Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 31
J ÓLABLAÐ — 3| En-gum þykir vænt um yktour. En ég ætla mér ékki að ganga í sjóinn og etoki heldur verða vond manneskja. Starkaður: Svona! Hvað er u-m að vera? Eýður: Hún er barnið mitt. Geirný: Fyrirgefðu mér Nanna. (Snýr sér að Lilla). Lilli. þú getur farið héðan með hús- bónda þínum. Við hittumst öll í tugthúsinu. En, því miður, eíkiki sem vinir. Starkaður: Hvað nú? Geimý:' Bakhjalikir ástarinn- er að b'resta, Starkaður. Ég held, að ég verði að finna mér aðra fótfestu, hvort sem það teku-r sjö ár eða alla ævina. Starkaður: Og kennir mér um. Hetjuilegt er það. Geirný: Hér eru engar hetjur, nema krakkinn, sem er að ær- ast hérna, vegna þess, að hún ræður ekki við veröldina. Lýður: Hún er músin, sem datt í rjómatrogið, og gafst ekki upp, heldur synti þar til hún sat á smjörsköiku. Nanna: Þessa sögu heyrði ég í smábarnaskólanum. Mikil er spekin. Lilli: Nann-a, Nanna mín Trúirðu — —. Nanna: Já, þú ert Ijótur. Þú hefur ljót au-gu og Ijótan munn og ert kallaðu-r Lilli, af því að þú verður alltaif lítill og Ijót- ur. 5. ÞÁTTUR. (Daginn eftir, kl. 7 að kvöldi. Sjoppan er lofcuð. Nanna geng- ur fram og aftur meðfram henni). Tryggvl: (Gengur hægt og skimar í kringum sig, nemur staðar og athugar sjoppuna) Veiztu hverjir verzla hér? Nanna: Hér verzlar enginn. Hvað vantar þig drengur? Tryggví: Ég er að leita að svona söluturni. Ég held, að þetta sé sá rétti. Ég ætlaði að finna hjónin, sem eiga hann. Þau heita Geimý og Sta-rkaður. Hún er systir mín. Nanna: Ertu úr sveit? Tryggvi: Já, ég kom í gær- kvöld. En þau vildu ekki. lofa mér að vera og komu mér fyrir hjá öðru fólki. Ég hitti þau aldrei heima í dag. Og fóik þykist ekki vita, hvar þa-u eru. Og nú er ég að leita að þeim. Hefur búðin verið lokuð í dag? Nanna: Hún verður lokuð hér eftir. Tryggvl: Veizfcu, hvar þau eru? Nanna: Elkfci með vissu. Tryggvi: Enginn vill segja mér neifct. Þau hafa líklega lent í bílslysl. Nanna: Nei, nei. Þú færð áreiðanilega að sjá þau. En þau eru víst að hifcta menn að máli þessa dagana. Tryggvi: Hafa þau gert eitt- hvað ljótt? Nanna: Því héldurðu það? Tryggvi: Þetfca fer svo leynt. Og af þau eru hvorki slösuð né veifc, veit ég ekki, hvað ég á að halda. Nanna: Þetta er að byrja að koma f blöðunum. Lítið fyrst. En smám saman kemu-r sagan öll. Tryggvi: Þá geturðu bara sagt eins og er. Nanna: Þau seldu smyglað áfengi og eitur. Þau voru víst kærð í gærtovöld. Tryggvi: Þau bæði? Nanna: Já, bæði tvö. Tryggvi: Og þetta, sem getur verið svo hættulegt og valdið slysum. Eitt slysið varð í nótt. Fólk er að kaupa blöð á Lækj- artorginu í kvöld. Þar var sagt frá dauðaslysi. Maðurinn var etoki nefndur. En fólkið, sem var að lesa þetta, sa-gði, að það væri Lýður Pálsson próf- essor. Nanna: (Áköf) Segðu ekki, hvémiig það var. Ég vil ékki heyra það. Ég er búin að heyra það. Allir eru að tala um þetta. Tryggvi: Ég hlustaði alltaf, þegar hann talaði í útvarp. Nanna: Ég 1-íka. Tryggvi: Ertu að bíða eftir einhverjum? Nanna: Nei, ég var í leikfimi milli fi-mrn og sex. Nú er ég bara að rápa til og frá. Ætli ég fari ékki til augnlæknis á morgun. Tryggvi: Sérðu illa? Nanna: Ég hef lesið of mik- ið. Ma-mma vildi fyrir löngu, að ég færi til augnlæknis. En ég vildi það ekki. Ég hélt, að mér yrði bannað að lesa. Ég las og las — og svo er allt til enskis. Tryggvi: Hvað áttu við? Nanna: Það