Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ — 15 gerast með ekki alllöngu milli- bili, og líða frá 100 000 til 1 000 000 ár á milli. Engin veit hver ástæðan er, hvort það kann að vera ákafur jarðskjálifti, eða loftsteinn sem skekur jörðina svona ákaft, eða eitthvað sem er að gerast hið innra með jörðinni, — þetta eru allt ti'l- gátur, og óvíst að nokkur þeirra standist. Samtímis þvi sem sannanir fyrir þessu hlóðust upp, tólru fleiri og fleiri stoðir að renna undir þá kenningu að hafsbotn- inn færi víkkandi. Samkvæmt þeirri kenningu koma hraun upp um sprungur á botni út- hafanna miðjum, og mynda ný jarðlög þar niðri. Um leið og sprungur þessar va'kka við ný og ný gos, hlýtur hafsbotninn í heild að færast út. Klettabelti útsævarins, sem fylgja þessu sprungum, (Iþau kallast einnig fjöll t»g er það réttnefni) og eru afarlöng sum þeirra, eru nátengd víkkun halfisbotnsins. Hryggurinn miikli sem gengur eftir botni Atlants- hafsins, t. d., er svo langur að hann nær langleiðina mi'Ui hedmsskautanna, en hvar sem hann sveigist og breytir um stefnu, fylgir hann nákvæm- lega strandlinum megiinland- anna í austri t»g vestri. Sprung- an fylgir honum fast eftir, og er álitið að upp um hann komi hraunstraumur án afláts. Vissan fyrir því að skipt hafi um segulskaut jarðarinnar á liðnum jarðöldum, varð til þess að farið var að athuga betur um sannanir fyrir kenningunni um að hafsbotnar séu að vikka. Sú kenning kiom upp og hafði við mikdð að styðjast, að segul- stefna í hrauni hlyti að vera hin sama sem ríkjandi var fyrst eftir að hraunið rann, og mundi hún síðan haldast. Ef það er rétt að botn sævarins sé að víkka, mundu jarðlög í hrygg þessúm í Atlantshafi vera því eldri, sem fjær drægi sprung- unni, og mundi muna á segul- stefnu hjá hinu elzta og ýmsu af því sem yngra væri. Þetta hefút* sannazt af aiihugUnum::'á sogulstefnu í hraungrýti bæði í Atlantsliafi og Indlándshafi. Kennimgin um víkkun hafs- botna hefur fengdð stoð af ýms- um öðrum athugunum. Aldurs- rannsóknir á grjóti úr Mið- Atlantshafshryggnum halfa sýnt, að það er því eldra sem fjær dregur sprungunni. Mælingar á hitaútstreymi á hafsbotni hafa sýnt, að meira ber á þessu við hrygginn en annars staðar. Við þessu væri að búast ef raéfcur eða undirstöður þessara fjalla næðu niður í hin heitu iður jarðar þaðan sem hraunstraum- ar korna. Einnig verður að álíta, að sprungan mikla korni af því að þarna séu öfl að verki, sem þrýsta á og þenja, og er þetta í flulliu samræmi við það sem ætlað var. Svo framarlega sem jörðdn er ekki að stækka í þeim mæli sem fæstir jarðfræðingar munu vilja viðurkenna, Mýtur sjávar- botn að hverfa undir hin nýju jarðlög sem myndast við gos. Haffræðingar eru nú að leita sannana fyrir þvi að halfsbotn Þannig er talið að botn Atlant shafsins ííti út. rannsóknir sem gerðar voru í Newcastle upon Tyne í Eng- landi, að seguilstefna gosstöðva frá ýmsum tímum, en á sömu slóðum, gekk í ýmsar mismun- andi áttir. Þetta þótti benda til þess að s:?gulskaut jarðarinnar hefðu færzt til svo um munaði á liðnum jarðöldum. Síðan mátti lesa ,§ér -þil um þessar til- færslur og sjá með vissu hvernig þéssu hefði verið hátt- að á ýmsum