Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 4
Nýjárshóf á vegum Zora — Odessusögur og nafnháttardæmi Síldarprinsinn og öreigaskáldið EFTIR ÁRNA BERGMANN Moskva er allt öðru vísi í ár en hún var 1954. Það hefur verið byggt mikið og nú síð- ast ausið miklu af málningu og pússningu vegna byltingar- afmæiis. Sum hús eru ekki lengur á sínum stað, götur ekki heldur. En háskólinn hefur ekki breytzt enda var hann spónýr árið 1954, ein af fræg- um tertubyggingum þess tíma með tumum og spírum og súl- um og steinblómum. Ég man 4 - J ÓLABLAÐ SÍLDARPRINS AF ÍSLANDI Níunda grúppa eftir mokstur í Lú/.niki: hjakk og brauðát í vetrarlofti. ekki lengur hvort mér þótti þetta hús ljótt eða fallegt, stærð þess yfirbugaði slíkar kenndir. Fyrsti sambýlismaður minn á garðd, Júrí, var vissari í sinni sök. Hann benti stoltur fram fyrir sig og vandaði sínaþýzku. Dieses Gebáude ist práchtig. Ich freue mich jeden Tag dar- an. Húsið kætti hann á hverjum degi með sínum glæsibrag. Það voru allir vingjarnlegir og Júrí líka. Við bjuggum hver í sínu herbergi og vorum sam- an um lítinn gang og snyrti- herbergi. Þegar ég opnaði dyrnar á kvöldin heyrði ég Júrí oft þylja hástöfum á spænsku hlutverk Sancho Panza úr leikriti um Don Quij- ote, sem fyrrverandi spænsku- deildarmenn ætluðu að flytja á árshátíð sinni. Af hverju fyrrverandi? Af því að spænska hafði verið lögð niður sem aðalfag við Moskvu- háskóla og varð aukafag hjá þeim, sem áður höfðu verið í þessari grein. Það var sagt að meira framboð væri en eftir- spum eftir spænskumönnum. Þetta var 1954 og enn langt 1 að það kæmi til tíðinda á Kúbu, að Rómanska Ameríka þætti áflfa merkilegust. Heimurinn breytist — og heldur áframað breytast.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.