Þjóðviljinn - 24.12.1967, Side 60
Hefurðu meitt
big?
hneigt barn og tók alla trúar-
lega uppfræðslu sem óhrekjan-
legan sannleik. Kannski hefur
hann orðið fyrir vonbrigðum.
Stjúpinn: Hvað ætli þýði að
skeggræða um þetta héðan af,
drengurinn er orðinn að vit-
firringi, hættulegur bæði sjálf-
um sér og öðrum. Hann verður
að lokast inni. Hann skal lok-
ast inni.
Dengsi: Jæja fóstri. — Kann-
ski gætum við orðið samferða,
ef ég upplýsti vissa aðila um
þitt mjög svo fjölbreytta við-
skiptasiðgæði. Hvernig var það
annars, fóstri? Var einhver að
tala um söluskatt eða hagræð-
ingarbókhald, var —?
Stjúpinn (æstur): Þykist þú
þess umkominn að kenna mér
siðgæði. Skreiðst í nótt upp á
gþak á langferðabíl og hafðir
þar mök við telpukrakka að fé-
lögum ykkar áhcrfandi. Oho,
aðeins að þú hefðir einhvem-
tíma lært að skammast þín.
Dengsi: Ójá. Það er víst eng-
in hætta á því að þú brjótir
lögmál kynlífstízkunnar. Tókst
móður mína frillutaki, gerðir
hana ólétta og giftist henni svo
til að bjarga þínp flekklausa
mannorði.
Stjúpinn (slær hann): Hafðu
þetta.
Móðirin (hleypur á mann
sinn): Stilltu þig, stilltu þig.
Dengsi (heldur um kinn sér):
Ég viðurkenni að þú varst ekk-
ert að auglýsa kynlífsathafnir
þínar. Nei, nei. Þú gafst mér
bara brjóstsykur og lézt mig
útfyrir dyrnar, meðan þá sval-
aðir fýsnum þínum, u'ndir
rauðu Ijósi. (Hverfur inn í her-
bergið).
Stjúpinn: Viðstöðulausar sví-
virðingar. Ja, hvað finnst prest-
inum? Á maður þá að halda
að sér höndum aðgerðarlaus.
meðgn hann eyðileggur heimil-
ið, fyrirtækið?
Prestur: Reynið kaupmaður
að líta á þetta mál reiðilaust og
af samúð.
Stjúpinn: Ég hef gert þaðsíð-
astliðin tíu ár. Tja, þér sjáið
útkomuna.
Prestur: Ef til viil er hann
sjúkur andlega eða líkamlega.
Hann þyrfti vafalaust að kom-
ast undir hendur sérfræðinga,
sálfræðings eða læknis, því um-
fram allt er nauðsynlegt að
finna orsök þess að svo velgeí-
in böm sem þessi drengur skuli
fara svo hörmulega. (Lítur á úr
sitt). En nú verð ég að fara
vinir mínir. Ég kveð ykkur þá.
Látið mig vita, ef ég gæti eitt-
hvað aðstoðað ykkur. Verir þið
sæl. í guðs friði.
öll: Verið þér sælir.
Móðirin: Við þökkum hjart-
anlega. (Hann fer).
Mútta: Leita að orsökinni. —
Tuff. — Ætli þær geti nú ekki
verið margar?
Stjúpinn: Hvað ætli þetta sé
svo sem nokkurt furðufyrir-
bæri. Ég held krakkar hafi
alltaf artast misjafnlega, Sumir
verða að mönnum, aðrir að ó-
mennum við sömu aðstæður og
uppeldisskilyrði.
Móðirin (volandi): Okkur er
fengið þetta í hendur allsnakið,
ómálga og án vitundar eða vits.
— Og úr þessu ber okkur að
skapa mannéskjur. — Svo, svo
er þetta útkoman. — Hvað ætii
hann sé annað en það sem við
höfum gefið honum.
Stjúpinn: Eðlislægir gallar
geta skapað mjög erfið uppeld-
isvandamál góða mín. Það er
alveg tilefnislaust að vera með
sjálfsásakanir útaf þessu.
Mútta: Já, já, hvað annað svo
sem. Glósur og aftur glósur.
Ég veit ekki annað en það, að
þessi drengur var hamingju-
samt barn allt þar til þú komst
inn í líf hans.
Stjúpinn: Við komum nú
bæði inn i líf hans á sama tíma,
þvf einmitt þá dó þinn karl
saddur lífdaga:
Mútta: Mín börn bera þess
vitni að mitt heimiili var ham-
ingjuríkt heimili. Og hamingja
okkar hjónanna óx með árun-
um og entist meðan við nutum
samvista.
Stjúpinn: Satt segir þú. —
En hæst reis hamingja ykkar
þó, — þegar hann dó.
Móðirin: Er nokkur ástæða
til að þrátta út af þessu. Við
ættum heldur að reyna að
rekja helztu atvikin sem við
munum eftir úr lífi drengsins,
— ef við fyndum eitthvað, —
eitthvað sem við þá gætum
varazt, þó ekki væri nema
vegna hinna barnanna.
Drengur (Lítill drengur kem-
ur með fötin sín í hendinni);
Mamma, mamma. Það er sól-
skin í garðinum, og ég kemst
ekki í sokkinn.
Móðirin: Ó. Ég var alveg bú-
in að gleyma þér vinur minn.
Drengur: Pabbi, — pabbi
klæða mig. (Fer til föður síns.
Hann tekur son sinn á kné sér
og hjálpar honum í fötin).
Mútta: Uppeldi Dengsa er
mislukkað, því verður ekki á
móti mælt, hver sem orsökin
er. — Það væri hörmulegt ef
eins færi um hin börnin.
Móðirin: Hann var einkenni-
iega fróðleiksfús og spurull.
Stundum fannst mér það nærri
því óeðlilegt, eins og til dæmis
þegar hann fór að spyrja um
heiminn.
Mútta: Hjújú. Hvað er innan
í heiminum amma? Ætli mað-
ur muni það ekki.
Móðirin: Hvað er utan við
heiminn? spurði hann líka. Og
hvað er ofan við hann cg neð-
an? Ó, hann var svo þrár, og
heimtaði svör við öilu, svör
sem ómögulegt var að veita.
Drengur: Pabbi?
Stjúpinn: Já. Hvað vantar
þig nú að vita.
Drengur: Pabbi — Ég sá
fugl úti í garðinum í gær.
Stjúpinn: Jæja, vinur minn.
Drengur:. Hann sat í trénu
þar sem hreiðrið var í vor.
Stjúpinn: Það hefur líklega
verið sami fuglinn.
Mútta: Hann breyttist mest
eftir ferminguna, þá fór hann
að verða svo hortugur og ó-
væginn.
Stjúpinn: Hann notaði alltaf
hvert tækifæri sem hann gat til
að svívirða mig og sverta í aug-
um ykkar. Það er ekki hægt
að neita því, hann virðist allt-
af hafa hatað mig.
Drengur: Pabbi, — pabbi.
Stjúpinn: Já?
Drengur: Pabbi. — Eru engl-
arnir fuglar?
Mútta: Það tók nú fyrst úr,
Öskum öllu starfsfólki
okkar gleðilegra jóla
og góðs og farsæls kom-
andi árs, um leið og
við þökkum gott sam-
starf á árinu.
Söltunarstöð - Utgerð
Fiskvinnslustöð
SÍLDAR-
VINNSLAN H.F
NESKAUPSTAÐ.
gO — JÓLABLAÐ