Þjóðviljinn - 23.12.1964, Side 76

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Side 76
í RÖSTINNI Framhald a£ bls. 74. ræðum, sem við lentum í á sviðinu — það er ákaflega erf- itt að sækja sjó þangað, jafnvel i bezta veðri. — en okkur tókst alltaf að sigla hjá hinum háskalega Mosk- eyjarstraumi, en ég verð að játa, að oft var ég með önd- ina í hálsinum þegar svo vildi til að okkur bar þama að svo sem eins og mínútu fyrir eða eftir ládeyðuna. Stundum var byrinn ekki eins góður og við héldum þegar við lögðum af stað, og þá vorum við heldur lengur en bezt hefði verið, eða að straumurinn gat gert okkur erfitt fyrir uin að stjórna skipinu. Elzti bróðir minn átti átján ára gamlan son, og sjálfur átti ég tvo etálpaða drengi, og hefði ver- ið gott að geta haft þá til aðstoðar, en við gátum ekki fengið af okkur að leiða þá í þessa hættu, — þvi sannast að segja var þetta ákaflega hættulegt. Nú eru liðin þrjú ár og nokkrir dagar, síðan hún gerð- ist, sagan, sem ég ætla að segja þér. Það var tíundi júlí árið 18 . . , og þeim degi gleymir enginn á þessum slóð- um, því þá skall á hið skelfi- legasta fárviðri, sem nokkurn- tíma hefur þekkzt þarna. Samt var hægur og þýður vindur af suðvestri um morg- uninn og langt fram yfir há- degi og bjart sólskin, svo að reyndustu sjómenn meðal okk- ar hefðu ekki getað séð með neinu móti hvað koma mundi. Við vorum þrír saman, bræður mínir og ég, og höfð- um siglt yfir að eyjunum kl. tvö eftir hádegi, og fengið á- gætan afla á stuttum tíma, svo að skipið var nærri hlað- ið, — annan eins afla höfðum við aldrei fengið. Ég sá á úr- inu mínu að klukkan var sjö, þegar við léttum akkerum og snerum heimleiðis og ætluðum við að fara yfir strauminn á ládeyðu sem átti að vera komin klukkan átta. Við höfðum góðan byr á stjórnborða og skipið flaug á- fram, og engum okkar datt nokkur hætta í hug, því við sáum enga ástæðu til þess. Allt í einu blés andbyr af Hælsegg. Þetta var mjög ó- venjulegt, og það hafði aldrei komið fyrir okkur áður, — og varð mér dálítið illa við, án þess að ég vissi fyrir víst hvað þetta mundi boða. Við beittum upp í vindinn, en komumst ekkert áfram fyrir hringiðum, og ég ætlaði að fara að stinga upp á að við köstuðum akkeri, þegar mér varð litið aftur fyrir skipið, og ég sá hvar dró upp undar- lega eirlita bliku við hafsbrún og hækkaði óðfluga. 1 sama bili lægði andbyrinn og gerði blæjalogn, svo okkur rak í ýmsar áttir fyrir straumi. En ekki stóð þetta svo Iengi að okkur ynnist tími til að draga af því nokkra ályktun. Það leið ekki mínúta fyrr en stormurinn skall á, — ekki tvær fyrr en loftið var al- skýjað. rr og af þessu og sæ- rokinu varð svo dimmt, að við sáum ekki hver annan. Engin leið er að lýsa slíku óveðri sem þessu. Elztu menn í Noregi muna ekki annað eins. Við vorum búnir að fella seglin, áður en það skall á, en slíkur var ofsinn í storminum, að báðar siglumar féllu fyrir borð eins og þær hefðu verið sagáðar af, og með miðsigl- unni fór yngri bróðir minn því hann hélt sér í hana. Nú var skip okkar ofurselt ósjóunum. Þilfarið var allt jafnhátt, en lítið lúkugat með loku nærri framstafni, og þessa loku vorum við vanir að berja niður, þegar við vor- um að komast að röstinni, svo ekki fyllti inn um lúk- una. Ef þetta hefði ekki ver- ið svona, hefðum við sokkið samstundis, því við fórum snöggvast alveg á kaf. Hvern- ig eldri bróðir minn fór að þvi að sleppa, veit ég ekki, þvi ég gat aldrei spurt hann að þvl. Sjálfur fleygði ég mér flötum óðara en ég var búinn að fella framseglið. og spyrnti svo fótum í kinnunginn, en greip báðum höndinn um járn- hring í þilfarinu nálægt fram- siglunni. Það mátti heita til- viljun að ég gerði þetta, — en það var mesta happ, að ég skyldi gera það, ég hafði ekk- ert ráðrúm til að hugsa mig um. Fyrst flæddi alveg yfir okk- ur, og á meðan hélt ég niðri í mér andanum og hélt dauða- haldi í jármhringinn. Þegar ég þoldi ekki lengur við, fór ég á hnén án þess að sleppa tak- inu, til þess að geta náð and- anum. 1 sama bili hristist skipið eins og hundur hi-istir sig, sem kemur af sundi, og við það rann sjór af þilfarinu. Ég var farinn að ná mér eft- ir skelkinn og jafna mig svo ég gæti farið að hafast eitt- hvað að, þegar ég fann að gripið var um handlegginn á mér. Þetta var eldri bróðir minn og varð ég allshugar feginn, þvi ég hafði þótzt viss um að hann væri drukknaður, en á næsta augabragði biæytt- ist þessi gleði í skelfingu, þvi hann kom fast að eyranu á mér og kallaði: „Moskeyjar- straumur!“ Mér varð svo við að heyrá þetta, að ég skalf og nötraði eins og í kölduflogi. Ég vissi alltof vel hvað hann átti við með þessu orði, — vissi hvað hann vildi láta mig skilja. Stormurinn bar okkur óðfluga inn í svelg rastarinnar, og ekkert gat bjargað okkur! Þú mátt vita, að í hvert skipti sem við fórum yfir sundið, þar sem röstin er, sigldum við langt fyrir utan hana, jafn- vel þó að logn væri, biðum svo eftir ládeyðunni og sætt- um síðan lagi, — en nú rak okkur beint inn í svelginn, og það í slíkum ofsastormi! „Það vill nú samt svo til“, hugs- aði ég, „að við komum þang- að um líkt leyti og ládeyðan á að vera komin — svo ef til vill er ekki vonlaust um okk- ur“, en í sama bili blótaði ég sjálfum mér fyrir þá flónsku Boröiö meiri síld • Sardínur í olíu og tómat. ® Smjörsildí olíu og tómat • Gaffalbitar í vinsósu. • Kryddsildarflök í vínsósu. JÓNSSON Niðursuðuverksmiðjan & CO. H.F. — Akureyri 76-JÓLABLAÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.