Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 4
4 — JÓLABLAÐ Glefsur úr Mallorkaferð: Seint í september sl. bauð ferðaskrifstofan Úrval fulltrúum reykvískra frétta- stofnana til hálfsmánaðar- dvatlar á Mallorka. „Þið eigið bara að slappa af“ sagði framkvæmdastjóri Úrvals, þegar ég innti hann eftir ferðaáætluninni, og ég tók hann á orðinu. Þess vegna fór því fjarri að ég eyddi dvölinni syðra í víðtæka efnissöfnun fyrir væntanleg greina- skrif, og eftirfarandi grein er bara ósköp venjuleg frásögn af sumarleyfi ósköp venjulegs íslendings í sólskinsparadísinni miklu. Fólk í allskonar litbrigðum Iiggur daglangt í ylvolgum sandinum, fær sér sundspretti eða reikar um. Þar haida þeir „túrismanum" fornar- hátíö, hann er þeirra alfa og ómega Haiustið var að heiilsa mör- landanum. Mikilúðleigt hraunið var grárra en sjálfur hvers- dagsleiikinn, og það rétt hillti undiir Kei'li inni í bláþoku- bakka. Syfjuleg rödd í útvarp- inu tilkynnti gleðifréttir morg- undagsins: , .Suð-Vesturland, suðaustan kaidi, rigning . . .“ og maður hugsaði til þess með óblandinni gleði, að í heilar tvaer viikur yrði maður laus við þessa rödd, allar heimsins vind- áttir, rigningu, þofcu og kwlda. Baliinn var aðeins örskots- stund að bruna eftir eggslétt- um Keflavíkurvegirium og áður en varði stóð innihald hans eins og fé í rétt framan við a£- greiðsluborð og beitti hrindran og pústran tii að verða sér úti um naegilegt fríhafnargóss edns og sönnum Islendingum ber. Ein frú úr hópnum * á eftir- minnanlegt plagg úr þeim við- skiptum, en á kvittun, er fylgdi lítilii Kodak instamatic mynda- véi, sem hún keypti sér, stóð skýrum stöfum „1 stk. imba- kassi“. Eftir þessu að dæma er allur gangur á virðuleik op- inberra plagga, sem send eru í afritum til hárra embætta. Þegar viðskiptum var lokið, og flesttr höfðu fengið sér eitt- hvað tíL að væta kverkamar með, var haldið suður á bóginn með þotu Fluigfélags . Islands. Flugið var hið þægilegasta, tók aðeins fjórar klukkustundir, og þessi skammd flugtími gerði það að verkum, að faestir voru rétt meira en góðgllaðir, þegar við stigum út úr vélinni í Palma. t>ar var oktour þegar í stað skipað upp í áætlunarbíla, og siðan hófst maraþonkeyrsla á áfangastaðina, sem voru margir, sumir í borginni sjálfri, aðrir í úthverfum Dg enn aðrir í smá- bæjum við ströndina. Við blaðamennimir, ásamt 15—20 hótelgestum öðrum, áttum lengsta leið fyrir höndum, en okikur hafði verið ætlaður stað- ur á Hótel Barhados í smábæn- um Magaluf, sem er tæpa 20 kim frá Patma. Á leiðirmi dreyptum við á „flugvélabenz- íni“, og frú nokkur stjómaði fjöldasong af miklum krafti. Allir voru i bezta skapi, því að framundan var hálfsmánaðar leti- og skemmtanalíf, og þótt sólin væri löngu gengin til viðar, vissum við, að hún myndi ekki sofa yfir siig daginn eftir, en vera gjafmild á geisla sína við okkur íslendingana, ræfiislega og næpuihvíta. Sóldýrkun í algleymingi Steinsnar frá Hótel Barbados teygir síg hvit strandlengja, og frá sólarupprás til sólarlags verður þar vart þverfótað fyrir fólki í ails konar litbrigðum. Sumir' eru hvítir, aðrir rauðir, og svo eru til mýmörg af- brigði af brúnku, misjafnlega falleg eins og gengur. Það er undarlegt, hvemig sóidýrkun- aræði getur gripið alheilbrigt fólk. Það skiptir ekki máli, þótt manneskjan sé lítt hégómleg að eðlisfari, rauðhærð Pg freknótt og viti það af dýrkeyptri reynslu, að hún getur aldrei flengið hið lítilmótlegasta af- brigði af brúnku, hún þráast og þráast og liggur í sólinni, þar til hana logsvíður í allt hör- undið. Hún hefur ekki matar- lyst fyrir sóldýrkun, né heldur ró i sínum beinum til að sofa. Og loks, þegar henni kemur blundur á brá, dreymir hana kaffibrúnar vemr í þúsundatali, og hún hrekkur upp með and- fælum m að kanna, hvort rauða skorpan utan á henni sjálfri hafi ekki ummyndazt í brúnku með einhverjum dularfullum hætti. \ . ‘ , ' • V i ‘ . Því fer fjarri, að þessi sjúk- dómsgreining eigi við konur einvörðungu. Karlmenn eru litlu skárri. Þeir maka sig út í sólarolíum, glenna út tær og fingur og bretta sundskýlu- strengina svo langt niður, að við bcrð liggur að beir ógni ai- mennu velsæmi. Fæstir hafa sóidýrkendur döngun í sér til að lesa, og samræður eru ednkar andiausar, enda