Þjóðviljinn - 24.12.1967, Page 5

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Page 5
Háskólinn í Moskvu Við töluðum ekki margt sam- an. Einu sinni sagði Júrí: Það væri gaman að vita hvern- ig til háttar fyrir vestan. Þeg- ar maður les blöð og frásagnir þá er eins og þar sé ekkert nema myrkur. Ég var feginn þegar fyrsbu ítölsku kvikmynd- irnar komu þaðan í fyrra, Hjólhestaþjófarnir og þær, — það var þá eitthvað að gerast, maður sá lifandi fólk, það var einhver ljósglæta. Ég svaraði spurningum hans um ísland, hann hlustaði kurt- eislega en sagði ekki margt, fór vantrúaður. Og leit mig heidur hornauga nokkra tíð síðan. Ennþá var kalt stríð og hann var sveitastrákur að aust- an, háskólameistari í fimm og tíu kíllómetra hlaupi. Ég hélt hann væri rangeygð- ur. En um vorið var hann að segja mér brot úr ævisögu sinni og sagði: ég er 24 ára, en hef aldrei verið með kvenmanni. Um leið krœJcti hann fingri í vinstra auga sitt og tók það út úr tóftinni. Það var úr gleri. Þetta var þó nokkuð áfali fyrir athyglisgáfu mína. Heimurinn er sannarlega fuliur af von- brigðum. Nú veit enginn lengur hvern- ig dagamir liðu fyrir þrettán árum. Mínir í viðureign við ó- kunn orð og mat, strætisvagm- númer, smámynt, stiga og rangala í stóru húsi. Fyrsta jólakvöld mitt 1 Moskvu sat ég einn uppi á herbergi, át kon- fekt og drakk súrmjólk og blaðaði í „Sáiminum um blóm- ið“. Þá stund bar ég kærleika til íslenzkra orða, já íslenzkra bókstafa, sem hefur ekki orðið meiri í annan tíma. Svo var það Zora. Ég held ég hafi allar götur Framhald á bls. 66, JÓLABLAÐ — 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.