Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 35
skemmdar, og farmurinn hafdi
ekki haggazt mildð í lestinni.
Veðrið var nú fiarið að lægja,
svo að okkur bauð ekki lengur
ótta af storminum, en þó þótti
okkur litlu betra að eiga von
á því að lygndi til fulls, því
þá mátti búast við að undir-
alda drekkti þessu stjórnlausa
skipi. En af því varð þó ekki.
I fimm daga og fimm nætur
(og allan þennan tíma höfðum
við ekki annað til matar en
sykur, sem okkur tókst með
miklum erfiðismunum að ná
úr lúkarnum) barst skipsflakið
fyrir hvössum stormi, sem raun-
ar var ekki sambærilegur við
hvirfilbylinn, en þó miklu
hvassari en nokkurt veður, sem
ég hafði vitað fyrr. Fyrstu fjóra
dagana sigldum við i suðaust-
ur og suður, og við hljótum að
hafa farið nærri ströndum
Nýja Hollands. Á fimmta degi
lcólnaði snögglega í veðri þó
að vindáttin hefði snúizt meira
til not'ðurs. Sólin kom upp í
óviðfelldum gulleitum bjarma,
og hækkaði ekki nema um fá-
einar gráður — hún stafaði frá
sér daufu skini. Ekki sást ský-
skaf á lofti, og stöðugt hvessti
meir og meir, og gekk á með
rokum. Um hádegisbil varð
okkur litið á sólina aftur, en
nú bar hún ekki birtu svo
heitið gæti, heldur daufa
skímu, eins og geislar hennar
væru freðnir. Um leið og hún
gekk undir myrkvaðist hún í
miðju, eins og einhver hulin
máttarvöld hefðu slökkt á
henni. Og sáust ekki nema
jaðrarnir, með daufum silfur-
lit, er hún sökk.
Við biðum árangurslaust eft-
ir sjötta deginum — sá dagur
er ekki runninn upp fyrir mér
— og hann rennur alldrei upp
fyrir Svíanum. Því eftir þetta
birti ekki umhverfis okkur.
Það var svo dimmt að við
hefðum ekki getað greintnokk-
urn hlut í tuttugu feta fjarlægð.
Yfir okkur var komin sú nótt,
sem aldrei birti af neinni skímu,
jafnvel ekki þeim maurildis-
bjarma, sem skinið hafði á
hafinu um miðbik jarðar. Við
tókum líika eftir, að þó að ofs-
ann í storminum lægði ekki
hið minnsta, varð hvergi
greindur neinn vottur af sjáv-
arfroðu, svo sem þó hafði ver-
ið áður. Myrkrið var hræðilegt,
við vorum staddir á úthafi
sortans, og Svíinn varð stöð-
ugt hræddari og hræddari, en
sjálfur var ég stöðugt sem steini
lostinn af undrun. Við reynd-
um ekki neitt til að stýraskip-
inu, því okkur virtist það mundi
vera gagnslaust, en reyrðutn
okkur sem fastast við siglu-
tréð og lágum svo þar semvið
vorum komnir og störðum hug-
stola út á hafið. Við vissum
ógerla hvað tímanum leið, né
heldur vissum við hverrar
hjálpar væri að vænta. Samt
þóttumst við vita, að enginn
lifandi maður hefði siglt jafn
iangt til suðurs sem við, en á
því furðaði okkur mest að við
skyldum ekki verða varir við
ís. Við máttum búast við dauða
okkar á hverri stundu, —fjall-
háar öldur riðu að jafnt og
þétt. Aldrei hefði ég getað í-
myndað mér slíka stórsjói, og
það var varla einleikið að við
skyidum ekki færast í kaf. Fé-
lagi minn minnti mig á það
hve léttur farmurinn væri, og
hve gott skipið, en samt þótti
mér sem það myndi vera bor-
in von að við næðum nokkurn-
tíma landi, og reyndi að búa
mig undir dauðann, sem mér
þótti vera vís að litlum tíma
liðnum, því ofsi sjávarins varð
háskalegri með hverri stund-
inni sem leið. Ýmist supum
við hveljur á öldukambi í svip-
aðri hæð og súlukóngurinn, sem
þar var á flugi, eða viðsvipt-
umst með ofsahraða niður i
djúpan öidudal, þar sem vind-
urinn náði ekki til og ekkert
hljóð truflaði svefn nykursins
í djúpinu.
