Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ 19 ótrúleg ósköp, sem þau þamba a£ ropvatninu. Starkaóur: Hvað sagði ég þér? Peningarnir haía skapað ofurlitla gervihungursneyð með- al bamanna. Það er fínt í skól- anum að bera á sér peninga. En það er ekki fínt að hafa með sér néfeti. Geimý: Þetta er skrítið fólk. Og ekki þykir mér gaman að græða á heimsku annarra. En ef við geröum það ekki, yrði bara einhvér annar til þess. Starkaður; Sorpblaðasalan gengur glaesilega. Geimý: Fólkið rífur þaiu í sig. Það er líká gervihungur. Eru ekki til nógar bækur og alls konar lesnaál annað en þessi blöð? Starkaður: Það er auðvelt að koma fólki til að trúa því, að einhver hégómi eða handónýtt rusl sé því ómissandi. Það væri hægt að láta fólk kaupa ..álfs- rófur dýrum dómum og hengja þær á brjóstið, ef sifellt væri klifað á, að þær væru til sölu og eftirsóttar. Svona er það með sorpblöðin. Geimý: Sorpblöð, segirðu alltaf. Þú nefnir hlutina bara beirra rétta nafni. Starkaður: Það spillir ekiki sölunni. Geimý: Síður en svo. Fólkið hefur dómgreind til að sjá, að blöðin eru óbverri. Það veit líka. að þau eru- gefin út í gróðaskyni eingöngu. Og úr því að það vill endilega láta fara svona með sig,------þá-------. Starkaður: Ég hélt, að þú værir hætt vangaveltum út af samvizkunni. (Raular með rímnalagi): Hreikkja spara má ei mergð. Manneskjan skal vera nver annarrar hrís og svero. Hún er bara til þess gerð. Geirný: Ef aHdir hætta að selja krökkum sígarettur og sorpblöð, þá hættum við. Nanna: Síðust allra. Hættið síðust allra. Hann lafði á með- an lafandi var, segir í kvæðinu. (Stúlka á fermingaraldri kem- ur í ljós. Hún er jarplhærð, ■stuttklippt, föl í andliti, klædd grárri, þykkri peysu og svört- um buxum). Geirný: (alúðlega) Hvað sagðir þú, góða? 1 Nanna: Ég endurtek það ekki. Bn hvað fæst hér? Geimý: Þetta venjulega. Nanna: Viltu nefna það? Ég á aura. Ég aatla að kaupa. Geirný: Hér fást sleikipinnar, kék, súkkiulaði, sorpblöð — já, og sígarettur. Þú ert kannski að verzla fyrir mömmu bína, eða einhvem fullorðinn. Nanna: (Tekur upp úr vösum sínum tvær litlar leirbrúður og lætur þær standa árimlabekkn- um. Gengur fáein skref aftur á bak og ávarpar brúðurnar). Þið liggið fyrir bömunum, eins og refir og sjúgið út úr þeim hvem eyri, eins og bitvargur. Ég veit margt. um ykkur. En þið vitið ekki, að ég veit það. Ég er reið við ykkur. En þið vitið ekki. hvers vegna ég er reið. Starkaður: (Lítur út um sölu- gættina). Hvað gengur á fyrir þér, litla mín? Nanna: Ég er enginn krakki. En af því að ég er svtrna ung, má ég segja, hvað sem ég vil við þessi þokkahjú héma. Þau geta ekki kært mig. Geimý: Það er víst ekki hætt við. að brúðurnar þinar fari að stefna þér, ,.eða nokkur lifandi manneskja?sé á móti þér. Leik- urðu þér '..ekki við bömin? Skólasystkj|ii þín! Nanna: Ég er einmitt að leika. Og l-það verður leikur i lagi. Ég æt)a að fara að eins og Hamlet. Hann grunaði móður sína og stjúpa um manndráp. Svo lét h$nn leika atburðinn. eins og Vfann hélt. að þetta hefði gerzjjjr Starkaðifíf (Hlær). Þú ert. svei mér. vel að bér í bókum. En hver i'heldurðu, að hafi