Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 34

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 34
HANDRIT SEM FANNST \ FLÖSKU Sá sem væntir sér dauða eftir stutta stund þarf einskis framar að dyljast Um land mitt Dg þjóð hef ég lítið að segja. Fjandskapur og andstreymi hafa hrakið mig af landi mínu fyrir svo löngu að fólkið heima er orðið mér ókunnugt. Auðæfin sem ég erfði gerðu mér fært að afla mér menntunar langt fram yfir það sem venjulega gerist, og hneigð mín til íhygli að varðveita .hana og ávaxta. Að engu þótti mér raunar meira gaman en þínum þýzku siðfræðingum, ekki vegna ótilhlýðilegrar aðdáunar á stað- leysum þeirra, sem fluttar eru af þvílikri mælsku, heldur vegna þess að það var mér hæfilega erfitt viðfangsefni að sanna fyrir sjálfum mér hví- líkt rugl þetta er. Oft hefur mér verið legið á hálsi fyrir það hve þurrskynsamur ég er, skortur minn á ímyndunarafli hefur verið talinn mér til mestu ódyggðar og efagirni minni viðbrugðið. Raunar held ég að eðlisfræðiþekking mín hafi leitt mig í nokkuð algenga villu: að rekja öíl fyrirbæri, líka þau sem síður skyldi, til lögmála eðlisfræðinnar. I stuttu máli, fáum mundi síður trúandi tii þess en mér, að láta hrævarelda hjátrúar og hindurvitna leiða sig afvega. Þetta hefur mér þótt þörf að taka fram svo að síður skyldi vera haldið að sagan sem hér verður sögð, sé fremur sprottin af vangá og hugarór- um, en af því sem sá maður hefur sjálfur reynt og vandlega athugað, sem allur hugarburð- ur er hégómi og heimska- Eftir að ég hafði siglt um höf og ferðazt um lönd árum sam- an, lagði ég úr höfn í Batavíu, hinni auðugu stórborg á Java, og var ferðinni heitið til Sunda- eyja. Ég var farþegi á skipinu og hafði ekki annað markmið með ferðinni en að reyna að létta af mér eirðai'leysi, sem fylgdi mér eins og fordæða. Skip okkar var u.þ.b. fjögur hundruð lesta, styrkt eirflögum og smíðað úr valeik frá Malabar- strönd. Farmurinn var bómull og olía frá Lachadive-eyjum, 34 — JÓLABLAÐ en auk þess dálítið af kókos- trefjum, óunnum sykri, bræddu smjöri, kókoshnetum og fáeinir kassar af ópíum. Farminum var illa og óvandlega fyrir komið í lestinni, svD skipið var valt- ara en ella. Við höfðum blásandi byr og sigldum í allmarga daga með- fram austurströnd Java- Ekkert bar til tíðinda, nema ef telja skyldi það sem við sáum til háfanna í hafinu, en af þeim var margt. Kvöld nokkurt stóð ég sem oftar úti við borðstokkinn og sá þá einkennilegt ský á lofti í norðvestri. Það vakti undir eins athygli mína, bæði vegna þess hvernig það var litt og ekki síð- ur vegna þess að það var hið fyrsta sem ég hafði séð síðan við lögðum af stað frá Batavíu. Ég horfði á það gaumgæfilega þangað til sólin settist, en þá þandist það i einu vetfangi í tvær áttir, unz það umgirti sjóndeildarhringinn allan eins og þokurák og líktist mest mjórri strandlengju- Jafnskjótt varð mér litið á tunglið, sem sveif dimmrautt um loftið, og hið einkennilega útlit hafsins. Það breytti óðfluga um lit, og sjórinn sýndist miklu gegnsærri en hann átti að sér. Þó að botninn væri vel sýnilegur, sýndi þó línan, er ég dró hana upp, að við vorum staddir á fimmtíu faðma dýpi. Jafnframt var óþægilega heitt og mikil tíbrá í lofti. Um leið og dimmdi slaknaði á hverjum minnsta vindblæ og gerði stillilogn, og meiri dauðakyrrð er ekki unnt að ímynda sér. Kertaljós bærð- ist ekki á kveiknum, og langt hár, sem ég hélt milii þumal- fingurs og löngutangar, sást ekki helldur kvika. En skip- stjórinn sagðist ekki sjá að nein hætta væri á ferðum, og vegna þess að okkur hrakti að ströndinni með straumi, lét hann rifa seglin og varpa akkeri. Enginn var kvaddur til að halda vörð, og sjómennirnir, sem flestir voru Malajar, lögð- ust fyrir á þilfarinu og létu fara vel um sig. Ég fór undir þiljur — það var ekki laust við að geigur væri í mér. Allt sýndist mér benda til þess að fárviðri væri í aðsigi. Ég minnt- ist á þetta við skipstjórann, en hann veitti því enga athygli og virti mig ekki svars. Samt var mér svo órótt að ég gat ekki sofnað, og um mið1- nætti fór ég upp á þilfar. En þegar ég sté á efsta þrepið í stiganum, heyrði ég allt í einu hátt veðurhljóð, svipað þvísem stundum heyrist þegar myllu- hjól snýst með ofsahraða og fyrr en ég fengi áttað mig á þessu fann ég að skipið nötr- aði allt. í næstu andrá skall fyrsti sjórinn yfir skipið, af slíku heljarafli að það lagðist á hliðina, flæddi um þilfarið stafna á milli og skolaði öllu lauslegu fyrir borð. Það var einmitt þessi bráði ofsi í hinni fyrstu hviðu, sem bjargaði skipinu. Þó að mikið hefði flætt inn, réttist það aft- ur, hægt og líkt og með erf- iðismunum, með bæði siglutré brotin, en þegar það varkomið á réttan kjöl, hrakti það und- an veðri, stjórnlaust og stefnu- laust. Hvaða kraftaverk það var, sem kom mér til bjargar, veit ég ekki. Mig svimaði svo af högginu þegar aldan reið að mér, að við lá að ég missti meðvitund, en þegar ég kom aftur til sjálfs mín, var ég klemmdur milli skuts og stýris. Með miklum erfiðismunum tókst mér þó að koma fyrir mig fótunum, og umhverfis skipið var þá allt í einu róti, svo stórkostlegu að furða var að sjá, en öldurnar risu fjall- háar og freyðandi. Stuttu seinna heyrði ég rödd gamals Svía, sem hafði stigið á skipsfjöl í síðustu höfn. Ég kallaði til hans af öllum mætti, og heyrði hann til mín og skreiddist nær. Við komumst fljótt að því að eng- inn hafði komizt lífs af nema við. Allir, sem á þilfarinu voru, höfðu skolazt fyrir borð, en skipstjórinn og þeir sem hjá honum voru, hljóta að hafa drukknað í káetu hans, þegar hún fylltist af vatni. Við viss- um vel að okkur var um megn að bjarga skipinu, enda máttum við búast við því á hverri stundu, að það sykki. Akkeris- festin hafði kubbazt sundur þegar í fyrstu Iotu, þegar ó- veðrið skall á, annars hefði skipið farizt þegar i stað. Nú þeyttist það með ofsalegum hraða fyrir storminum og á- gjöfin var ofboðsleg. Skutur- inn var mikið skaddaður og flest annað meira og minna. en fegnir urðum við þegar við fundum að dælurnar voru 6- Smásaga eftir Edgar Alan Poe

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.