Þjóðviljinn - 23.12.1964, Qupperneq 11
Hótelþjónninn varð óðara
hrifinn af þessum glæsilega
unga manni. Sjálfur var hann
þó nohkur tízkuherra, en það
var deginum ljósara, að þessi
inaður var honum miklu
fremri. Hann svaraði öllum
spurningum hans greiðlega, en
var um leið að virða fyrir sér
hnútinn á hálshindi gestsins
og abhuga, hvort hann gæti
bundið jafn fallegan hnút á
sitt.
Hann hélt það svaraði því, að
nóg þörf væri fyrir skóverzl-
un á þessum stað. Engin verzl-
un væri þar, sem ekki verzlaði
með annað en skó. Vefnaðar-
vöruverzlanirnar höfðu skó-
deild, annað var þar ekki. Öll
verzlun borgaði sig vel í bæ
þessum. Hann sagðist vonaað
herra Spencer settist þar að.
Honum myndi eflaust vegna
þar vel og fólkið sagði hann
vera þægilegt og vel að sér.
Herra Spencer sagðist ætla
að vera nokkra daga í bæn-
Um og athuga málið.
Nei, hann gat borið töskuna
sjálfur. Samt var þetta nokk-
uð þung taska.
Herra Ralph Spencer var sá
í'önix, sem sté gullfjallaður
úr bálinu, sem brenndi Jimmy
Valentín til ösku. Og bálið
Sem brenndi þann mann, það
Var ástarbálið, sem kviknaði
daginn sem hann kom til El-
more. Þar settist hann að og
vegnaði ágætlega. Hann stofn-
uði skóverzlun sem dafnaði
nieð degi hverjum betur og
betur.
Hann varð vinsæll og vin-
Uiargur. Heitasta ósk hans
uættist. Hann kynntist ungfrú
Annabel Adams og töfraðist
nieir og meir af yndisþokka
bennar. Eitt ár var liðið og
É-alph Spencer hafði unnið
bvers manns virðingu og
traust, verzlunin blómgaðist
hann var trúlofaður Anna-
be] og brúðkaupið átti að halda
eftir hálfan mánuð. Herra
Ádams, sem .var mesti heið-
arsmaður á sámbæjar-mæli-
bvarða, var hrifinn af Spenc-
ef- Annabel var svo upp með
Ser af honum, að við sjálft
a> að það væri ástinni yfir-
sterkara. Hann var heima-
gangur á heimili föður henn-
a*'> og á heimili systur henn-
|a,>- Það var litið svo á, að
i atln væri einn af fjölskyld-
unni.
, Jimmy settist við skriftir
ag nokkurn, og skrifaði
unningja sínum í St. Louis
Sv°hlióðandi bréf:
í Kæri fornvinur.
Little Rock á miðvikudaginn
kemur klukkan níu. Þú átt að
koma mér til aðstoðar. Ég
ætla að gefa þér áhöldin mín,
ef þú vilt þiggja þau. Ég er
viss um að þú verður ánægður
með þau. Jafngóð tól sem
þessi færðu ekki fyrir minna
en þúsund dollara. Billy, ég
er hættur að starfa í brans-
anum. Það er ár síðan ég
hætti. Nú rek ég verzlun. Eg
hef lagt niður alla vonda siði,
og eftir hálfan mánuð ætla ég
að giftast indælustu stúlku i
heimi. Þetta þykir mér miklu
betra líf. Ekkert getur framar
freistað mín til að taka fé
ófrjálsri hendi. Þegar ég er
giftur ætla ég að selja verzl-
unina og fara eitthvað vest-
ur, þangað, sem enginn þekk-
ir mig, og minni hætta er á
að ég verði látinn svara til
saka fyrir gömul brot. Billy,
hún er dásamleg. Hún trúir
mér eins og nýju neti, og ég
skal reyna að sjá um, að hún
verði ekki fyrir vonbrigðum.
Þú mátt ekki bregðast því að
vera staddur hjá Sully þegar
ég kem. Ég kem með áhöldin.
Vinur þinn Jimmy.
Mánudaginn næsta eftir að
Jimmy skrifaði bréfið, ók Ben
Price á bíl sínum inn í smá-
bæinn Elmore, og það tók
enginn eftir honum. Hann
kom við á ýmsum stöðum og
athugaði margt, án þess nokk-
ur gæfi gaum að þessum fas-
lausa manni, og að lokum
þóttist hann hafa séð nóg. Að
lokum kom hann inn í lyfja-
búð, og sást þaðan um glugg-
an yfir í skóverzlun Spencers.
Hann staldraði við þarna
þangað til hann kom auga á
Ralph D. Spencer.
„Já, þú ætlar þér dóttur
bankastjórans, Iagsi,“ sagði
hann við sjálfan sig. „Það er
ekki víst að það verði af því.“
Daginn eftir borðaði Jimmy
hádegisverð með bankastjóra-
fjölskyldunni. Þar á eftir ætl-
aði hann að fara til Little
Rock til þess að panta sér
brúðkaupsfötin og kaupa gjöf
handa Annabel. Þetta var í
fyrsta sinn, sem hann ætlaði
út úr bænum, eftir áð hann
kom þangað. Það var liðið
meira en ár síðari hann hafði
nokkuð fengizt við sína fyrri
iðju, og hann hélt sér væri ó-
hætt að láta sjá sig á al-
mannafæri.