Hrepið mann hér? Ekki bé við9 Varla hafá^brúðumar gert það. Nanna: Það er hægt að gera fleira illt sér en að drepa menn Off báð er hægt að leika fleira en 4að. Ég fékk bara hugmyndina um leiksýningu frá Hamlet. Geirný: Ég veit, að þú ert mikill lestrarhestur, Nanna. Komdu sem oftast og spjallaðu við okkur. Þú ert sjálfsagt upp úr þvi vaxin að hnotubítast við krakkana. Starkaður: Hvers vegna ertu ekki í tíma? Nanna: Minn bekkur átti fri í þessum tíma. Ég er að koma að heiman núna. (Fer). Starkaður: Mikil er frekjan í þessum krökkum. Þessi tekur þó út yfir allan þjófabálk. :) Geirný: Þessi! Veiztu ekiki hver hún er? Hún er dálítíð fáséður fugl. Starkaður: Jæja. Geirný: Það var hún, sem fékk verðlaun í vor i ritgerða- samkeppni bamaskólanna um landnámsmenn. Hún skilaði að vísu háifu lengri ritgérð er, leyft var, en hún þótti svo frá- bær að söguþekkingu og skiln- ingi, að ekki kom til greina annað en taka hana gilda. Starkaður: Hafi þá ekki pabbi hennar samið hana fyrir hana. Geimý: Þetta em ykkar ær Og kýr. Ef kona vinnur eitt- hvert andlegt afrdksverk, hald- ið þið alltaf, að karlmenn hafi lagt til allt vitið. 'En ég get sagt þér það, að karlmenn eru of metnaðargjami.r til þess að afsala sér hrósi og upphefð. Og hvað stelpunni við víkur, var hún prófuð svo rækilega, að kom í ljós, að hún var stór- fróð í sögu. Starkaður: Jæja. Fleiri hafa þá grunað hana um græzku en ég. Geimý: Eftir aldri þótti menntun hennar mikil. Starkaður: Hvað fékk hún mikla peninga? Geirný: Hún fékk flugfar til Noregs. Starkaður: X>ví þá það? Geirný: Það þótti víst eiga vel við sagnfræðiáhuga. Enda hefur.hún eflaust borið skyn á margt, sögustaði og þess háttar. Starkaður: Hverra manna er • hún? Geirný: Faðir hennar er sjó- maður. Nanna Hrednsdóttir, heitir hún. Starkaður: Það er og. Geimý: En sagan er ekki öll. Krakkihn er oÆ mikiiU á lofti eftir þessa flugferð. Hún hefur fengið stórmennskugeggjun af frægðinni og meðlætinu. Ég skil ekkert í þvi, að þú skiulir ekki hafa heyrt um þetta í útvarpi eða séð það í blöðum. Starkaður: Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa en hlusta á útvarp og lesa blöð. Annars getur vel verið, að ég haifi frétt þetta, en gleymt því. Þetta er nú ekki svo merkilegt. Geimý: Ekki merkilegt! Svona lærdómsbarn! Starkaður: Svona ofviti! Geimý: Hún er ékki ofviti. Þeir nema vélrænt. Hún samdi ritgerð af athugun og skilningi. Það eina, sem að henni er, er það, að hún hefiur komizt úr jafnvægi á erfiðasta aldurs- skeiði. Starkaður: Þú talar eins og sálfræðingur. Geimý: Hélztu, að ég hefði ekki sál? Starkaður: Jú, svona í hófi. Þú þarft ékki að vera meiinta- skóladúx á mínu heimili. Geirný: Ég var aldrei dúx. Og við skulum ekki vera að taila um skóla. Heyrðu mig, hvemig gengur með hitt? Starkaður: Hér er enginn maður nálæigt, svo við getum bara sagt það upphátt: Þeir koma með það í sígarettuum- búðum kluikkan sjö í kvöld. Og hér eru nöfn á lista (Réttir henni blað). Þessir menn koma og spyrja eftir sínum skamrhti. Geimý: (Lítur á blaðið). Tæja, er Lýður Pálsson orðinn einn af átján? Starkaður: Hann hefur verið það lengi, svo við