Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 21
XÓLABtAÐ — 21 LEIF PANDURO: HEIMUR HINUM BETRI Þegar Hinrik Petersen var lítill drengur, átti hann heima við Nörrebro. Þar bjó hann ásamt fööur sínum og móður og Soffíu litlu systur sinni í þröngri leiguíbúð við Mímis- götu, á annarri hæð til vinstri. Það var skilti við aðaldyrnar, sem á var letrað að hér byggi Hinrik Petersen. Fjölskyldan hafði borið nafnið Petersen í marga ættliði, og var hreykin af því. Hinrik Petersen, það er gamalt og gott danskt nafn, sagði presturinn í elskulegum tón, þegar hann skírði Hinrik. Og Hinrik óx og dafnaði vel, var hreinræktaður danskur drengur, með hnöttótt höfuð, lítil augu og stór, rauð eyru. Enginn sem sá hann gat efazt um áð hann væri sannur Dani. Seinna, þegar móðir hans hugsaði um son sinn, sagði hún frá því, að presturinn hefði honft lengi á stóra, hnöttótta höfuðið hans. Hún sagði vin- konum sínum, að hann hefði Jdappað á kollinn á hönum mörgum sinnum að lokinni skímarathöfninni. Og hann haföi sagt að hún mætti vera hamingjusöm að eiga stóran, hraustlegan son, með svona stórt höfuð. 1 hvert skipti, sem hún las sunnudagsgrein prestsins í Kristilegu dagíblaði, hvarflaði hugurinn til sonarins, og hana langaði oft til að vera góð við hann. En því miður hætti Kristilegt dagblað að koma út, þegar Hinrik var fimm ára. Honurn leið annars ágætlega, þama á annarri hæð til vinstri við Mímisgötu. Já, hann sagði alltaf seinna meir, þegar hann talaði við blaðamenn, að hann hefði verið fátækur en þó hamingjusamur sem bam. Og það var ekki til að skamm- ast sín fyrir, bætti hann við. Auðvitað var hann ekki alltaf hamingjusamur, þegar hann var bam, en því gieymdi hann smátt og smátt. Það hafði held- ur ekki litið vel út að segja frá því í blöðunum. Maður verður að vera mjög gætinn gagnvart blaðamönnum. Og auk þess vorður allt auð- veldara, ef maður hefur átt góð bernskuár. Það er hægt að losna við mörg óþægindi, ef maður segist hafa verið ham- ingjusamt barn. Hinu er þó ekki hægt að ganga framhjá að Hinrik Peter- sen leið ekki alltaf eins vel og honum fannst hann eiga skilið. Það var til dæmis litla systir hans, hún Soffiía. Hún hafði stór, Ijósblá augu. Ef hún hefði aldrei fæðzt, var hann sanlfærður um að hann hefði verið mjög ham- ingjusamur. Hún starði alltaf svo undar- lega á hann, sínum ljósbláu augum, stakk uppá því að þau skyldu skrúfa frá gasinu, hleypa kanarífuglinum út úr búrinu, fara í læknisleik, eða gera eitthvað, sem henni datt í hug hverju sinni. Hann eldroðnaði, þegar hún kom með þessar uppástungur, hann stamaði líka og féklí hiksta, en hún hélt áfram að stara á hann, svo undarlega að hann varð alveg ringlaður. Svo endaði hún alltaf á því að segja: — Þú ert nú meiri dúkku- drengurinn, beljaki! Þó hafði hann ótal sinnum skýrt það gaumgæfilega fyrir henni að hann væri tilneyddur að vera svona stór og feitur, vegna þess að hann væri svo höfuð- stór, samt hélt hún áfram að kalla hann beljaká. Hún stóð grafkyrr og horfði á hann á sinn undarlega hátt og tautaði lágri rödd: beljaki, beljaki, beljaki. Síðast var höfuðið á honum orðið svo heitt að hitinn breiddist út um alla stofuna, Hún lét ekiki segjast við það. Og þegar hann loksins fór að kreppa hnefana, rak hún upp öskuir og kallaði á móður þeirra. Á þessu tímabili gerðust marg- ar breytingar. í fyrsta lagi hætti Kristilega dagblaðið að koma út. Annað var það að prestur- inn dó. Og í þriðja lagi byrjaði sporvagn að aka þessa götu. Það var mjög margt, sem