Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 6
I J ÓLABLAÐ 17" ristnir ménn halda jólin 1 minningu um fæðingu Jésú frá Nasarét, eða éins og trúaðir orða það: í minningu holdtekju guðssonarins, hvemig Kristur birtist meðal manna í þeirra mynd, gérðist einn þeirra til að veita hina fullkomnu opinberun um Guð. ITm þetta deila kristnir söfnuðir ekki, en á hinn ^ bóginn leggja þeir misjafnt gildismat á kenningu Jesú. Sumir leggja höfuðáherzlu á hið tvöfalda kær- leiksboðorð hans sem svo er nefnt, líkt og Matt- hías Jochumsson: Því son Guðs kom með sól og morgunroða, er sendur var í heiminn til að hoða, að jöður hans vér föður mættum kalla og fárátt mannk-yn brœður sína alla. Aðrir hafa trúnaðartraustið til Guðs efst á blaði, enn aðrir friðþægingardauða Krists og náð Drott- ins, og svo má lengur telja. Asama hátt og grundvallaratriði bristinnar trúar éru með ýmsu móti. túlkuð og boðuð, svo hefur Jesú og tekið á sig margvíslega mynd í hugum kristinna manna í tæp 2000 ár. Samtíðarmenn Krists létu engar teikningar eða aðrar myndir af honum eftir sig, svo að kristnir söfnuðir hafa löng- um mótað sínar myndir að eigin höfði og þá hefur tími og staðhættir og þjóðmenning vissulega oft sett mark sitt á svipmótið. Oér á síðunum eru birtar allmargar Kristsmynd- ir frá ýmsum tímum og þjóðlöndum. Stærsta myndin er gömul íslenzk tréskurðarmynd. Krists- myndir fra ýmsum tímum löndum Frakkland (frá 12. öld) Þýzkaland (Emil Noide) Frakkland (G. Rouault) Italía (Michelangelo) Brasilía Kjína (Kristur á vatninu) Messíasarmynd af öþeikktum uppruna Frakkland (Gaugin) Pólland (18. öld) Grikkland (11. öld) Austur-Afríka Noregur (1882) Nýja-Gínea Frakkland (12. öld) Ghana í Afriku Tékkóslóvakia (óþelcktur meistairii) Syriand (ofanveröar miðaldir) Frakkiland (G. Rouault) Holland (Rembrandt)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.