Þjóðviljinn - 24.12.1967, Page 40
JAKOB
SÖGU-
SKRIFARI
Fyrir rúmum 200 árum hóf sá bóndi búskap í Vopnafirði er
Jakob hét Hann hefur síðan gengið undir sérstöku nafni, ein-
stöku á þeirri öld, Jakob söguskrifari. Hans getur víða með því
nafni, en fátt er kunnugt af æviferli hans, sem var fábrotinn.
Margt mun enn til af þeim handritum, sem gáfu honum þetta
einstaka og merkilega nafn. Það var hvoru tveggja, að hann var af
kunnri og merkilegri ætt og frá honum er komið margt og virðu-
legt fóik, og hefur sumt af því búsetu enn í Vopnafirði. Það varð
kannske ekki héraðsbrestur þegar hann dó, þó heyrðist kveðin
þessi vísa, sem hvorutveggja er, ærlegur og eftirminnilegur minn-
isvarði eftir manninn, og hefur geymzt bráðum í 200 ár, og ekki
komið á prent, að ég ætla, fyrr en í „Ættum Austfirðinga", eftir
séra Einar Jónsson á Hofi. bls. 854.
Nú er Jakob fallinn frá,
frí við raunir harðar.
Skrifari og skáld var sá,
skcnnntun Vopnafjarðar.
Er þetta óvenju efnismikil vísa og vel kveðin, þótt nú viti
enginn hver gert hefur, en líklegt þykir mér að visan sé eftir
aldavin og frænda Jakobs, séra Guðmund Eiríksson, síðast prest
á Refstað, því Jakob mun hafa dáið tveimur árum á undan hon-
um, en séra Guðmundur dó 1781. „Frí við raunir harðar“ verð-
ur skáldinu að orði. Og þótt það blasi við í sögu Jakobs, að harð-
ar raunir þoldi hann um ævina, sem annað flest alþýðufólk á
þessum dögum, þá upp hefst það í því, sem á eftir kemur, skrif-
ari og skáld og skemmti mönnum og hvað varðaði þá um raun-
ir harðar. Þannig ganga menn frá sinni eigin gröf, að eftirsjáin
vakir yfir henni, og þessi ágæta vísa hefur vakað yfir gröf
Jakobs fram á þennan dag.
Jakob var Sigurðsson prests á Skeggjastöðum á Langanes-
strönd í N. Múlasýslu, Ketilssonar.
Við byrjum á hinum hörðu raunum, því hér gátu ættliðir sam-
an grátið frægan föður sinn, eins og Áslaug í hörpunni.
Ketill Eiríksson var prestur á Svalbarði í Þistilfirði. Hann var
sonur Eiríks prests í Vallanesi Ketilssonar prests á Kálfafellsstað,
Ólafssonar, prests og skálds á Sauðanesi, Guðmundssonar. Ei-
ríkur Ketilsson átti Guðrúnu eldri Árnadóttur sýslumanns á
Eiðum, Magnússonar, en að þeim tíma höfðu þeir verið auð-
menn, Eiðamenn, forfeður Árna sýslumanns. Eiríkur prestur dó
Titilsíða bókarinnar. Ef til vill sjáifsmynd, eða mynd séra Ólais. Til vinstri innsigli Islands, flatti þorskurinn.'Texti:
Ein sálmabók íslenzk, þrieinum guði til lofs, æru og dýrðar, en oss öllum til sálargagns og nota t Jesuna Kristuna. -
40 - JÓLABLAÐ