Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ — 29 Hávamálum. Þú ert víða heima, Nanna. Nanna: Nei, en ég hugsa um allt, sem ég les. Þá á ég það. En ég vil ekiki semja við þig. Geimý: Því ekki? Nanna: Ég veit það ekki. Starkaður: (Snarast inn og opnar söluigættina) Fólk gengur framhjá, þegar þú hefur lokað Geimý: Ég skrepp í fiskbúð, áður en þeir loka. Sæll á með- an. (Grípur kápu sina og fer). Starkaður: (Teygir sig út úr gættinni) Hvað er orðið af öll- um krökkunum? Ég tel þig ekki með krökkum, Nanna. Nanna: Skólinn er búinn í dag. Ég er að fara. Ég var bara að tala við konuna þína. Starkaður: Þú þarfit ekki að fara, Nanna. Er ekki alveg eins hægt að tala um bókmenntir við mig, þó að ég sé ekki alveg eins fróður og þið. Ned, ég kalia þig ekki krakka, en ég lejÆ mér að kalla þig undrabarn. Þú hefur sjálfcagt heyrt það, að stundum „finna“ menn undraböm og koma þeim á rétta hillu. Nanna: Þetta hefur þú úr kvikmyndaslúðurdálkimum. Starkaður: (Hlær) Ég ætla ekki að bjóða þér hlutverk í kvibmynd. Þú ert of mikill kvenskörungur til þess að brosa fyrir peninga. Þú talar líka svo kuldalega um peninga, Nanna litla. Við sfculum þá tala um eitthvað skemmtilegra. Sástu það í blöðunum, að eitthvert fiélag í Amerfku hefur kornið á nemendaskiptum milli Islands og Ameríku? Nanna: Já, einhvers staðar sá ég það. Starkaður: Þar er nú ekki valið af verri endanum. Teknir gáfuðustu krakkamir úr hverj- um skóla. Svo er þeyst með þetta um allt land og leikið við krakkana á alla lund í tvo mánuði, minnir mig. Nanna: Það hlýtur að vera fjarska fróðlegt. Starkaður: Og náttúrlega er séð um, að krakkamir lendi hjá góðu fóllki. Nanna: Ekki efast ég um það. Ég hef lesið um svona nemendaskipti. Starkaður: Ég þarf víst ekki að fræða þig um neitt af þessu tagi. Þú ert kannski þegar ráð- in í ferðalagið. Ekki stæði á kennurum þínum að mæla með þér. Nanna: Ég hef ekki hugsað neitt um þetta. Starkaður: Þú ert'varla lengi að koma þessu í kring. Nanna: Fari þeir, sem fara vilja. Ég hef öðru að sinna. (Gengur hvatlega burt). Gcirný: (Kemur inn, tekur bók upp úr tösku sinni, blaðar þegjandi í henni) Ég fann hana strax. Starkaður: Er þetta ýsan, sem þú ætlaðir að kaupa? Geimý: Ég skrapp á Bóka- safnið. Starkaður: Hvaða sálnareg- istur er þetta? Geimý: Það er bók, sem gengur undir nafninu: Allan skrattann vígja þeir. Sjáum til: Séra Ámundi Jónsson og kona O P AL h/f Sœlgœtisgerð Skipholti 29 - SÍMI24466 NLF-búðin auglýsir: Náttúrulækningabúðin Týsgötu 8 hefur eingöngu úrvalsvörur, sem margar hverjar fást ekki annarsstaðar. Munið, að við sendum heim alla föstudaga. Bara hringja, þá kemut það. Síminn er 10263 hans, Nanna Hróbjartsdóttir, áttu einn son, Hrein. Hann kvæntur Sigríði Jónsdóttur. Bam þeirra Nanna. Starkaður: Ertu búin að fá eiríhverja meinloku viðvíkjandi stélpukvikindinu? Hvað viltu með ættina hennar? Gera ein- hverjar sálfræðilegar athugan- ir? Hlífðu mér við allri heim- speki. Geimý: Mér datt bara í hug, að hún væri kannski fóstur- barn eða kjörbam. En þess væri getið, ef svo væri Starkaður: Og hvað kasmi það málinu við? Geirný: Ég varð að vita þetta. 