Þjóðviljinn - 23.12.1964, Page 22
NYJA KIRKJAN
í KREPPUDAL
Á kirkjuturni
krunkar einmana hrafn,
brýnir gogginn á krossinum,
svipast um eftir æti,
alltaf samur og jafn.
Krunk, krunk, segir krummi,
soltinn og klóasár,
og litast um af turninum,
sem er tuttugu metra hár.
Nú kæmi mér ekki á óvart,
þótt einhverjum væri spurní
Hvar í veröldinni er hann,
þessi veglegi turn?
Þetta er nýja kirkjan
í Kreppudalssveit;
guðshús ei mörg
ég glæsilegri veit.
Það var í smíðum
í þrjú eða á fjórða ár,
og kostaði, að sagt er, fullgert
ógrynni fjár,
(þótt sóknarnefndin
og aðrir hreppsbúar ynnu
ótalin handarvik
í þegnskylduvinnuj*
Þegar kirkjan var vígð
var í Kreppudal mikið um
dýrði
fjöldi manns var til altaris
og fimm krógar skírðir.
Og gestirnir skoðuðu
guðshúsið hátt og lágt,
og töldu það flestir
einstakt á allan hátt.
Um hringingu klukknanna
kváðu menn upp þann dómt
að leitun mundi á klukkum
með jafn klingjandi hljóm.
Þá voru og margir
yfir sig hrifnir af
altaristöflu,
sem kvenfélagið ga’f.
Nánustu ættingjar
gömlu hjónanna í Gröf
færðu kirkjunni dýrindis
kertastjaka að gjöf.
En silfurbikarar