Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 18
|g — J ÓLABLAÐ ert. Fólk er hætt að verða uppnæmt fyrir útlenzku. Starkaður: Ekki er ég viss um það. Segjum, að það héti St. Paulí. Geirný: Við reynum enga út- lenzku. Bíddu við. Við köllum gildaskálann okkar blátt áfram Fjósið. Starkaður: Hvað segirðu? Geimý: Ég sagði Fjósið. Nú er farið að bóla á því, að rykið er þurrkað af gömlu skrani og því tyllt í öndvegi. Skótízkan er eins og um aldamót Krínó- línan er komin aftur, og er nú úr svampi. Gömlu dansam- iir eru komnir aftur. Ungt fólk er farið að yrkja rímur til að vékja á sér eftirtekt. Nú er nefnilega svt> komið. að órímuð ljóð vekja ekki meiri eftirtekt en kona í bláum vinnubuxum. Starkaður: Þetta mun vera rétt. Geirný: Það voru veitt 100 króna verðlaun á fomgripasýn- ingunni um daginn fyrir að þekkja trafakefli. Starkaður: Þetta var lffika s'kemmtiatriði í Stóra-Bíó á kvöldvökunni í vetur, að þekfcja gamla hluti. Geimý: Eitthvað heyrði ég þess getið. Starkaður: Þar var boðið sút- að, fagurblátt gæruskinn fyrir að þekkja gamlan hlut. Hann var svipaður skotthúfiu í lögun, en enginn gizkaði á það rétta, fyrr en ungur og efnitegur blaðamaður kvaddi sór hljóðs og flutti snjalla ræðu um til- finningalif búfjárins. Hann sagði, að svona prjónabót hefði verið saumuð neðan í kviöull fjárihrúta, þegar þeir gengu í fé fram eftir hausti. Þetta var glansmúmer kvoldsins. Gcimý: Já, þetta þótti mikill frami fyrir manninn. Ég man þetta allt núna. Þedr, sem ætla sér að framleiða kaeti á sam- komustöðum, verða að skynja og skilja, á hvaða þrepi skemmtanalífið er statt einmitt núna. Starkaður: Þú talar stundum eins og sálfræðingur. En hversu vel, sem þú skjlur skemmtana- lífið spennir'ðu bogann of hátt, ef þú kallar gildasfcálann Fjós- ið. Geimý: Ég veit, hvað ég segi. Ein þeirra kenninga, sem þykist vera ný, er sú, að allt eigi að sýna sig í sinni upprunalegu. nöktu mynd, einkum, ef hún er ljót. Stofuborðið er ekki reglu- legur dýrgripur, nema í þvi séu stóreflis kvistir. Bráðum verður alveg haett að mála. Starkaður: Allt, nema ásjónu kvenfólksins. En þá verða mál- arar atvinnulausir og málning fellur í verði. Geimý: Þá verður hægt að mála alla Reykjaivík fyrir hundrað krónur, en enginn viU láta mála sitt hús. Starkaður: En svo geta líka ótrúlegustu hlutir stigið í verði. Ég iheld það nú. Einskis verðir hlutir. Til dæmis getur verið að mannabein hækki gífurlega í verði. Geimý: Mannabein! Starkaður: Já, ekkert bykir eins furðutegt og ef fom- mannabein finnast einhvem- tíma í mold. Geirný: Það sannar lika hvorki meira né minna en það. að fommenn hafa haft beina- grind. Starkaður: Upp úr þessu sprettur svo áhuigi fyrir beinum almennt. Geimý: Þú ætlar þó ekki — Starkaður: Snúum okkur að Fjósinu. Var huigmyndin al- vara? KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA Húsavík — Stofnað 1882 Þa'kkar ölltum viðskiptavinum sínum og velunnurum fyrir liðinn tíma og óskar þeim gæfu og gengiis í framtíðinni. GleSileg jól! Vestmannaeyingar! Uim leið og við flytjum öllum bæjarbúum beztu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár og þökkum viðskipti liðinna ára viljum við vekja aithygli á að takmark samvinnuverzlunar er betri lífskjör fyrir fólkið í landinu. VERZLIÐ VIÐ EIGIN SAMTÖK! Kaupfélag Vestmannaeyja V estmannaey jum. Geimý: Hvort mér var al- vara! Ekkert er auðveldara en að hafa gildaskálann eftirlfk- ingu af fjósi. Þar verða básar í röðum beggja megin við gang eftir miðju gólfi, sem táknar flórinn. En þar verður auðvitað dregill úr sauðsvartri ull, eða jafnvel hrosshári, en ekki flór. Innst í hverjum bás verður, í staðinn fyrir stall, hilla með grænu gervigrasi. Kýrhúð verður á gólfinu. Á borðinu verður dúkur með ein- hverjum búfjármyndum. Þilj- umar milli básanna verða mál- aðar sveitasælumyndum. Við fáum listamenn til að mála þar ferfcantaðar kýr, kringlóttar mjaltakonur og þrfhymda ketti. Starkaður: Gæti salurinn þá ekki heitið Baulustaðir? Geimý: Nei, unga fiólkið færi þá að hugsa um Baulu í Norð- urárdal og skildi ekki neitt. Nei, Fjósið á það að heita. Könnur og föt eiga að Ifkjast trogum og mjaltafötum. Lamp- amir eiga að vera eins og lýsis- kolur í laginu. Já, og Helga- kver á að vera í hverjum bás því að böm lærðu stundum kristindóminn í fjósj. Starkaður: Þú ert stórkostleg. Nú nenni ég ekki einu sinni að segja þér