Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 56

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 56
Ut&Vörúr SJÖFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR GOMMÍSTIGVÉL KLOSSAR VERZLUN O. ELLINGSEN H.F. — Elzta og stærsta veiðarfæraverzlun landsins — KAUPFÉLAG ÁRNESINGA Býður yður nú sem endranær fjölbreyttar vörur 'á hagstæðu verði. Rekum útibú á Eyrar- bakka, Stokkseyri, Hvera- gerði, Þorlákshöfn og Laugarvatni. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA SELFOSSI. HVERFISGÖTU 82 — SÍMI 21175 Smávegis Fábreytt skenimtun. Fyrst eftir að stundaklukkur fóru að verða heimilisprýði efn- aðra manna, þótti það einna mestu máli skipa, að þær slægju sem hæst og oftast. Hug- vitsmenn kepptust um að finna upp eitthvað nýstárlegt á því sviði. Til dæmis átti ekkju- drottning Friðriks 2. Danakon- ungs klukku, sem hneggjaði eins og rádýr á hverjum stund- arfjórðungi. Klukkur voru svo dýrar á þeim tímum, að þær gátu ekki orðið almenningseign — kost- uðu 30—80 krónur. Þess vegna var klukkum komið fyrir í kirkjuturnum og hallarturnum, svo að menn gætu séð álengd- ar hvað tíma leið og heyrt þær slá. Það var allveglegt starf og hálaunað, eftir kaupgj-aldi þeirra tíma, að vera klukku- vörður. Þýzkur maður, að nafni Laurizt, fékk 335 krónur í árs- laun, ókeypis fæði, húsnæði og spariföt annað hvert ár fyrir að sjá um turnklukku í Kaup- mannahöfn. Það var heldur ekki vanþörf á sérfróðum mönnum til að líta eftir klukk- um sextándu aldar. Þær voru ekki áreiðanlegri en svo, að sólúr voru höfð við höndina til að miða þær við. Á alvörutímum. Árið 1887 kom óvenjulegt mál fyrir rétt í Englandi. Mað- ur að nafni Tómas Saverland ákærði stúlku að nafni Karó- lína Newton fyrir að hún hafði bitið hann í nefið, mikið svöðu- sár, af þeim ástæðum einum, að hann ætlaði að kyssa hana „í meinlausu gamni“. En dómararnir tóku ekki heldur neinu gamni. Þeir sýkn- uðu stúlkuna og dæmdu það rétt vera, að kona, „hverja maður hefur í óleyfi kysst,“ hafi fullan rétt til að bíta hann í nefið. Fagurfræðilegar deilur. Einu sinni á miðöldum deildu frönsk skáld grimmilega um það, hvort væri listrænna í kveðskap, að elskhuginn kyssti ástmey sína á munninn eða fæturna, og veitti ýmsum betur. Sumir sögðu, að hver maður gæti, án þess að lítillækka sig kysst óbrotna smalastúlku á munninn, en þá fyrst sýndi hann konunni lotningu, ef hann krypi á kné fyrir henni og kyssti fætur hennar. Aðrir héldu því fram, að hóf væri í hverju bezt, og lítillækkun, sem gengi svo langt, væri ekki fagurfræðileg. Og svo héldu báðir aðilar á- fram að yrkja, hver eftir sínu höfði og sinni fagurfræði. 5Q — JÓLABLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.