berum enga ábyrgð á honum. Geirný: (Æst). Ekki á öðrum heldur. Bkki biðjum við menn að koma. Ef þessir menn eru þeir aumingjar og druslur,vað gera sig vitlausa í ölytfjan. ;í(þá verða þeir að ráða þvf, fu)l- veðja menn. Frelsi eiga alliríað hafa, en kunna að nota það. Starkaður: Heyrðu: Nú hef ég nýstárlega atvinnuvon handa henni Báru systúr minni — fjögur þúsundin, og allt frítt. Nú þarf hún ekki að þræla í frysti- húsi í tvö ár fyrir utanförinni. Geimý: Hvað ertu að segja? Starkaður: Ég hef það eftir góðum heimildum, að vamar- lið eiga að setjast að í Papey. og þar eiga að reisa radartum. Þarna vantar matseljur. Sam- keppnin verður hörð. Kunningi minn sem býzt við vinnu þama, ef til framkvæmda kemur, lof- aði að hafa okfour í huga. Svona kaup er ekki gripið upp af götunni. Geimý: Ég er ekkert hrædd um, að telpan hlaupi af sér homin, þó að hún sé ekki nema sextán ára. Þeir, sem vilja fara í hundana, fara það, hvar sem þeir em. Hinir ekki. Starkaður: Við segjum hana átján. Þær eru etoki teknar yngri. Geirný: Stelpan passar sig. Þeir em víst ekki hættulegri, þessir Kanar, en rétt íslending- ar. Starkaður: Ja, við værum nú kannski veiðibráðir líka. ís- lendingar, ef við væmm neydd- ir til að lifa munklífi vestur í Alaska og sæjum allt í einu nokkrar átján ára. Geimý: (hikandi). Stelpan passar sig. Starkaður: Það fæddust nú efoká öll börn í hjónasæng héma á Fróni fyrir stríð. Mannlegur breyskleiki er sjálf- um sér líkur á hvaða tíma sem er. Geirný: Þetta gengur slysa- laust eitt sumar. Og svo kemst hún til Englands að hausti. Starkaður: Slíkt er ekki grip- ið upp af götunni. Geirný: Svo ég viki að því aftur. Ég er dálítið hissa á þvi. að Lýður Pálsson skuli vera orðinn einn af átján. Starkaður; Hvers vegna blöskrar þér það? Hélstu, að próifessorar væm of viðutan ti) að syndga? Geimý: Hann kenndi okkur í 4. bekk. Hann vair þá ékki orðinn prófessor. Starkaður: Já, einmitt. Geimý: Ég hlustaði á hvert orð, sem hann sagði. Starkaður: En ekki hvað? Til þess er nú setið í tímum. Geimý: Æ, þú veizt nú, hvemig þetta er í skólum. Sumt fer inn um annað eyrað Dg út um hitt. En Lýður Páls- son talar þannig, að — —. Ég veit ekki, hvernig ég á að lýsa því en það er eins og honum þyki vænt um fólkið, sem hann segir okkur frá, og hafi búið undir sama þaki. Ég hlustaði, eins og verið væri að segja fréttir frá næsta bæ. Starkaður: Hann hefiur haft gaman af að heyra sjálfan sdg tala. Geirný: (Horfir út í bláinn). Það er sagt um Rousseau, að hann hafi glóhitað allt, sem hann snerti. Þannig var það, þegar Lýður Pálsson talaði um hversdagslega hluti. Starkaður: Þú roðnar. Geirný: Því trúi ég vel. Ég er víst feimin við að tala við þig um annað en verzlun. Þér þótti ég of hátíðleg, þegar við kynntumst fyrst. Starkaður: Ég veit heldur ekki, hvort þú værir heppileg í búð, ef þú glóhitaðir allt, sem þú snertir með höndunum. Skúkkulaðið mundi bráðna eins Fjórar þúsundir! Verkamannafélagið Dagsbrún óskar öllum félögum sínum og öðrum velunnurum GLEÐILEGRA JÓLA! Trésmiðafélag Reykjavíkur óskar öllum félögum sínum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.