breyttást. Móðir Hinriks hafði breyizt talsvert mikið. Hún vildi alls ekki hlusta á hann lengur, nei, hún vissi allt betur en hann, jafnvel þó hún hefði alls ekki verið viðstödd. Soffía stóð grátandi og benti á Hinrik, og möðir hans var þá ekki í nokkrum vafa um að hann hefði hagað sér illa. — Hættu undir eins að berja Soffiíu, sagði hún, — þú, svona stór strákur. Síðan fékk Soffía súkkulaði með kremi í, og Hinrik var flengdur með grænmetissieif- inni, og sendur í rúmið. Þai lá hann og hugsaði um hvað hann mundi gera ef hann hefði einhverja yfirnáttúrlega hæfi-' leika. Seinna kom svo móðir hans. settist við rúmið og talaði lengi við hann. Hún sagðist vera full örvænt- ingar vegna framkomu hans. Hún átti þetta ekki skilið af honum, hún, sem þrælaði myrkranna á miÚi, eldaði grænmeti og ótal margt fleira gerði hún. Nú fiæri hún fram til þess að búa til mat, hann gæti legið og hugsað um þetta á meðan. Hún kinkaði kolii, alvarleg í bragði, þurrkaði sér um hendurnar á svuntunni sinni, fór svo fram í eldihús Dg sauð blómkál, hvítkál og grænkál, því að hún var mjög myndarleg matreiðslukona. Hinrik lá í rúminu og var flökurt, þegar honum varð hugsað til þess að ef hann hefði yfirnáttúrlega hæfileika myndi hann láta litlu systur sína hverfa á stundinni. Svo kom móðir hans venju- lega aftur inn til hans, og hafði þá meðferðis eitthvert góðgæti, gulrót eða epli, en það varð alltaf til þess að hann gafst algerlega upp. Og þegar gráturinn náði hámarki, sagði móðir hans að hún skyldi fyrir- gefa honum í þetta sinn og ekkert segja föður hans. Því var Hinrik mjög feginn, því hann dáði föður sinn takmarka- laust. Faðir Hinriks var ákaflega stór vexti. Hann vann á skri&tofu, sat við skrifborð og annar maður á móti honum, en sá var miklu minni. Faðir Hinriks sat á stól, sem hægt var að snúa eftir vild, en hinn maðurinn sat bara á venjulegum stól. Þegar Hinrik heimsótti föður sinn fékk hann stundum að setjast á stólinn, og snúa honum í allar áttir. Hann ákvað að þegar hann væri orðinn stór, skyldi hann vinna á skrifstofu, eins og faðir hans. Hann sagði föður sínum frá ákvörðun sinni. Og faðir hans varð hrærður, klappaði á stóra, hnöttótta höfuðið hans og sagði að það væri skynsam- legt af honum. Maður getur aldrei sett markið of hátt, sagði faðir Hinriks. Því miður þjáðist faðir Hin- riks af mjög hvimleiðum sjúk- dómi, nokkurs konar svet'nsýki sagði móðir Hinriks. Þegar hann kom heim, seinni hluta dagsins, fékk hann alltaf mjög slæmt kast, og varð að leggja sig á bekkinn í borð- stofunni, með dagblað breitt yfir höfhðið. Þá varð Hinrik að vera alveg kyrr, því að ef nokkuð hljóð heyrðist, gat sjúkdómurinn komizt á hættu- legt stig. Hinrik var þá vanur að setjast á gólfið með alfræði- orðabók Salmonsens, því að hann vildi ógjarnan valda föður sínum meiri þjáningum. En einnig í þessu kom óeðli Soffíu skýrt i ljós. Þegar Hirik sat þarna, stilltur og hiljóður, átti hún til að læðast aftan að honum og klípa hann í bak- hlutann svo að hann æpti upp yfir siig. Og þá versnaði föður hans svo ofsalega að hann spratt upp af bekknum og gaif Hin- rik löðrung, þó það væri alls ekki honum að kenna að hann æpti. Á meðan sat Soffía og leit út eins og sakleysið sjálft, stundum fór hún meira að segja að gráta og sagðist hafa orðið hrædd. Og Höfuðið á Hinrik varð eldrautt, hann fór að stama og missti alla matarlyst. Þegar móðir hans kom inn með stóra fatið, fullt af allskyns grænmeti og bræddu smjör- líki, þá varð hann að borða, þó