Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ — 9 VORT BRAUO „Hjarðir það vitu, nasr þaér héim skulu óg gan.ga þá af grasi — —“ Eins og segir í Hévamólum kunna sképnur jarðarinnar sér magamál, og þær skynja jafn- vei, hvað þeim er óhollt eða banvænt að leggja sér til munns. Undantekning er þó mann- sképnan, sem hefur um langan aldur „etið og druikkið sér til dómsáfellis‘‘. Feigðarmerki hrörnandi menningar birtist otft í eyðslusýki, ofnautn og risa- vöxnum musterum, sem kallast þá sigurbogar, grafhýsi, keis- , arahallir, ráðhús, Péturskirikja / eða Hallgrímskirkja, eftir þvi á hvaða tíma og í hvaða landi t stjómarviðreisn er í fjörbrot- unum. Lucullus herforingi í Róm var frægur sælkeri. Fóru miklar sögur af borðhaldi hans og marga fýsti að sækja hann heim. Einu sinni mættu Ciceró og Pompejus honum á torginu og mæltust til að fá að heim- sækja hann, þar éð géstrisni hans væri sVo fræg. Luoullus tók því vel og bað þá að ákveða daginn. En hinir kváðust viija kioima, án þess að heimsókn þeirra væri sérstak- lega undirbúin. Lucullus féllst á það, en sagðist aðeins þurfa að gera matreiðslumanni sínum boð um, í hvaða, sal ætti að leggja á borð. Hann kallaði til sín þræl og bað hann að bera þau boð, að í dag ætti að snæða í Appollósalnum. Ciceró og Pompejus urðu Lucullusi samferða heim eftir litla stund, og beið þeirra þá máltíð, sem þeir hefðu varla getað gert sér hugmynd um í veizlu, hvað þá hversdagslega í heimahús- um. En það vissu þeir ekki, að Lucullus hafði sagt matseldar- mönnum sínum, í eitt skipti fyrir öll, að þegar lagt væri á börð í Appollósalnum, mætti máltíðin ekki kosta minna en gífurlega upphæð, sem hann nefndi. Sýrlenzkur keisari í Róm, varð meinlega fyrir glettni ör- laganna: KAUPFÉLAG TÁLKNAFJARÐAR óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Landssamband verzlunarmanna óskar félagsmönnum sínum árs og friðar og þakkar samstarfið á árinu, sem er að líða. Landssamband verzlunarmanna „— — Oft bað hann hvern gest að taka með sér silfurdisk- inn og staupin, sem hann hafði tæmt við máltíðina. — Vatnið í sundlaugum hans angaði af rósailmi. Búnaðurinn í her- bergjum hans var af ónix og gulli, fæðan, sem hann neytti, þurfti að vera sjaldgæft hnoss- gæti, klæði hans voru alsett gimsteinum frá kórónu niður á skó, og það orð lék á, að hann bæri aldrei sömu hringana tvisvar. begar hann 'ferðaðist, þurfti 600 vagna til að flytja farangur hans og frillur. Spá- maður tjáði honum, að hann mundi hljóta vofeifiegan dauða, og fékk hann sér þá virðu-,, legan útbúnað til að fyrirfara sér, ef nauðsyn bæri til; snörur af purpurasiliki, sverð, gulli lögð, eiturefni í hylkjum af safirum og smarögðum. — Hann var veginn á kamri“. (Úr Rómaveldi. Þýð. J. Kr.). Oft var engu minni áherzla lögð á skraut og undrunarefni í sambandi við máltíðina en matinn sjáifan. Auðmaður í Flórens, Bernadettó Salatani, hélt veizlu árið 1476, sem er þannig lýs^: „Máltíðin hófst með þvi, að hverjum gesti voru réttar loga- gylltar kökur á fati. Næsti rétt- ur var hanabrjóst, prýtt skjald- armerkjum. Tignasti