Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 34

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 34
34 — JÓLABLAÐ Jólagjöfin Fraimihald s£ 33. síðu. Hann var hnýttur undir hök- unni með svörtu flauelsbandi. Hugsa sér! Ef ég gæti nú sýnt Lillu þessa brúðu. Ó, að ég gæti geÆið Lillu hana í jólagjöf! Hugsanirnar dönsuðu í kollin- um á mér. Miðinn kostaðd 10 aura. En ég átti enga aura. Og heim varð ég að fara klukkan átta. Sárt var það. Daginn eftir var ég eins og fest upp á þráð. Ég varð að eignast brúðuna. Ég hlaut að vinna hana, ef ég bara ætti miða. Að biðja um peninga kom ekki til mála að við gerð- um, bömin. 1 eldhúsinu voru smápeningar í skél uppi á hillu. Ég stal nokkrum aurum, sem nægðu fyrir aðgöngumiða og tveimur hlutaveltumiðum.------ Og ég hreppti brúðuna! Gleði mín var takmarkalaus. t>að hvarflaði ekki að mér í svipinn, að peningarnir voru stolnir. Ég hijóp heim og sýndi systur minni brúðuna. Hún samgladdist mér, og henni þótti sjálfsagt, að ég gæfi Lillu brúð- una í jólagjöf. En allt í einu spurði hún, hvar ég hefði feng- Ið peninga. Þetta var að hrapa úr hæðum himins niður í hyl- dýpi. Ég varð að játa allt. Hegningin lét ekki á sér standa. Systir mín tók brúðuna. Eftir það var ekki á hana minnzt. Svo kom jólaleyfið, sem ég hafði hlakkað til mánuðum sanaan. Jóð á prastssetri í sveit var merkisviðburður í þá daga. t>á var slátrað, búin til bjúgiu, reykt kjöt og soðin sulta. Svo var baikað: Piparkökur, Berlín- arkranzar og smjörkökur. Svo mikið smjör var í þedm, að þær urðu að geymast í miklum kulda. Húsið var þvegið út í hvem krók og kima, og kveikt var upp í hverju herbergi. Gestir komu úr öllum áttum, bæði ættingjar okfcar og kunn- ingjar. Gaman að hitta svo marga. Og vera heima allan daginn! Við dönsuðum kringum jólatréð. Gjafir komu í stórum pokum frá biskupsf jölskyldunni í. Osló og frá föðurbróður okkar, frænda gamla, eins og við köll- uðum hann. Hann var ókvænt- ur og örlátur. Gjafir bárust frá gömlu föðursystrunum okkar. Fyrsta kvöld jölaleyfisins var ég kölluð inn á skrilfstofuna. Hugsið yktour gleði mína: Brúð- an sat á stórri bók á skrifborðd pabba. Átti ég enga hegningu að fá? Átti ég að fá að gefa Lillu brúðuna? Þá varð mér litið á föður minn. Skelfileg yfirheyrsla hófst: Hafði ég ef til vill oftar stolið? Ekfcert systkina minna hefði getað gert svona ljótt. Og svo hafði ég ætlað að gefa safc- lausri systur minní á sjálfum jólunum gjöf, sem keypt var fyrir stolna peninga. Faðir minn var ákaflega klöfckur. Móðir mín hafði ekfci treyst sér til að vera viðstödd. Hún var örvingluð. Ég hafði eyði- lagt jólin fyrir þeim. Faðir minn opnaði Oínhu.rðina og neyddi xnig til að kasta yndislegu brúðunni í ofninn. Ég hljóðaði. Síðan grét ég ofsalega og lengi. Mér var skipað í rúmið. En einmitt það kom í veg fyrir refsinguna. Daginn eftdr hafði ég hita og lá i tvo daga. Á aðfan gada flrfT völd fclæddist ég og gekk kringum jólatréð, eins og aðrir. Tréð var í mið- stofunni og náði alveg upp í loft. Það speglaðist í stóra stofúspeglinum og líka í gamlla, tvísetta speglinum i dagstof- unni, af því að vængjahurðin var opin. Svpna jólahátíð er varla hægt að gera sér í hugar- lund á rafmagnsöld. Þegar við höfðum sungið, drukkið jólaölið, borðað kökur og ávexti, fór faðir minn inn í dagstofuna og kallaði á hvert okkar með nafni, eftir því, hver átti þá gjöf, sem upp úr pokan- um kom. Ég tók efcki utan af mínum gjöfum. Systkini mín skildu það ekki. Foreldrar okk- ar höfðu víst ekki sagt þeim neitt. Á yfirborðinu var allt með kyrrum kjörum. Eins var það á afmælinu mínu, 2. janúar. Þá var, að venju, bamaboð. En mér leið illa. Bara, að ég hefði verið flengd. Þá hefði allt verið gleymt eftir stundarkom og hægt að elska og virða föður minn — þó að ég, að vísu, hefði hatað hann, meðan á flengingunni stóð. Við vorum svp oft fiengd. Og enn grét ég mig í svefn. Daginn eftir drap ég grátandi á dyr foreldra minna. Ég lofaði bót og betrun. Mamma faðmaði mig að sér. Faðir minn klappaði mér og sagði: „Kæra bam“. Og þá var eins og ég mætti aftur verða sjálfri mér lfk. En ég gleymdi engu. Og ég skrifá þessar minningar grát- andi. PRENTMYNDASTOFAN LITROF Einholti 2 — Sími 17195. “f Iðnaðarbanki r Islands h.f. Lækjargötu 12, Reykjavík — sími 20580. ÚTIBÚ: Grensásútibú Háaleitisbraut 60. Sími 38755. Strandgötu 1, Hafnarfirði. Sími 50980. Geislagötu 14, Akureyri. Sími 21200. * Ennfremur eru sparisjóðs- og hlaupareikn- ingsdeildir bankans opnar til afgreiðslu kl. 5 til 7 s.d. á föstudögum. Iðnaðarbankinn greiðiæ hæstu vex'ti. Starfsstúlknafélagið SÓKN þakkar félagsmönnum sínum gotf samsfar’f á árinu seim er að líða og óskar þeim og öðrum velunnurum gle&ilegra ]óla! og árs og friðar á komandi ári. BANDIÐ BINDUR BÓKINA FLJOT OG GÓÐ AFGREIÐSLA Bókbandsvinnustofan ARNARFELL, Einholti 2, sími 17331 , K F K-fób u r vö r u r GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON óc Jýrastar og beztar IJMBOÐS- OG HEILDVERZLUN, Síðumúla 22, Reykjavík — Pósthólf 1003. Símar 24694 - 24295. ■ / '. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.