hann væri með hiksta, og stór kökkur sæti fastur í háls- inum á honum. Þrátt fyrir þetta hélt hann þó áfram að vera í góðum holdum. Eftir matinn fékk faðir hans svo annað kast, og varð að leggja sig á bekkinn með ann- að dagblað breitt yfir höfuðið. Og aftur settist Hinrik á gólf- ið og blaðaði í alfræðiorðabók Salmonsens. Þegar hann sat svona, þögull og hreyfingarlaus, kom það stundum fyrir að móðir hans gleymdi honum algerlega. Stundum lokaði hann augun- um og ímyndaði sér að hann væri aleinn í heiminum. I fyrsta skipti, sem hann notaði sína yfirnáttúrlegu hæfi- leika, var síðdegis, þegar Soffía stakk upp á því að þau færu í læknisleik. Hún stóð og starði á hann þessum undarlegu, bláu augum, og gerði sig líklega til að fara úr kjólnum. Frammi í eldhús- inu var móðir þeirra að hreinsa gulrætur, hún lét eld- húsdyrnar standa opnar. Hinrik byrjaði að roðna og vissi að rétt bráðum færi Soffía að kalla hann beljaka, og siðan ræki hún upp öskur, og þá kæmi móðir þeirra og flengdi liann með grænmetissleifinni, og svona yrði öll hans ævi, þar til hann legðist til hvíldar í kirkjugarðinum. Og þá var það að hann sagði: — Hverfðu! Hún var horfin á augabragði. Fyrst varð hann hissa og leit í ailar áttir til þess að gá hvað orðið hefði af henni. En hún var horfin, og kom ekki aftur, þó hann kallaði á hana. Hann settist þá aftur á gólfið með alfræðiorðabókina. Þegar honum varð huigsað til litlu systur sinnar, sem var horfin. brosti hann með sjálfum sér. Nokkru seinna kom móðir hans inn og var alveg óvenju viss í sinni sök, að hann hefði brot- ið eitthvað af sér. Það var vegna þess að hún hafði brennt sig á pottloki, þegar hún var að sjóða hvítkálið og sveið í höndina. — Hvað ertu búin að gera aif Fíu? spurði hún. — Hún er horfiln, svairaði hann. 1 öryggisskyni og af því að hana sveið í höndina flengdi hún hann með græmetissleif- inni og fór svo að leiita að Soff-íu. Hún leitað allsstaðar, jafnvel á ólíklegustu stöðum, bak við bækumar í bókahill- njnni og í öllum kimum og skotum. En Soffía var horfin og sást aldrei framar. Þegar faðir Hinriks kom heim, sagði móðir Hinriks honum frá hvarfi Soflfíu. Þau töluðu lengi um það og voru sammála um að eitthvað þyrfti að gera, þau héldu áfram að segja það, aftur og aftur, þau stungu upp á hinu og öðru, en komust ekki að niðurstöðu urn hvað gera skyldi. Þetta endaði með því að faðir Hin- riks fékk óvenju slæmt kast af svefnsýkinni og varð að leggja sig á bekkinn, með dag- blað breitt yfir höfuðið. En einmitt þennan dag var blaðið fullt af ýmsum tillögum um fjölskylduáætlanir í tilefni af fjö-lskyldumálaþingi, sem átti að halda undir stjóm eld- gamallar prinsessu. Af þessari ástæðu stóð svefnsýkiskast föður hans alveg fram á næsta dag, og þá varð hann að fara í vinnuna. Þegar hann kom heim mundi hann aftir að segja við móður Hinriks að þau þyi'ftu að gera eitt vegna hvarfs Soffíu, áður en hann fengi kast. En það fékk hann rétt á eft- ir. Þau gleymdu Soffiu fljótlega. Enda höfðu þau margt annað að hugsa um. Móðir Hinriks þurfti að hugsa um allt grænmetið, sem hún ætlaði að sjóða, svo að ekki sé minnzt á öli þau ósköp af smjörlíki, sem hún þurfti að bræða. Og faðir hans varð að mæta á skrifstofunni og sitja á stólum, sem snúa mátti í hring, svo að hinn, sem sat á móti honum. gleymdi því ekki að hann sat bara á venju- legum stól. Og svo var það svefnsýkin. Sjálfur hafði Hinrik aifræði- orðabók Salmonsens, sem hann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.