Þjóðviljinn - 24.12.1967, Page 49
Kyniegir kvistir
Jón Borgfirðingur lýsir Da'ða
fróða:
,,í samræðu var Daði skemmt-
inn, fræðandi og glaðlyndur að
eðli til, en andstreymi lífsins
og ýmsar kringumstæður
gjörðu hann oft ömurlegan og
annarlegan í skapi. Hann var
meðalmaður að vexti, nokkuð
herðalotinn, gulleitur á hár og
slétthærður. Hann lét það vaxa
að mitti niður og hafði hár-
píska, skeggið nokkuð ljósara.
Hann var bláeygur og lágu aug-
un fast, toginleitur, munnfríð-
ur, nefið hátt og var liður á.
Hann var léttur á fæti og raul-
aði oft fyrir munni sér á gangi.
Hann var trúmaður og vandaði
ráð sitt----“.
(Ævilok hans urðu þau, að
hann var á ferð í skammdegi,
sendur með bækur og læknis-
lyf. Vildi ekki þiggja gistingu
að Breiðavatni í Langadal, kvað
ekki þurfa að leita sín, þó að
ilia færi, hann mundi halda á-
fram þar til yfir lyki en ekki
setjast að og láta limi sína af
kali. Lík hans fannst við Lax-
árós í Refasveit á næsta ári).
Gísli Konráðsson lýsir Níelsi
skálda:
,, — Níels Jónsson var skáld
mikið, hraustur og leikinn,
raddmaður, átti löngum í mót-
kviðlingum og hóf það jafnan
að fyrra bragði, eða oftast. Þótti
honum enginn standa sér jafn-
fætis nálega um alla fræði, og
sízt um kveðskap, og mundu
fáir jafnokar hans um það á
hans dögum, sérlegur mjög í
látbragði og háttum, svo að
margir hentu gaman að honum,
og hermdu eftir honum. Afar
heiftyrður var hann og einkum
í kveðskap, en þó ekki ill-
menni. Ræddi hann vel og orti
um trúarbrögðin, en kvaðst þó
aldrei mundi gagn af þeim hafa,
Lítið gefinn
fyrir svið
Karl nokkur, sem var annál-
aður matmaður, kom eitt sinn
á bæ að hausti til, í sláturtíð-
inni. Hafði verið soðið mikið aí
sviðum þennan dag, og bað
bóndi konu sína að bera svið
fyrir karlinn og það heldur ríf-
lega, því að sig langaði til að
vita, hve mikið hann gæti étið
Konan bar 12 sviðakjamma fyr-
ir karlinn ásamt öðrum mat
Tók hann þegar til matar síns
og át 11 kjamma. en leifði ein-
um. Bóndi segir þá, að hann
skuli ekki vera að leifa af þess-
ari matartortís og skuli hann
ljúka sviðunum. „Nei, þakka
þér fyrir,“ segir karlinn, „ég er
nú eiginlega ekkert gefinn íyrir
svið!“
og að mörgu var hann afar sér-
lyndur.------“
Staka eftir Níels skálda.
Mærðargreinum, hvar sem
hreyfði,
hef ég skrifað fjötralaus,
aldrei neinum lærðum leyfði,
lögsögn yfir mínum haus.
Ólafur Sigurðsson í Ási í
Hegranesi (f. 1822) segir um
Níels:
„Ef hann hitti gáfaða ung-
linga, var honum mest ánægja
að fræða þá.------Manna létt-
astur á fæti, svo að hann hljóp
jafnan en sást varla ganga
hægt, og það fram á gamals
aldur. — — Er Níelsarhlaup
yfir þvera Blönduhlíð enn til
sýnis og þykir óárennilegt, af
því að það er milli kletta. í loft
stökk hann vel hæð sína.“
Níels orti þetta í ellinni:
Söngvavinnu senn skal hætta
sver mér ellin, grimmust vætta,
og hugsar sér að hræða mig.
En þannig lék mig æskan áður,
eigi ég að deyja meira þjáður,
hún skal mega herða sig.
ÞAÐ ÞARF ANNAÐ OG
MEIRA EN ÞVO LÍKAMANN
Næsta bað
þarf
að vera
badedas
VITAMINBAÐ
Næsta bað
þarf
aið Lvera
Reynið
BADEDAS
r
1
næsta
hárþvott.
Er
mest' selda
baðefni
og
hárshampo
Evrópu
í dag.
Radedas fæst í nmstu búð
Heildsölubirgðir: H. A. TULINIUS.
jólablað — 49