var pabbi minn, sem dó svona, — svona eins og þú veizt. Ég er fósturbam. Það vita fáir. En ég hef það frá honum að vena fljót að læra. Ég hef þessi veiku augu líka frá hon-um. Og bver veit, hvað ég hef erflt? Tryggvi: Hvað heitirðu? Nanna: Nanna Hreinsdóttir. Tryggvi: Það er fallegt nafn. Ég heiti bara Tryggvi. Nanna: En það þykir mér vænt um. Þú heitir eins og Tryggvi Gunnarsson. Ég hef lesið bók um hann. Og ég varð mfklu duigle'gri á effcir. Ég læri oft af fölkmu í bókunum. En etoki þyrði ég að sundriða Blöndu eins oig hann. Tryggvi: Ætlarðu ékki bráð- um heim að borða? Nanna: Pabbi er í siglingu. Mamma verður etoki vond, þó að ég komi seint. Ég er líka réfct að fara. — Pabbl er skip- stjóri á Helsingjanum. Seinast færði hann mér skeljar frá Afríku. Tryggvi: Og á morgun færðu gleraugun. Þá batnar þér í auig- unum. Nanna: Afi varð blindur um ferfcugt. Tryggvi: Læknar voru þá ekki eins lærðir og núna. Nanna: Hvemiig á ég að vinna fyrir mér, ef ég verð blind? Tryggvi: Ég skal vinna fyrir þér. Nanna: Ertu svona góður? Tryggvi: Fólk hjálpar oft hvað öðm. Og það er ekki nema sjálfsagt. Nanna: Ég var svo reið i gærkvöldi, að ég vissi ékfci mitt rjúkandi ráð. Mér fannst allir vera að svíkja mig og gera mér illt. Þá öskraði ég til þeirra og sagði, að ég skyldi aldrei gefast upp, ég skyldi aldrei drekkja mér í sjónum og ékki held/ur verða vond manneskj-a. Nú hef ég verið að -h-Uigsa um það í kvöld, hvort ég sé manneskja til að standa við þetta. Fólk verður oft svo vont, ef illa er farið með það. Tryggvi: Áttu ekki gott heim- ili? Nanna: Jú, jú. En þeim þykir ég svo skrítin, að þau hafa talað við uppeldisfræðing. Ég segi þeim aldrei neitt. Tryggvi: Fullo-rðið fólk er oft svo undarlegt. Nanna: Hugsa sér, ef við verður einhvernfcíma eins og hyskið, sem var hér í sjopp- unni! Tryggvi: Við skulum etoki tala um þetta. Nanna: Hvað erfcu gamall? Tryggvi: Ég verð fermdur í vor. Nanna: Og ég í haust. Tryggvi: Við emm þá nærri jafn görnul. Nanna: Það var siður í gamla daga, að börn gáfu eitthvert loforð, þegar þau fermdust. Veiztu, hvað það var, og hvort þau stóðu við það? Tryggvi: Nei, það veit ég ekki. Nanna: Eiigum við ékki að lofa þvf í laumi, að verða aldrei vondar manneskjur? Mér gengur betur að efna það, ef ég veit að þú lofar því líka. Tryggvi: Ég skal muna það. Nanna: Þá ætla ég að fara heim og reyna að vera róleg. Ég ætla að lesa eitthvað. Tryggvi: Ég fer lítoa. Ég fer þan-gað, sem ég gisti í nótt. Mér er bezt að fara heim á mongun. Ég mátti vera þrjá daga. En ég fer bara heim. Vertu sæl, Nanna. Nanna: (Kallar um öxl) Nú veit ég, hvað ég á að lesa í kvöld. Gömlu, góðu bækumar haifa alltaf getað huggað mig. Endir. Gleðileg jól og farsælt nýár! — Þökkum viðskiptin á liðna árinu. MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Sendir öllum félögum sínum beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og gæfu og gengi á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. BIFREIÐA- EIGENDUR Athugið að bifreiðin sé á góðum hjólbörðum fyrir jólahátíðina. — Allir vita, að hjólbarðana, við- gerðir og góða þjónustu er að fá hjá okkur. Coniinenlal Gummivinnustofan hf. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 31055. □ VIÐGERÐIR OG □ LEIÐRÉTTINGAR Á □ ÁTTAVITUM RÍKISÚTVARPIÐ KONRÁÐ GÍSLASON Verbúð 4 v/Tryggvagötu. Sími 15475. óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.