Þjóðviljinn - 23.12.1964, Qupperneq 77

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Qupperneq 77
að láta mér detta 1 hug, að Hokkur von væri um undan- komu. Ég vissi vel, að jafn- Vel þó að við hefðum verið é hinu stærsta herskipi, hefð- Um við hlotið að farast. Óveðrinu hafði nú slotað lít- ið eitt, eða ef til vill fundum Við minna til þess, af því að okkur hrakti beint undan því, » svo mikið er víst, að sjórinn sem áður lá flatur og freyð- a^idi undir höggum hvirfilbyls- v ^s, fór að hverfast í fjallháa * garða. Undarleg breyting varð lika á loftinu allt umhverfis ^ar aðgróið svörtu skýja- t>ykkni, en yfir höfðum okkar fofaði allt í einu til, og heið- ari himin hef ég aldrei séð. hann var skínandi blár, og í Jniðju þessu kringlótta skýja- fofi gat að líta tungl í fyll- ingu, bjartara en ég hafði nokkurn tima áður séð. Það Wti svo af tunglinu, að allt Sást ákaflega greinilega, en guð minn, hvilík sjón! Ég neyndi einu sinni eða tvisvar &ð yrða á bróður minn, en Snýrinn hafði vaxið, svo ég gat ekki látið hann heyra, kvað hátt sem ég hrópaði í eyra honum. En hann kristi höfuðið, náfölur i and- liti, og rétti upp einn fingur, eins og hann vildi segja: •iHlustaðu". Pyrst skildi ég ekki hvað i hann átti við, en brátt datt mér nokkuð hræðilegt í hug. Eg tók úrið mitt upp úr vas- nnum. Það stóð. Ég horfði á Það í tunglskininu, fór að Sráta, og fleygði þvi af hendi tit á sjóinn. Það hafði stanz- að klukkan sjö. Ládeyð- an var löngu liðin hjá og svelgurinn í algleymingi! Þegar skip, sem er vel byggt, fer vel i sjó og er ekki ofhlaðið, skriður í blásandd byr þá er eins og öldurnar renni undan því, og því fremur, sem ferðin er meiri, og mætti liverjum, sem ókunnugur er sjómennsku, þykja þetta ó- trúlegt. Þetta er kallað að skip skríði. Hingað til hafði okkur tekizt vel siglingin, en nú reis fjallhá alda fyrir stafni og lyfti okkur hærra — hærra — eins og hún ætl- aði að lyfta okkur til himins. Ég hefði ekki trúað því að ó- reyndu, að alda gæti risið svo hátt. Síðan soguðumst við nið- ur í öldudalinn, svo djúpt, að mig svimaði og mér varð ó- glatt, eins og í draumi, þegar svo þykir sem horft sé niður af háum fjallstindi. En meðan við vorum á öldufaldinum svipaðist ég um, og á auga- bragði sá ég hvernig ástatt var. Ég sá nákvæmlega hvar við vorum staddir. Svelgurinn var hér um bil fjórðung mílu framundan, — en hann liktist ekki fremur röstinni eins og hún gerist daglega, en iðan, sem þú horfir á núna líkist mylnuvængjum á hreyfingu. Ef ég hefði ekki vitað hvar við vorum staddir, og á hverju við áttum von, hefði ég ekki þekkt þennan stað. ósjálf- rátt lokaði ég augunum af skelfingu. Þau lokuðust sjálf- krafa eins og af krampadrætti. Svo sem tveimur mínútum síðar linnti ölduganginum allt í einu og skipið huldist löðri. Það sveigðist snögglega í hálfhring á bakborða, og flaug síðan áfram í þá átt eins og kólfi væri skotið. Jafnskjótt breyttist gnýrinn í hvellt ýlf- ur því líkast sem mörg þús- und eimpípur blésu samtímis. Við vorum staddir á löðrandi jaðri svelgsins, og ég bjóst ekki við öðru en við mundum hrapa niður í botn á næsta andartaki, en niður þangað sá ég óglöggt vegna þess hve ofsahratt við bárumst áfram. Skipið virtist varla sne'rta sjó- inn, heldur fljóta eins og bóla á yfirborðinu. Við höfðum svelginn á stjórnborða en út- hafið á bakborða. Sjórinn hverfðist eins og veggur allt umhverfis og byrgði okkur sýn. En þótt undarlegt megi virðast, var mér miklu rórra innanbrjóets eftir að við vor- um lentir í röstinni, heldur en áður. Ég vissi, eða þóttist vita, að öll von væri úti, en við þetta slaknaði einmitt á skelfingunni, sem yfir mig hafði þyrmt. Ég held að ör- væntingin hafi gefið mér styrk. Þótt ótrúlegt sé og líkist grobbi, er það samt satt, sem ég ætla að eegja þér. Mér fór að finnast það svo mikilfeng- legt, að mega deyja á þennan hátt, og smámannlegt að reikna líf mitt til nokkurs verðs móts við þennan stór- kostlega vitnisburð um mátt guðs. Ég held að ég hafi roðnað af blygðun við þessa tilhugsun. En ekki leið á löngu fyrr en upp í mér kom mesta forvitni um röstina sjálfa. Mig langaði ákaft til að komast að hinu sanna um hana, þó að það ætti að kosta mig lífið. En leiðast þótti mér að engar líkur voru til þc.-,s að ég gæti sagt nokkrum manni frá þessu. Vafalaust er það kynlegt, að það skyldu einmitt vera þessar hugsanir, sem að mér sóttu, þegar svona var ástatt, og mér hefur oft komið í hug siðan, aö hring- snúningur skipsins hafi gert mig dálitið ringlaðan. En svo var annað, sem olli Framhald á bls. 7'8. Við óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og árs og friðar á komandi ári. STILLING H.F. Skipholti 35. Samvinnumenn Samvinnuverzlun tryggir yður sannvirði vörunnar, og tryggir yður góða þjónustu. Kaupfélag Raufarhafnar Raufarhöfn J Ó L A B L A Ð — 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.