von við traust“ og vildu af heilum huga „takmark og heit og éfndir saman þrinna.“ Hugsjónir víkkuðu og fegruðu sjónarsviðið og hituðu blóðið. Dagdraumar um alfrjálst ís- land göfguðu mörk og mið. Ættjarðarást og þjóðrækni eyddu sjálfselsku úr hugarfari. Trúin á lífið gaf heilbrigðum athöfnum heillandi tilgang. Manngildismat hækkaði og tengdist önn og iðju. Mannúð, jafnrétti og bræðra- lag urðu vaxandi ljós á vegum. DAGUR 50 ÁRA 13

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.