snúast þær mestmegnis um brúnku, sól og hitastigið. Aðeins glaðvær hlát-_ ur barna rýfur hina dramatísku þögn, sem ríkir við ströndina, en stundum heyrir maður líka bölvað hressilega á íslenzku: „Fjandinn hafi það, ég ætla nú að gefa mér tíma til að fá einn fyrir matinn“. Annars hafa Islendingarnir í Magaluf það að venju, að koma saman fýrir hádegi og leika blak úti í sjón- um. Karlar á öllum aldri sýna þar furðulcga leikni við að fóta sig í ölduganginum og hitta boltann við og við. Tíðar kút- veltur í sjónum gera leikinn enn skemmtilegri og að leiks- lokum safnast kempurnar sam- an við’ Bar Magaluf ásamt ís- lenzka kvennablómanum á staðnum, og það lið, sem tapað hefur, gefur einn umgang. Þetta er góður siður og hefur stuðlað að aukinni samheldni Islendinganna í Magaluf. Gaman og alvara Landarnir, sem við hittum, voru á ýmsum aldri og úr mörgum stéttum þjóðfélagsins, lífsglatt fyrinnyndarfólk. Sumir hafa það til siðs að fara til Mallorka á hverju ári, og eru 11 mánuði ársins að spara sam- an farareyri. En flest vorum við þama í fyrsta sinn, og ekiki eins veraldarvön og hin, enda urðu okkur á ýmsar skyssur, sem við ýktum, krydduðum og hent- um gaman af. Einn kvaðst hafa Ðotið í makindum á vindsæng ■rétt viö ströndina, en misst stjóm á farartækinu. Skipti það engum togum, hann fékk ókeyp- is far yfir Palmaflóann, en það bjargaði honum á heimleiðinni, að fjármunir hans vötu dyggi- lega geymdir í hattkúf, sem á höfði harts var. Kona nokkur átti oft fótum fjör að launa í viðskiptum við spanjólla, sem sátu um að tæta af henni skart- gripi. Ennfremur var hún hald- in þeiirri hættulegu áráttu að sofna, þeigar hún var ein á ferð með strætisvögnum og í leigu- bílum, og hafði það stundum nær komið henni í koill. önn- ur, grunlaus um bragðvísi spænskra kaupaihéðna, kom heim úr verzlunarferð með tvo rauða hægrifótarskó, sinn af hvoru stærðamúmeri. En þessar h-rak- farir voru aðeins bamaleikur hjá öðru vandamáli, sem upp kom á fjórða degi dvalarinnar, — vedkindum. Morigun nokk- um eftir litríka næturklúbba- ferð vaknaði undirrituð sárþjáð af magákvillum, og kenndi um hinum spænsku guðaveigum. Með því að hún er haldin meðfæddri vantrú á læknavís- indi, lét hún pillur og með-ul lönd og leið, og lækningamátt- ur móður náttúru sá um að koma henni á fætur eftir stutta legu. Hafði þá heldur fækkað í hinum fjölmenna og glaöværa hópi Islendinga á Barbados, því að uim það bil helmingur var fallinn í valimi af ókunnum ástæðum. Umræður eftirlifenda snerust nú um magaverki, bedn- verki, höfluðverki, sótthita, pill- ur og mixtúrur í stað sól- brúnfou, skerruntana og brand- ara. Til allrar hamingju var lyfsaii með í ferðinni með ferðaapótek sitt, sem hinir sjúku boröuðu upp til agna á met- tíma, en síðan var sóttur lækn- ir, sem mældi hlustaði og gaif út lyfseðla i griíð og erg, og kvað síðan upp sjúkdómsgrein- ingu sína, — matareitrun. Gekk fólki misvel að hrista þennan vágest af sér og heldur dró úr matarlyst ofckar við tíðindin. Þótt undarlegt megi virðast, varð þeim sízt misdægurt, sem lagt höfðu sig í líma um, að vökva lífsblómið hressilega, en það ráð reyndist þó engan veg- inn óbrigðult. Sá ofokar, sem hafði fylgt því einna bezt, veiktist heiftarlega að ferða- lokum, og þegar hann loks mátti mæla, spurði hann annan, sem var orðinn keifour og hress eftir 5 daga legu: — „Heyrðu, hvenær gaztu byrjað að drekfoa aftur?“ Á þessu mifcla veikindatíma- bili gafst starfsliði hótelsins gott tækifæri til að auðsýna nærfæmi og elskusemi, enda var hér um að ræða aiflbragðs- fólk, sem sinnti störfium sínum með áhuga og ánægju. Stund- um var raunar heldur mikið af því góða, eins og þegaæ svart- eygir þjónar hvísluðu undur- sætt í eyra manns: „I want to marry with you“, en þessu vandist maður, og hætti að taka alvarlega. Það edna, sem verullega var ábótavant á hótel- iniu, voru samgöngumálin, en það gat komið sér mjög illa. Lyftumar áttu til að Ixvemeita að hlýða manni, jafnvel stoppa á milli hasða, og stundum þegar við vorum á leið ofan í mat- saiinn, prúðbúin og glerfín, lentum við afan í einhverju neðanjarðarbyrgi, sem á lyftu,- skiltin-u hét -f- 2. XJr gaxðinum umhverfis Hótel Barbadosi í MagaluL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.