Þjóðviljinn - 23.12.1964, Síða 54

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Síða 54
& JÓLIN NÁLGAST ALLT B JÓLA- | BAKSTUR I INN JÓLA MATINN FORÐIZT ÖS — VERZLIÐ TÍMAN- LEGA Krossferðir Framhald af bls. 53. 1 eftirfarandi krossferðum héldu krossfarar sjóleiðina til austurlanda og nýrík kaup- mannalýðveldi, Feneyjar og Genúa, efldust að þrótti enda leigðu þau skipin til þessara kristilegu víkingaferða fyrir drjúgan skilding. í þriðju krossferðinni var ætlunin að endurheimta Jer- úsalem úr höndum Saladíns soldáns og voru nú þrír þjóð- höfðingjar með í för, þeir Friðrik Barbarossa, keisari, Filipus Ágúst, Frakkakonung- ur, og Ríkharður Ljónshjarta, Englandskönungur. Enginn sérstakur árangur varð af krossferðinni, en lengi fóru sögur af viðureign þeirra Ríkharðs og Saladíns soldáns. I fjórðu Krossferðinni ventu krossfarar kvæði sínu í kross, hertóku Miklagarð (1204) og settu þar á stofn Latneska keisaradæmið. Hefur sjaldan eða aldrei komið betur í Ijós, af hve veraldlegum rótum Krossferðirnar voru runnar. Friðrik keisari 11. var eng- inn meðalmaður og þess var að vænta, að Krossferð hans, sem er hin fimmta í röðinni, yrði með nokkrum öðrum hætti en hinar fyrri. Friðrik fór að öllu með gát, notfærði sér sundurþykkju múhameðs- trúarmanna og tókst að fá þá til þess að láta Jerúsalem af hendi baráttulaust. Er það í frásögur fært, að þeir keis- ari og soldán hafi skiptzt á dæmum í algebru. Ekki tókst kristnum mönnum þó að halda hinni helgu borg nema til 1244. Lúðvík Frakkakon- ungur, sem nefndur var hinn helgi, stóð svo fyrir sjöttu Krossferð og hinni sjöundu,. sem báðar urðu árangurslaus- ar. — Fleiri hafa Krossferðirn- ar verið og flestar árangurs- lausar. Ein hin illræmdasta er Barnakrossferðin svo- nefnda (1212) sem sýnir svo ekki verður um villzt, að einn helzti tilgangur krossferðanna var að grynna á of miklum fólksfjölda. I þessari Kross- ferð tóku þátt mörg þúsund börn, sem ýmist létu líf sitt á leiðinni eða voru seld man- sali. Og enn má minna á Jór- salaför Sigurðar Noregskon- ungs, sem af henni hefur dregið nafn æ síðan. I stuttu máli sagt: Kross- ferðirnar höfðu mikla þýðingu þótt ekki næðist sá árangur, sem kaþólska kirkjan hafði tii ætlazt. Þær urðu upphaf nýrra verzlunarviðskipta í Miðjarðarhafslöndunum og tengdu saman menningu Ev- rópu lénsskipulagsins og hin fornu menningarlönd fyrir botni Miðjarðarhafs. Smælki Má ég bjóða yður hand- legg minn, sagði kurteis trú- boði við konu höfðingjans inn í miðri Afríku. Nei, takk, ég er í græn- metinu. ★ , Ignace Paderewski elskaði hljóðfærið sitt mest af öllu, en þar næst elskaði hann að spila póker. Á hljómleikaför sinni um Ameríku hafði hann ætíð með sér í einkajárnbrautarlest sinni hóp af vinum, sem voru bandvitlausir spilarar. Og aldrei hættu þeir að spila fyrr en ferðinni var lokið. Eitt kvöld þegar hann var að skera sér ost til þess fá sér hressingu að kvöldi, skrapp hnífurinn til og skar hann í fingur á hægri hendi. Hinir hrukku við þegar þeir sáu að honum blæddi. „Þetta er hræðilegt“, kvein- aði einn þeirra. „Heldurðu að þú getir spilað?“ „Vitanlega get ég spilað". sagði Paterewski önugur. „É& get gefið með vinstri hendi! ★ Ferðafólk kom að kirkju- garði í Svíþjóð. Þar var ðld- ungur að lesa á legsteina. Fólkið heyrði, að hann taut- aði fyrir munni sér: „Maður er nú bara að forvitnast svo- lítið um tilvonandi nágranna sína.“ Canonet Junior Takið myndir án fyrirhafnar "CANONET JUNIOR hugsar fyrir yður * Algjörlega sjálfvirk ■ Ábyrð. Viðgerðarþjónusta. BJÖRN & INGIMAR — Aðalstræti 8. — Sími 14606.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.