öldum. Niðurstað- an er sú að svo virðist sem seguLskautin hafi „hlaupið til“ umhverfis heimskautin, og hef- ur þetta nú verið kortlagt. Rannsóknir á fjöllum sem eldri eru en 100 miljóna ára, og eru í Evrópu og N. Ameríku, sýna það að segulstefnan hefiur, að því er virðist, bent í tvær áttir eða fleiri. Þetta sýnist vera miikil ráðgáta, og engin leið að leysa hana nema með því að gera ráð fyrir að megin- lönd þessi hefðu verið öðruvísi staðsett á hnettinum en nú er, og afstaða þeirra hvors til ann- ars verið önnur, — og raunar sú, að löndin hefðu legið sam- síða, en ekki skilið þau breitt úthaf. Næst kom sú flrétt til stuðn- ings landrekskenningunní, sem óvænt var, en engu að síður óhrekjanleg: að segulskautin hefðu snúizt við, norðurskautið vippast yfir til suðurs og gagn- kvæmt, og jafnframt kom önn- ur fregn álíka ótrúleg: víkkun úthafsbotnanna. Mælingar, sem hófust um aldamótin, en full- komnuðust 1963, hafa sannað að þessar segulstefnubreytingar sígi í grennd við djúpar geilar í hafinu, og hafa þá einkum í huga höfin fyrir utan Ohile, Japan, Antillaeyjar, Aljútaeyjar o. fl. þar sem svipað hagar til. Til sannindamerkis hafa þeir aukna tíðni jarðskjálfta á botni úthafanna. Það er auðséð að víktoun út- hafanna styður landreikskenn- inguna, og hryggimir á botni þeirra mdðjum marka þá línu þar sem hafsbotninn gliðnar. Hingað til hefur samt ekiki tek- izt að sanna annað en það að botn úthafs gliðnar, skýringin á því að bil breikkar milli mdikilla meginlanda er enn ókomin. Árið 1967 bættust við sterk- ari líkur fyTir þvi að álfumar hafi endur fyrir löngu legið saman. Hópur jarðfræðinga, sem vann að því að ákvarða aldur á bergi í Vestur-Afiríku og Suður-Ameríku, fann að jafngamalt berg í þessum tvedmur álfum hefði myndað samfellda fjallgarða ef megin- löndin hefðu legið saman. Sams konar athuiganir hafa síðan ver- ið gerðar í Evrópu og Norður- Ameríku, og sé þetta borið saman, kemur í ljós að jafn- gömul fjöll á Nýja Englandi, íslandi, Noregi og Stóra-Bret- landi hefðu öll myndað sam- felldan fjallgarð, ef kenningin væri rétt. Allar líkur eru til að land- rekið sé enn að gerast. Álitið er að Bandaríkin færist um tvo sentimetra á ári frá Evrópu. Fá lönd eru nógu nærri neðan- sjávaiihrygg til þess að þetta megi kanna, nema löndin í kring um Rauðahafið og Island. Tilfærslu þessara landa mætti kanna nákvæmlega með að- stoð lasers. Jörðin er þétt í sér Jarðfræðingum er það kunn- ugt að plánetan Jörð er gerð úr þremur mismunandi lögum, aiuk jarðskorpunnar. Kjarninn í fniðjunni, sem er úr jámi að mestu leyti, tekur yfir heiming- inn af þvermáli hnattarins. Innri hluti hans er að líkind- um í föstu ástandi, hinn ytri í filjótandi. Mötfcullinn er þar utan yfir, og er allur í föstu ástandi. Hann nær þvínær út að yfirborðinu. Álitið er að að- alefnin séu jámryð, magnesía, silikon og alúmín. Yzti hluti möttulsins er tiltöluiega þunn- ur börkur sem nær nálega út að yfiiborðinu, — jarðskorp- unni, en það er hún sem við stöndum á. Jarðskorpan er að mestu leyti úr silikon og súr- efni, þessi tvö fiumefni mynda 75% af þyngdinni, og finnast einkum í fortni málmgrýtis úr silikon, auk alúmíns, járns, (kalksteins, og flleiri