Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 6
Margir íslendingar haía skoðað samyrkju- bú erlendis, en þeir eru sennilega íærri sem hafa reynt það að hugsa um þrjátíu þúsund hænsn eða þúsund svín, né heldur unnið á fóðurrófna- og kartöfluökrum svo stórum sem augað eygir, bundið korn í öx og hugsað um mat handa hundrað manns. Allt þetta fékk einn blaðamaður Þjóðviljans að reyna á sam- yrkjubúi í Austur-Þýzkalandi fyrir nokkrum árum og segir hér frá sumu af því í fáeinum svipmyndum. VILBORG HARÐARDÓTTIR: Meö lágþýzku bændafólki 6 — JÓLABLAÐ Þær eru rómantískar mynd- imar af brosandi ungu sveita- stúlkunum með kornöx í fang- inu, — auðvitað með bera handieggi í sóiskininu. Hvort það er svona mynd í blaði með áskorun um að hjálpa til að bjarga uppskerunni eða venju- leg íslenzk forvitni og frekja sem dreif mig af stað skal látið ósagt. A.m.k. hafði ég heyrt heldur illa talað umsam- yrkjubúin af samkennururn mínum við norrænustofnun há- skólans í Greifswald og af stúdentunum, en það var venj- an að senda þá í nokkurra daga þegnskylduvinnu á sam- yrkjúbúi ár hvert. Undrun mannanna á ráðn- ingarskrifstofu landbúnaðarins í beenum þegar ég kom og fal- aðist eftir vinnu við landbún- aðinn benti heldur ekki til að þetta vaeri vinsæl atvinnugrein og í fyrsta sinn í þessu landi losnaði ég við venjulega þýzka skriffinnsku og þurfti ekki einu sinni að sýna persónuskil- ríki til að sanna að ég væri ég. Það eina sem ég var spurð um var hvort ég ætti ekki félaga sem vildu koma líka. Að því spurði samyrkjubús- stjórinn iíka þegar ég var kynnt fyrir honum. Landslagið í Mecklenburg er endalaus flatneskja, smáskógar á stöku stað, trjáraðir með- fram vegum sumsstaðar, síðan akrar svo iangt sem augað eygir, einstaka húsaþyrpingar. Húsin eru úr múrsteini, lág, mörg með stráþökum, flest gömul, eitt og eitt nýtt, byggt í sama stíl, þó ekki með strá- þaki. Mennirnir af ráðningarskrif- stofunni aka mér upp í sveit, við beygjum af þjóðveginum við afleggjara sem merktur er LPG Weitenhagen. Smáhús standa báðum meg- in vegarins og fyi'ir enda hans stórt þrílyft steinhús. LPG — Landwirtschafts — Produktions Genossenschaft og þýðir eigin- lega landbúnaðarframleiðslu samvinnufélag, en það köllum við samyrkjubú. Stóra húsið er miðstöð þessa bændafélags og er þar skrifstofa búsins og fundarstaður, og sameiginlegt mötuneyti, en á efri hæðunuin herbergi fyrir lausráðið kaupa- fólk. Þarna er líka dagheimili fyrir börn, því hér vinna kon- ur auðvitað jafnt körlum við bú- skapinn. í litlu húsunum í kring og fleiri samskonar húsaþyrp- ingum búa bændafjölskyldurn- ar. Þarna kynntist ég samyrkju- bússtjóranum eða formanni samvinnufélagsins, sem tek- ur mér hið bezta og kemur mér strax fyrir hjá einni íjöl- skyldunni, — því, segir hann, það yrði svo einmanalegt fyrir þig að búa ein í stóra húsinu. Ég segi honum að ég sé þaul- vön allri sveitavinnu á íslandi, en hún sé nú sennilega öðmvísi en í Þýzkalandi og feilst hann á að ég skuli fá að skipta vinn- unni niður og vera nokkradaga ó hverjum stað til að kynnast sem flestu meðan ég sé ásam- yrkjubúinu. Fyrsti dagurinn er erfiður. Frú Gártner sem ég bý hjákall- ar á mig í morgunmat kl. hálf- sjö, kl. sjö á ég að vera mætt til vinnu í hænsnahúsunum. Hún hefur tekið til nésti fyrir mig, morgunkaffi, en hádegisverð á ég að snæða með öðrum í mötuneytinu. Þar ræður frú Gártner sjálf ríkjum og hefur tvær konur til aðstoðar. Hún er feit og glaðleg og reynist mér eins og mamma meðan ég bý í hennar húsi. Ég fef á hjóli til hænsna- húsanna. Hér í Norður-Þýzka- landi fara allir allt á hjóli eins og i Danmörku, enda landslag hið sama og einkar þægilegt hjóilreiðamönnum. Adelheid tekur á móti mér við dyrnar, 18 ára, iéttlynd og brosandi. Við verðum brátt mestu mát- ar og hún er mér hinn bezti kennari í hirðingu hænsnanna. Móðir hennar vinnur líka í hænsnahúsunum og tvær kon- ur að auki. Auðvitað hef ég áður gefið hænsnum og hreinsað til i hænsnakofa, en hér er allt svo stórt í sniðum og öðruvísi en ég hef vanizt. Við hrærum fóð- urgraut í stórum bölum, móðir Adelheid passar að rétt sé blandað. Þegar búið er að gefa hænsnunum 1 þessu húsi förum við í það næsta, þar sem eru eintómir ungar og það þriðja þar sem líka eru ungar. Alls staðar þarf að^skipta um vatn, gefa fóður og hreinsa til. Við söfnum eggjunum, hreinsum þau, og setjum í hirzlur, náuin í ungana sem skríða úr eggj- unum í útungunarvélunum og setjum í stíur. Svo fer mikill tími í flokkun, þ.e. titfærslu unga úr einu búri í annað, suma á að ala til mann- eldis; aðrir eiga að verða varp- hænur o.s.frv. Þær hlæja hjartanlega að aðförunum hjá mér. Mér bregð- ur fyrst alltaf svo við þegar ungahópurinn hleypur á mig, að ég hrekk undan og þeir komast í gegn og við megum byrja að reka þá saman aftur. Smám saman króum við einn hópinn af öðrum af með breiðri fjöl uppi í einu horn- inu og þar byi'jar flokkunin. Þeir sem eru svona og svona stórir eiga að fara i þessastíu og hinir í þessa. Mér gengur sæmilega að flokka eftir stærð, en þegar kemur að því að greina í sundur karlkyns og kvenkyns unga fer að vandast málið, ... Jíkiega hef ég alis ekki lært nóg í dýrafræði á sínum táma. Við þurfum að bera ungana á milli og ég missi þá hvað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.