Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 3
®3®*&maiíÉS— 3 SAMTÍNINGU R U M G UÐAVEIGAR Góðglaðir embættismenn „Deyöi Páll Stígsson á Bessa- stöðum, sem vax höíuðsmaöur, 1. dag maí, drukknaði skammt frá staðnum. Hann var jarðaður fyrir framan altarið i kórnum. Hann hafði ætlað ofan á nesið, reið út í forað eða gröf hjá . Lambhúsum, fórst svo þar — Setbergsannáll. (Aðrar sagnir herma, að ^ ^ryfja sú hafi veriö safnþró hedmilisins, eða hlandíor, eins og það er orðað.) Árið 1740 lagði Jens.sýslumað- ur Wium af stað frá Brimnesi við Seyðisfjörð og ætlaði til Loðmundarfjarðar, ásamt lög- sagnara sínum, Jóni Bjarna- syni. Alls voru á bátnum 9 manns, þar af ein kona. Embættismennirnir voru báðir ölvaðir, er lagt var frá landi. Enginn komst h'fs af úr þessari för, þó að sjóveður væri gott. Tvö li'k voru í bátnum og korði sýslumanns. Sum af þeim sex líkum, sem fundust, voru með sárum. Þrjú fundust aldrei. Sama ár, 1740, kom það ó- happ fyrir sýslumann Stranda- manna (og lögsagnara Hún- vetninga), Sumarliða Klemens- son, að hann reið geist frá Þi n geyrarki rk j u ölvaður, féll af hestinum og hálsbrotnaði. : Árið 1727 lauk prófastur Rangæinga, Þorleifur Arason, h'fi sinu, er hann sundreið Markariflljót mjög ölvaður. Hann bar þess æ merki, er Oddur Sigurðsson, glaður á. góðri stund, reif út úr munnviki •hans, nær út að eyra. Árið 1757 var sýslumanni Sbrandamanna, Ejnari Magnús- syni, vikið frá embætti vegna áfloga. En eftirmaður hans, Halldór Jakobsson, var einnig sviptur embætti, og meðal annars gefið að sök, að hann beit mann í höndina og barði annan illa. Þrír sögufrægir menn voru á ferð: „----Hjá Hafnarfirði áðu þeir, og lagði Ámi sig til' svefns, en þeir Oddur og Páll töluðust við á meðan, og vöru báðir drukknir, og Oddur þó meir. En það er i frásögur fært, að þeim hafi orðið mjög sundurorða, og bar það til, að Páll kallaði Odd í ávarpi „herra varalögmann," en Oddur vHdi láta kalla siig „fiskal“ (saksóknara). Munaði minnstu, að þeim lenti saman út af þessu, en áður en til þess kom, •vaknaði Árni og skildi þá —“ (Menn og menntir). Jón Vídalín. Klögumál ganga á víxl „— Jón biskup Vídalín visi- teraði á Narfeyri og bauð Odd- ur Sigurðsson honum til drykfcju. Tókust með þeim ó- eirðir miklar, og flýði biskup í tjald sitt, en Oddur elti hann ölóður þagnað, svo að biskup flýði staðinn með fylgdarliði sínu, án frekari embættisverka. Biskup kærði Odd og Oddur biskup —.“ (Menn og menntir). Guðaveigar og íslenzk handrit Finnur Jónsson biskup segir svo frá' brunanum mikla í Kau pmannaíhöf n, 20. október 1728: „---Á sömu nóttu, nálægt miðnætti, eður klukkan 11, kom upp annað eldsbál á Norðurgötu hjá einum bruggara, hvar til er þessi orsök sögð: Bruggara- sveinninn var uppi á loftinu i húsinu að kasta malti við ljós um nóttina, hafði eíkki sett það í kertapípu, heldur bræddi það eður festi á tré hjá sér — — Var þá ekki athugáð um ljósið, er hann eftir skildi, fyrr en eldur var kominn í malt, kom, hálm og hey, sem bruggarinn átti þar uppi á loftinu, svo það hús var á stuttum tíma allt í ljósum loga. Læsti það bál sig skjótt á báðar síður, en þar i kring bjuggu margir bruggarar, og kviknaði eldurinn skjótt í þeirra húsum, með stórum yfir- gangi, sökum þess mikla heys og hálms, sem þeir hafa meðferðis, og þá var í flestum húsum búið að innkaupa framar venju, svo þetta bálið varð á stuttum tíma engu minna en það fyrra. Varð þá að skipta á tvo staði bæði vatnssprautunum og brandfólkinu, og vörðu þeir í Norðurgötu bálinu að komast yfir hana allt til morguns. — _ __(< Dönsk einokun og guðaveigar Dönsk einokun og guðaveigar eiga ekki upp á háborðið hjá Jóni Árnasyni biskupi. Hann harmar sára örbirgð fátækra manna og bendir konungi á, að brennivínsbann mundi gera menn hæfari til að vinna fyrir • skylduliði sínu. Kafli úr bænarbréfi hans ár- ið 1796: „— — Fjöldi manna spillir sjálfum sér, efnum sínum og góðum gáfum og gerir sdg líkari skynlausum skepnum en kristnum mönnum, með illyrð- um, áflogum og öðru svínslegu atferli. — — Þessi eymd og ógæfa stafar, að miklu leyti, af brennivínssölu og prangi, bæði í kaupstöðum og innan sveita.----kaupa líka margir okurkarlar — (við vildum óska, að það væru ekki yifirvöldin sjálf), heilar og hálfar tunnur, anker og kúta í kaupstaðnum, svlo að þeir haifi birgðir til sölu fordrukknum mönnum, með tvöföldum hagnaði að vetrin-. um------ Jón Þorkelsson skólameistari og Magnús 'Gíslason lögmaður undirrituðu þetta bréf. En um afstöðu einokunarkaupmann- anna þarf ekki að spyrja. Þegar biskupinn sveigir að því, að yfirmenn hafi ekki hreinan skjöld, er hægt að ■ I I .................11.1.1.......... minnast þess, að kaupmenn brugðu Lárusi Gottrúp um það, að hann okri á brennivíni og tóbaki og hafi þannig svælt undir sig eignir og búslóð margra manna — og farist honum ekki að setja út á verzl- unarhætti kaupmanna, sögðu þeir. Margir skáldlega sinnaðir menn trúa því statt og stöðugt, að brennivínssalar stundi at- vinnu sína í þvi skyni að „gleðja dapran heim“, og hafi jafnvel Drottin að bakhjalli. En Ólafur Stephensen treysti því, að Drottinn hallaðist frekar á sveif með bindindi og lét lesa Seltirningum og Áiftnesingum hugvekju nokkra í kirkjum þeirra árið 1766. Kveðst hann vita um bændur, sem keypt hafi 8—10 brennivínstunnur og selt á okurverði. Hótar hann að rannsaka málið. Gömul teikning. Þremur árum seinna ritar Ól- ir í Gullbringusýslu komi ár- afur Stephensen stiptamtmann- lega 200 tunnur af brennivíni inum og kvartar um, að á hafn- Framhald á bls. 40. Birta og ylur í skammdeginu. Vetur er sú árstíð, sem bezt hentar til að mála innanhúss. VITRETEX plastmálningin er framleidd í 40 mismunandi litum. Færið birtu og yl í húsið, með samstemmdum litum og litatónum. Munið nafnið VITRETEX, það er mikilvægt, því: Endingin vex meS VITRETEX. Framleiðandi á íslandi: S/ippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.