frá mínum hugmynd- um um veitingasalinn. Og var ég þó búinn að þraufihugsa þær. Það verður bærileg samvinna með okkur. Geirný: Það ætti ekki endi- lega að vera leiðintegt verk að græða peninga. Starkaður: Grasða skal ég, jafnvel, þó að það verði ekki alltaf skemmtiteg iðja. Bak- hjallur er það, að hafa í sig og á. (Hvolpurinn kemur hlaupandi). Tryggvi: Lubbi, Lubbi, skammastu bín, Lubbi. Enn er hann kominn hingað. Og bið emð hér enn. Ég huigsa, að óg viti, um hvað þið eruð að tala. Geimý: Hvaða speki er nú í þér, vinur? Starkaður: Um hvað erum við þá að tala? Þú færð fimrn- , tíiu fcrónur í verðlaun, ef þú getur rétt. Tryggvi: Ég hef nú lesið fleira en draugasögur. Starkaður: Jæja, hvaða bæk- ur? Tryggvi: Bækur afa. Starkaður: Hvaða bækur átti hann? Tryggvi: Hann átti Islend- ingasögumar flestar, og margar Ijóðabækur. Starkaður: Og auðvitað guðs- orðabækur. Tryggvi: Bara Bibláuna, sálmabókina og Vídalínspost- illu. En þær hef ég ekiki lesið. Ég skil ekki guðsorð. En hinar allar hef ég lesið. Afi átti lfka söguibækur — skáldsögur. Starkaður: Heldurðu, að við séum að tala um einhverjar af þessum bókum? Tryggvi: Ekki um bækumar. En þið eruð að tala um það sama og fólidð í skáldsögunum, (hlær). Það er alltaf að dást hvað að öðm. Trúltxfúðu menn- irnir í sögunum eru alltaf að hugsa um, hvað kærastan sé falleg. Mönnum þykir víst kær- astan alltaf falleg, þó að öðrum þyki hún ólagleg. Starkaður: Heyrir þú, Geir- ný? Tryggvi: Geirný er ekki ljót. Allir segja, að hún sé lík .mömmu. Starkaður: Margt hefur þú lesdð, Tiyggvi. En þú færð ekiki verðlaunin. Ég gef þér hönd mína upp á það, að getgáta þín er langt frá því að vera rétt. Tryggvi: Þá eruð þið bara eitthvað skritin, ef þið talið ekki eins og almennilegt fólk í góðum sögum. Margt af því, sem ég þarf að vita, er í þess- um sögum. Starkaður: Þú segir mikið. Tryggvi: Ég get sagt miklu meira. Geimý: Tryggvi minn litli, þú þarft ekki að segja meira. Taktu nú Luibba þinn og lok- aðu hann inni í kompu. Við komum rétt strax. Mamma er sjólfsagt farin að hita kvöld- kaffið. Tryggvi: Loka Lubba minn inni í kompu og láta hann skæla þar! Nei, hann er svo hræddur, þegar hann er lokaö- ur inni. Ég hugsa, að hann hafi ætt út í garð, af því, að þið eruð að flækjast hér. Kornið þið bara heim. Þið eruð ekki að tala um neitt skemmtilegt hvort eð er. Starkaður: Það er þó ailtaf gaman að fá ykkur Lubba í heimsókn. Tryggvi: Já, Lubbi er bezti hundurinn, sem til er. Starkaður: Er ekki bezt, að þú fáir fimmtíukallinn, þó að þú gætir vitlaust. Gjörðu svo vel, Tryggvi mágur. Tryggvi: Þakka þér kærlega fyrir. Lubbi, Lubbi, Lubbi minn. Líttu á, hvað ég hef. Þama á vtfsan við. Geimý: Hvað ætlarðu að gera við peningana, Tryggvi minn? Tryggvi: Nú skulið þið geta. Þið fáiö 5 aura, eif þið getið rétt. Starkaður: Þú kaupir þér hvellbyssu. Tryggvi: Ég gef þér alian skrokkinn á mér upp á það, að þú getur rammvitlaust. Ég fer í Gullfossferðina með Ung- mennafélaginu á sunnudaginn. Það er stundum sjöfaldur regnbogi upp a£ fDssinum. 2. ÞÁTTUR (Sjoppa 1 Reykjavík. I sölu- gættinni stendur Geimý og af- greiðir. Starkaður sést innar í sjoppunni. Rimlabekkur til hliðar við dymar. Bamaskóili í baksýn). Geimý: Þetta ætlar að bless- ast. Starkaður: Það er ótrúlegt, hvað keypt er viðstöðulaust. Engu líkara en fólk haldi, að betta sé síðasti daguonn, sem sælgætisbúð er opin. Geimý: Þetta eru nú mest blessuð skólabömin. Bn eitt kemur mér á óvart. Bömin virðast hungruð. . Þau koma nestislaus í skólann, þó að þau séu frá því Hukkan að ganga átta og fram yfir hádegi. En peninga hafa bau. Og það eru KAUPFÉLAG NORÐUR-ÞINGEYINGA Kópaiskeri sendir öllum félags- mönnum sínuim og öðrum samvinnumönnum bezfu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsælt nýtt ár. með þökk fyrir viðskiptin á árinu. KAUPFÉLAG RAUÐASANDS Hvalskeri óskar félagsmönnum i og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. ER BEZTA VALIÐ 7 mismunandi geröir með og án djúpfrystis. Zanussi hefur framleitt rafmagnsáhöid S meira en hálfa öld og hafa þegar framleitt meira en 10 milijón véla Firmað hefur viðskipti við 120 lönd víða úti I heimi. Tækninýjungar sitja S fyrirrúml hjá ZANUSSI. Kælískápar ^iuyii^Tii ií^If ■— iMOTur 11 %% II || II \l r* r SNORRABRAUT 44 SÍMAR 16242 15470. SÍMI 2 44 20 — SUÐURGÖTU 10 j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.