Við vorum einmitt staddir
niði'i í einum slíkum dal þeg-
ar ég heyrði félaga minn reka
upp angistaróp. „Sjáðu“, hróp-
aði hann í eyra mér. ,,Guð
minn almáttugur, líttu á“. Um
leið sá ég hvar drungalegum
rauðleitum bjarma brá á þenn-
an víða öldudal, og glóði um
allt þilfarið. Mér varð jafn-
skjótt litið upp og þá þótti
mér sem blóðið frysi í æðum
mér. Á öldufaldi hátt uppi yfir
lægðinni sem við vorum stadd-
ir í, birtist afarstórt skip, lík-
lega fjögur þúsund lesta. En
þó aldan, sem bar það, væri
hundrað sinnum stærri en skip-
ið sjálft, sýndist mér það mundi
vera miklu stærra en nokkurt
af skipum Austur-Indiandslín-
unnar. Kinnungarnir voru
dimmgráir, og hvergi sást á
þeim nein af hinum venjulegu
skreytingum. Einföld röð af
fallbyssum úr eir gapti við
opnum rennunum og ljósin frá
ótal lömpum, sem sveifluðust
í reiðanum, spegluðust af gljá-
fægðum kjöftunum. En það
sem mest hræddi mig og vakti
mér mesta furðu, var það, að
skipið hafði uppi öll segl í því-
likum tryllingi hafsins og því-
líku ofboðslegu fárvirðri. Þeg-
ar við komum auga á það, sá
ekki á annað en kinnungana,
þar sem það reis upp af djúp-
um öldudal og vofði á toppn-
um. Hærra sté það eins og það
væri að gefa okkur til kynna
tign sína og mátt, skalf síðan,
riðaði — og stakkst niður t.il
okkar.
Ég skildi ekki hvað kom að
mér, en mér varð undarlega
rótt innanbrjósts. Ég hörfaði
eins langt og ég komst og beið
óttalaus þess sem verða vildi.
Skip okkar var nú dauðadæmt,
það stakk stafni niður og var
að sökkva. Ferlíkið hitti það
að framanverðu undir sjó, og
afleiðingin varð sú, að égþeytt-
ist af ómótstæðilegu afli yfir á
þilfar þess.
Um leið og ég kom niður á
skipið riðaði það og breytti
um stefnu, en allir kepptust
við að rétta það við, og því
átti ég óefað það að þakka að
enginn af skipshöfninni tók
eftir mér, og tókst mér að
skjótast niður í lestina óséður.
Ekki veit ég með vissu hvers-
vegna ég gerði það. Sú óskil-
greinanlega tilfinning af ótta,
sem greip mig þegar ég kom
auga á hina fyrstu af áhöfn
skipsins, hefur líklega komið
mér til að fela mig. Mér var
óljúft að ganga á hönd mönn-
um, sem virtust svona fram-
andi, ískyggilegir og til alls
vfsir. Þessvegna þótti mér ráð-
legast að leita mér að örugg-
um felustað. Mér tókst það.
Varla var ég búinn að koma
mér fyrir þarna þegar ég heyrði
fótatak nálgast, og skreið ég
þá í fylgsni mitt. Ég gægðist út
og sá hvar maður gekk) hjá,
stirður og reikull í spori. Ég
gat ekki séð framan í hann,
en að öði*u leyti gat ég virt
hann vel fyrir mér. Hannskailf
í hnjáliðunum og riðaði allur
undir fargi ellinnar. Hann var
að umla eitthvað fyrir munni
sér á máli sem ég skildi ekki,
og röddin var hrjúf og sprök.
Hann staðnæmdist úti í hornl
og grúfði sig yfir einkennileg-
um mælingatækjum og lúðum
og máðum sjókortum. Allt lát-
æði hans var undarlegt sam-
bland af önuglyndi manns sem
genginn er í barndóm og hárri
tign æðri veru. Að síðustu fór
hann upp á þilfar og ég sá
hann ekki framar.
Það er komin að mér und-
arleg tilfinning sem ég kann
ekki að nefna, óskiljanleg og
óskýranleg frá forsendum fyrri
reynslu minnar, og ég óttast að
ég muni aldrei geta skilið hana'
Þessu kvíði ég mest, því ég
veit að ég mun aldrei geta sætt
mig við það. Samt er það eng-
in furða að þessar tilfinningar
og hugmyndir skuli vera ó-
ljósar, því þær eiga rætur í al-
gerlega nýju viðhorfi. Það
sem fyrir mig hefur komið er
nýtt og ólíkt öllu því sem ég
þekkti áður.
•
Nú er langt liðið síðan ég
kom á þetta skelfilega skip, og
nú er komið að örlagastund-
inni. Óskiljanlegu menn! Þeir
ganga fram hjá mér án þess
að sjá mig, niðursokknir í hug-.
renningar, sem ég get engan
grun rennt í. Það er alger ó-
þarfi fyrir mig að fela mig
því skipshöfnin vill ekki s.já
mig. Rétt áðan gekk ég svo
framhjá stýrimanninum að
hann gat ekki hjá því komizt
að verða mín var, og fyrir
stuttri stundu fór ég inn í
klefa skipstjórans og tók þar
fyrir augunum á honum rit-
föngin, sem ég hef til aðskrifa
þetta. Ég mun halda áfram að
skrifa þessa dagbók. Það má
vel vera að hún komi aldrei
fyrir nokikurs manns augu, en
Edgar Alan Poe
JÓLABLAÐ - 35