málma. Úr þess konar málmgrýti eru granítfjöll meginlandanna, og basaltfjöllin, sem eru á botni úthafanna. Samhæfðar rannsóknir gerðar bæði á rannsóknastofum og með jarðskjálftamælingum, hafa fært mönnum heim sanninn um gerð og þykkt möttuls og kjarna, þó að ekki sé neinn vegur að athuga þetta bedn- línis. Það er kunnugt að jarð- skjálfti og sprengingar i jörðu niðri berast með ölduhreyfing- um af ýmsum gerðum. Það fer eftir ástandi efnisins í djúpi jarðar hversu hratt þær berast, þéttleika þess og samsefcningu, og geta því vísindamenn getið sér til með miklum líkindum hver efni séu þar niðri á hverj- um stað og i hvaða ástandi. Síðan er gerður í rannsókna- stofum samanburður, efni eru gerð brennandi heit og sett unddr mikið farg, — hin sömu sem á var gizkað, og standist samanburðurinn, má treysta þessu. Samanburðurinn hefur staðizt, og þykir nú sannað að kjami jarðarinnar sé jóm í fljótandi ástandi, en möttull og skorpa úr allt öðrum efnum. Svo segja menn að miklu meira sé vitað um yfirborð tunglsins en botn hafdjúpanna, enda eykst nú þefkikingin á hinu fyrrtalda dag frá degi. En rann- sókn hafdjúpanna miðar einnig drjúgt, jatfnt sem nú eykst óð- fluga þekkingin á sögu jarðar- innar og . eðli, steintegundum, efnasamsetningu sjévarins, o. fl. o. fl. Um þetta allt hafa verið skrifaðar þær firæðibækur, sem fyrir einu til tveimur árum þóttu vera í fullu gildi, en eru nú úreltar með öllu — lengri tíma þurfti ekki til. Auik hinna vísindalegu sjónarmiða er það togstreitan milli kjamorkurisa- veldanna, sem kyndir undir og veldur þessari hraðfara þróun, sem einna helzt mætti líkja við sprengingu. Án gervitunglanna, sem sveima umhverfis jörðina án afláts, væri ekiki enn fengin nákvæm vitneskja um lögun jarðarinnar né hin miklu meg- inlönd staðsett með ýtarlegri nákvæmni. Gervitunglin eru eskki síður haigkvæm að hafa þegar fárviðri er í aðsigi, spá þau veðri betur en nokkur veð- urspámaður gat gert með því að líta til lófts eða spá í gigtina í sjáffum sér. Miklu betur. Einn- ig tii þess að fylgjast með því hvort ófiriður ætili að fara að hreyfa sér: Þau senda óðara boð ef kveikt er á kjamorku- sprengju. Auk þess kunna þau vel að greina jarðskjálftahrær- ingar, en þetta em ný vísindi og hafa fært heim fyllri þekk- ingu á hinum duldu djúpum jaröar, allt að hinu innsta, en unnt var að finna fyrr. Með aöstoð hinna nýju undratækja að aiuki: lasers og tölvu, hefur tekitt að afla stað- góðrar þekkingar á því sem í jörðinni dylst, og svo að óhugs- andi hefði verið áður en þetta kom til sögunnor. Nýlega hefur verið fundinn upp jarðskjálftamælir, sem mælir hræringar langfcum dýpra niður en áður var unnt. Þebta tæiki er samsefct úr 60 jarð- skjálftamælum sem grafnir eru grunnt í jörð á stóru land- svæði. Nú er verið að koma fyrir sams konar jarðskjélfta- mælitækjum í Noregi. Þau taka við öldum úr innsta skanti jarðar. (M.E. þýddi og endurs.). A. 5. B. féiag afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkurbúðum þakkar félagskonum gott samstarf á árinu sem er að líða og óskar þeim og landsmönn- um öllum. GLEÐILEGRA JÓLA! góðs og farsæls komandi árs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.