Að máltíðinni lokinni fóru
þau öll út saman: bankastjór-
inn, Annabel, Jimmy og systir
Annabel, gift kona, og dætur
hennar tvær, fimm og níu ára
gamlar. Þau -fóru framihjá
hótelinu, þar sem Jimmy bjó
ennþá, og hann skildi við þau
og hljóp inn til að sækja tösk-
una sína. Svo gengu þau sam-
an út að bankanum, en þar
beið Dolph Gibson með hest
og vagn eftir því að aka hon-
um á járnbrautarstöðina.
Þau gengu framhjá háu, út-
skornu eikargrindunum og inn
í skrifstofu bankans — og
Jimmy fé'kk að fylgjast með
þeim, því væntanlegur tengda-
sonur bankastjórans var al-
staðar boðinn og velkominn.
Skrifararnir voru hrifnir af
þessum glæsilega manni, og
þeir heilsuðu honum með
virktum. Þeir vissu að hann
átti að fá fallegu stúlkuna,
dóttur bankastjórans. Jimmy
sleppti hendi af töskunni, og
lét hana á gólfið. Annabel,
setti hatt Jimmys á höfuð sér
og tók um handfangið á tösk-
unni, i gamni. „Nú fer ég í
söluferð,“ sagði hún. „Nei, er
hún svona þung? Er hún full
af gulli?“
„Hún er full af skójárnum,"
sagði Jimmy eins og ekkert
væri, „ég ætla að skila þeim.
Það verður ódýrara að hafa
þau með í ferðinni. Ég er
orðinn svo ráðdeildarsamur."
1 bankanum i Elmore var
nýlega lokið við að koma fyrir
eld- og þjóftraustu peninga-
og verðbréfahólfi. Herra Ad-
ams var mikill myndar- og
reglumaður, og hann leit vand-
lega eftir að allt væri í lagi
dag hvern. Hólfið var ékki
stórt, en fyrir því var læsing,
sem sagði sex. Hurðinni var
lokað með þremur slagbrönd-
um úr stáli, sem gengu fyrir
hana allir í einu, þegar hún-
ipum var snúið, og í lásnum
voru margbrotnir tímastillar
Herra Adams skýrði það ná-
kvæmlega fyrir herra Spenc-
er, hvernig þessu væri öllu
háttað, og tengdasonurinn
hlustaði að vísu með fullri
kurteisi, en takmörkuðum á-
huga. Telpurnar, May og A-
gatha, horfðu bergnumdar á
alla þessa dýrð úr skínandi
stáli, þrýstiknappana og tíma-
stillinn.
Á meðan á þessu stóð kom .
Ben Price inn í bankann,
studdist við grindurnar og leit
á fólkið, sem stóð fyrir innan.
Hann sagði gjaldkeránum að
hann væri að bíða eftir kunn-
ingja sínum, sem hann hefði
sett stefnu þarna.
Allt í einu varð mikið upp-
nám fyrir innan. Konurnar
æptu. May hafði lokað systur
sína in’ni í hólfinu, xneðan hitt
fólkið leit af þeim. Hún hafðí
lokað stálhurðinni, stutt á
hnapp svo að elagbrandamir
hrukku fyrir hurðina, og snú-
ið húninum, eins og hún hafðl
séð afa sinn gera. Gamli mað-
urinn þaut upp og ætlaði að
opna, en húnninn bifaðist ekkl
hvernig sem hann reyndl að
snúa og toga. „Ég get ekkl
opnað“, stundi hann, „tíma-
stillirinn er útgenginn og eng-
in leið að opna“.
Móðir telpunnar æpti I of-
boði.
„Þei,“ sagði gamli maður-
inn, „þegið þið öll meðan ég
tala. Agatha!“ kallaði hann
eins hátt og hann gat. „Heyr-
irðu til mín?“ Allir þögnuðu
og heyrðu þá angistaróp
barnsins inni í koldimmu
byrginu, þar sem hún stóð ein
viti sínu fjær af skelfingu.
„Æ, veslings, veslings bam-
ið mitt“, sagði móðirin, „hún
deyr af hræðslu. Opnið þið!
Brjótið upp dyrnar! Standið
þið ekki þarna ráðalausir."
„Enginn hérna i bænum get-
ur opnað þessa hurð“, sagði
herra Adams með skjálfandi
rödd. „Guð minn almáttugur,
hvað eigum við að gera,
Spencer? Barnið, hún lifir
ekki lengi þarna, hún kafnar,
hún fær krampa af hræðslu".
Móðir telpunnar var tryllt
af skelfingu og barði báðum
hnefum á hurðina. Einhver
sagði að bezt væri að sprengja
hurðina með dynamiti. Anna-
bel sneri sér að Jimmy með
bænarstafi í örvinluðum aug-
unum, en þó ekki án vonar.
Hún trúði elskhuga sínum og
treysti svo vel, að henni fannst
hann mundi geta allt.
„Getur þú ekki hjálpað okk-
ur, Ralph? Geturðu ekki reynt
að gera eitthvað ?“
Hann leit á hana með ann-
arlegu, þíðu brosi á vömnum
og í björtum augunum. „Anna-
bel“, sagði hann“, gefðu mér
rósina, sem þú ert með í kjóln-
um, viltu gera það?“
Hún trúði ekki eyrum sín-
um, en tók samt rósina úr
barminum og fékk honum
hana. Jimmy stakk henni i
vestisvasa sinn, fór úr jakk-
anum og bretti upp skyrtu-
ermarnar. Ralph Spencer var
horfinn og Jimmy Valentín
kominn í stað hans.
„Farið þið frá öllsömul",
sagði hann stuttur I spuna.
Síðan setti hann töskuna á
borðið, opnaði hana og lét
hana standa opna fyrir fram-
an sig. Það var eins og hann
Framhald á bls. 87.
JÓLABLAD-IU