4. ÞÁTTUR (Sjoppan. Þremur dögum seinna). LiIIi: (Ungur maður í dökk- gráum jakka og ljósblárri milliskyrtu, með döklkblátt hálsbindi, stendur iinnan við sölugættina.) Sæl og blessuð. Nanna. Nanna: (Kemur að gættinni hún er í þykkri peysu, hvítri með bláum rósum, og í svört- um buxum. Hún er vél greidd. Hefur hendur í vösum.) Sæll Af hverju ertu kominn úr skræpóttu skyrtunni? LiIIi: Þér þótti hún ljót. Nanna: Þú vissir sjálfiur, að hún var hlægileg. Lilli: Mér var sama áöur. Nanna: Og þú ert kominn úr jafckanum með Islandskortinu á hryggnum og öllum útsaumn- um. Þú ert eins og nýr maður, þegar þú ert laus við þessa fáránlegu leppa. Lilli: Ég vil veröa nýr mað- ur. Nanna: Hvers vegna leyfirðu að kalla þdg Lilla? Það er bjánalegt, að kalla fullorðinn mann svona tæpitungunafni. Lilli: Ég skal hætta því. Kallaðu mig Harald. Nanna: Ég ætla þá ekki að hugsa um Harald hárfagra. Hann var svo gráðugur. Ég hef skömm á græðgl, síöan þessi ólánstum kom. Lilli: Hugsaðu þá um unga prinsinn í Noregi. Nanna: Nei. Frekar Harald í Stougiga-Sveini. Lilli: Jæja, þá kalla ég þig Ástu. Og þú átt að bjarga mér. Nanna: Frá hverju? Lilli: Frá fortíðinni. Nanna: Varla ertu sauðaþjóf- ur. Hvað hefurðu gert? Lilli: Ekkert. Ég er ónytj- rmgur. Nanna: Þú ert að læra. Lilli: Já, til þess að gera eitfihvað. Nanna: En til hvers ertu hér? Lilli: Ég er að bvíla þau. Nanna: Þau unna sér aldred hvíldar. Lilli: Hver veit nema þau séu að vinna annars staðar. Nanna: Kallarðu, að þau vinni? (Hlær) Það er þá vinna! Liíli: Þau báðu mig að hvíla sig. Það er dálitið þungt að bera------- Nanna: Bera syndina? Eru þau uppgefin? Lilli: (Hlær) Að bera ölkass- ana af bílnum og hina inn. Nanna: Mér finnst samt eitt- hvað skrítið við þetta. Ég veit bara ekki, hvað það er. Ég ér að reyna að muna eitfihvað úr bófcum, sem útskýrír það. Það er fyrir löngu búið að semja bækur um allt, sem við þurfum að vita. Lilli: Hvers vegna leifcurðu ekld sjónleikinn þinn í dag? Nanna: Ég er að hugsa um, hvaða erindi þú hefur átt hing- að í þrjá daga. En ég er ekki hætt að leika. Ég leik á mbrg- un og alla daga. Engin vægð, lambið mitt, sagði Magnús sálaihásiki. LiIIi: Komdu með mér í Þjóðleikhúsið á morgun og í Þjóðleikhúskjallarann á eftir. Mig langar til að tala við þig, spjalla um bæfcur. Hér er aldrei firiður. Nanna: Ég er torakki,, og sæki litið skemmtistaði. Lilli: Þú ert enginn krakkL Þú ert vifiur toona. Nanna: En ég vil vera bam. Dæmið er auðvelt s>%-11 + m 3= x XxjO. W með hjálp Aristo p-ífa»;s . "i r"",r",,,í""rrrr 1 -4 t 016 ""»T"T"A"T"I GERMANf REIKNISTOKKUR á heima í hverri skólatösku Aristo relknistokkurinn er ómissandi fyrir þá, sem vilja fylgjast með án fyrirhafnar. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2. Síml 13271. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Sauðárkróki, Hofsósi, Vairmahlíð og Siglufirði. óskar öllum viðskiptavinum sínum GLEÐILEGRA JÓLA og farsældar á komandi ári. JÓIIN NÁLGAST Við viljum minna félagsmenn og aðra á, að hjó okkur fáið þið flest Það, sem þarf til jólanna Gagnlegar vörur til gjafa. Allt í (jólabakstur- inn — Jólaávextina — Nýlenduvörur gllsikonar — Hreinlætisvörur — Tilbúinn fatnað — Vefn- aðarvöru — Skófatnað og aðrar fáanlegar nauð- synjar. — Gleðileg jól! Farsœlt komandi ór! Þðkkum viðskiptin! Eflið ykkar eigið verzlunarfélag með því að skipta fyrst og fremst við það. Kauofélag ísfírðinga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.