Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 43

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 43
 ®ös'n\'iifi Mjn (ii«Wvt‘2'fllHiíi Aiill 'tföfefti Vovrttiimv|(rtfb. íiiti'nn «> fwmtt f|owa^ festa það sem hér er haldið fram, að Jakob hafi alizt upp £ Kiiikjubæ og hvergi gat hann iært betur að skrifa. Fyrir ár 1749 er Jakob kominn suður í Breiðdal. Það ár kvæn- ist hann Ingveldi Sigurðardóttur í Jórvík Jónssonar. en móðir hennar hét Guðlaug frá Þorgrímsstöðum. Ekki er nú vitað hvað dró Jakob suður í Breiðdal. Verið gat þó að annaðhvort þeirra Jórvíkurhjóna hefði verið í ætt við hann, frá séra Eiríki Ket- ilssyni, því börn hans voru mörg og dreifðust. Þótt ekki sé það vitað nú, né heldur neitt um ætt þessara hjóna, en hér er, sem vani er, að hjúskapur binzt ekki á annað frekar en frændsemi eða þá mikinn kunningsskap í lengri tíma. Ef til vill hefur Jak- ob farið að Eydölum til náms, til séra Sigurðar Sveinssonar, en þeir, séra Sigurðarnir, Ketilsson og Sveinsson, voru fjórmenn- ingar frá Ólafi skáldi á Sauðanesi Guðmundssyni. Harðindin hafi síðan gert lærdómsvonir Jakobs að engu, svo var séra Sig- urður Sveinsson mikill óreglumaður. Þau hjón búa síðan í Jórvík og eru þar 1756, sem fyrr sagði. Þar í Jórvík er Steinunn dóttir þeirra fædd 1754, en ekki önnur börn þeirra, af þeim sem á legg komust. Hinu þráláta og lang- stæða harðæri, sem byrjaði 1742, lauk ekkj fyrr en 1757 með stórfelli, og varð Guðmundur prestur á Hofi Eiríksson, er fyrr gat, að sleppa Hofi fyrir fellir á kúgildunum Bjó hann síðan um tima í Hofsborg, en séra Skafti Árnason. tengdasonur hans, tók við Hofi Það horfði til landauðnar norðan Lagarfljóts og norður um Þingeyjarsýslu. Lagður var skattur á aðrar sýslur til að koma byggð afur í horf, og tók Pétur sýslumaður Þorsteins- son vitnisburði bænda um fjárhag og bústofn, og er hryggilegt þá skýrslu að lesa Það var 1758 að Pétur sýslumaður fékk fé í hendur til þess að styrkja bændur til búskapar á umræddu svæði. í þessu umróti má gera ráð t'yrir að Jakob breyti sínu ráði og flytji til Vopnafjarðar. Hann er kominn að Felli 1759, því þá fæðist Ingiríður dóttir hans þar á bæ. og árið eftir fæð- ist Ingibjörg þar lika. en í Norður-Skálanesi eru þær fæddar. Guðlaug 1767 og Margrét 1768 Það sem meða) annars gat dreg- ið Jakob til Vopnafjarðar og í Fell, er nágrennd við Guðmund Sjöundi partur bókarinnar hefur Inni að halda sálma — andlcgar vísur um dómsdag, upprisuna og eiiíft Iíf eftir þetta. Til vinstri: Kristur á dómsdegi. Sennilega höfundarlcg hugmyndafræði. prest Eiríksson, en þeir voru þremenningar að frændsemi, því Árni Eiríksson föðurfaðir séra Guðmundar var bróðir séra Ket- ils á Svalbarði, afa Jakobs. Guðmundur var gáfumaður og mennta- vinur, skáldmæltur og ritaði ýmislegt. Við Norður-Skálanes hef- ur Jakob frekast verið kenndur en þó mun hann farinn þaðan um 1773 og kominn að Ytra-Núpi og þaðan fór hann að Breiðu- mýri og þar dó hann fyrir mitt ár 1779, að það vitnast að hann er dáinn. Hefur hann þá verið 52—54 ára gamall. Fyrir utan þau börn. sem hér eru talin, voru börn Jakobs, Runólfur og Guðrún er fluttust burtu úr sveitinni og ég veit ekki aldur á. Svo sem sagði er allmikið til af handritum Jakobs, og ekki er vitað um frumsamin verk frá hans hendi, utan vísur og smá- kvæði. sem geymzt hafa á Landsskjalasafni og getur Stefán prófessor Einarsson um það í bók sinni „Austfirzk skáld“, en alllangt kvæði er til, sem heitir „Vopnfirðingakvæði" eða brag- ur, og fáir eru líklegri til að hafa ort það en Jakob. Er það í þeim skemmtistíl, sem til er vitnað um hann i áður tilfærðri visu Eftir þeim mönnum sem koma fyrir í kvæðinu, hefur mér þótt eins miklar likur á því að kvæðið væri eftir föður hans, séra Sigurð. og ekki likt innansveitarmanni að skimpast að sínum sveitungum. Fer og ekki orð af því, að Jakob hafi átt í úti- JÓLABLAÐ — 4^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.