gesturinn fókk, aruk þess, gosbrunn á fati, og gaus hann ávaxtavíni. Þar næst voru inn bornir alls konar. kjötréttir: ali'kálfakjöt, svína- kjöt, fasanar og villihænsna- steik. Ásamt þessu var fram borið stórt, lokað silfurker, en upp úr því flaug lifandi smá- fuglahópu-r, þegar lokið var tekið af. Kerið var, auk þess, skreytt gervipáfugiLum, með þöndum vængjum ag sperrtu stéli, og héldu þeir á ilmandi reykelsi í nefinu. Etftirréttimir voru sætindi alls konar og fiimmtán tegundir af Vini. Þegar máltíðinni var lokið, fékk hver gestur ilmvatn til handþvotta, og inn voru bomar trjágreinar vættar dýru ilm- vatni, og bgrst anigan þeirra um allan salinn — —•“ Annar höfðingi, Ágústínó Chige, hélt vinum sínum veizlu í Róm: Hann lét, að lokinni máltíð, fleygja borðbúnaðinum, sem var úr guili og silfri, í fljótið Tíber í viðutrvist gest- anna. Sumir gátu þess til, að hann hefði áður lagt net í fljótið og veitt upp ílátin í næði, þegar gestimir voru famir. Brúðkaupsveizlur gerðust svo fjölmcnnar víða um Nordurlönd á 16. og 17. öld, að sums staðar voru sett lcg til að takmarka gestafjöldann, eftir etfnum og mannvirðingum brúðhjónanna. Var til dæmis svo ákveðið í Danmörku, að embættismenn og kaupmenn mættu bjóða 24 fjöl- skyldum og 12 piparsveinum. Handverksmaður mátti bjóða 12 fjölskyldum og 6 piparsvein- um. Bóndi mátti bjóða 12 fjöl- skyldum. Svipuð lög voru í gildi í Þýzkalandi. Lögunum var framfylgt á þann hátt, að boðsmaður fór bæja á milli með skrá yfir þá gesti, sem koma áttu. En yfir- vald héráðsins hafði afrit af þessari skrá og lét telja þá út úr kirkjunni. Urðu menn að greiða háar sektir fyrir að hatfa fleiiri gesti en staða og stétt heimilaði. En höfðinglyndir menn álitu svo mikinn sóma að fjölmennum veizlum, að þeir greiddu fúsir fégjöld fyrir óboðna gesti. Loks voru sett lög til höfuðs boðflennum, og varðaði það 14 daga fangelsi, við vatn og brauð, að mæta óboðinn í brúðkaupi. Gjafir voru oft rfkulegar og dæmi til, að um 5 þús. lóð silfurs og 300 gullpeningar voru gefnir í brúðkáu-pum fyri-r- mánna. Þýzkur rithöfundur amast sér- staklega við ógiftu fólki í veizl- um. (Hetfur eflaust síysarf í hjónaband sjilfur). „— Það er mikiU ósiður að safna að sér hersingu af piparsveinum og piparmeyjum. Faðir brúðarinn- ar gerir gestunum lítinn sóma með þvi að hlaða þessu fólki eins og mjölsekkjum við borðið. Haran hutgsar aðeins um gjafirn- ar, en slítot er ekki ómaksins vert.-----“ — — Matreiðsluménn kón- un-ga og stórhötfðinigja voru oft allfrægir menn og metnaðar- FramlhaiLd af 9. saðu. Má ég vera meö? HQH m§ ■ism-eam Nýju bílarnir frá Reykjalundl draga stelpurnar að bílaleiknum líka. SEX NÝJAR GERÐIR fást nu í öllum Ieikfangabúðum. Stigabíll, kælibíll, sándbíll, flutningabíli, grindabíll og tankbíll — allir í samræmdri stærð — og svo stærri MALARBÍLL. Harðplast — margir litir. VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Mosfellssveit — Sími 91 66200 SKRIFSTOFA í REYKJAVlK Bræðraborgarstíg 9 — Sími 22150 í i t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.