Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 26
26 —’ J ÓLABLAÐ í Borgarfirði. legan hátt að ]3að væru eikfki neinar lufsur sem hér væru á ferð Á Þyrli vorum við svo næstu nótt. Þar var ágætt að vera og nógir menn til að vafca yfir stóðinu. Var það halft uppi undir Þyrlinum og þar var gott að- hald. Á Þyrli var gamall bær, lílkiega nokkuð stór, með stofur og göng til ýmsra átta, og ekká gott að rata um hann fyrir ókunnuga, eða svo fannst mér að minnsta kosti. Morguninn eftir var farið yfir Hvalfjörð á fjö'runni heldur innanávið frá Þyrli. Var það dkfci lengi farið, því að hrossin voru svo vdljug og ráfcust svo vél eftir svo skínandi góðujn vegi, og mig minnir helzt að ég væri þá á þrúnu hryssunni góðu úr Skagafirðinum og naut hún sín vel þann spottann. Síð- an lá leiðin yfir Reynivallaháls yfir í Kjósina. Þá var stanzað á Möðmvöllum, bæ sem er rétt norðurundir fjallinu Esju, sem allir Reykvífcingar fcannast við, og setur ekki hvað minnstan svip á útsýnið úr höfuðborg- inni. Eftir stanzinn á Möðru- völlum var lagt á Svínaskarð, en það er leið sem oft var far- in áður fyrr yfir Esjuna til þess að stytta sér leiðina út með öllum Hvalfirði. Þama var snarþratt upp að fara á fjallið eftir ruddum vegi sem lá ýmist til hægri eða vinstri. Vegur þessi var fremur mjór svo að ekfci gátu mörg hross farið samsíða. Ekki var 'hægt að fara utan vegar, þvi að þar var tóm grjóturð og það sem þurfti að fara fyrir hrossin varð að fara fótgangandi og ég man eftir því að ég var aðfibra miig eftir urðinni meðfram hrossastrollunni til þess að herða á og passa og lét hnalkk- hestinn rölta með rekstrinum upp á fjallið og svo býst ég við að flestir hafi gert ein- hvem part af leiðinni, nema rekstrarstjórinn sem teymdi hest á undan og einn eða tveir menn sem hafa verið á eftir. Þetta gebk ágætlega og yfir fjallið var stutt að fara, oig þá var að príka sig niður aftur, og það gefcfc einnig vel, en það var bara miklu léttara eins og öllum er kunnugt. Síðan vom hrossin rekin í Geldinganes og vom talin af okkar mönnum í síðasta sinn um leið og þeim var hieypt út í nesið, og Teit- ur fékik fcvittun fyrir að hafa slkilað réttri tölu. Hver maður tók nú sína reið- hesta og bjó sig undir að halda heim. Sumir okkar fengu bíl að Blikastöðum og skruppu til Reylcjavífcur, en aðrir lögðu strax á stað norðuir. Ég þekkti fáa syðra, rétt kannaðist við nokkrar manneskjur • og -vissi ekki hvar væri hélzt fyrir mig að koma. Mundi eftir því að Kristín Sigurðardóttir . kaup- kona hafði komið á heimili foreldra minna að Brekkulæk og datt í hug að spyrja eftir henni. Mér var vísað á hvar hún verzlaði, og þegar ég hafði fundið hana að máli, bauð hún mér strax inn og tók mjög vel á móti mér. Gaf mér mjólk að. drekka og brauð með og þegar ég hafði borðað og dmfckið, settist ég við glugga sém vissi út að götunni, en þetta var við Laugaveginn, og hoéfði um stund á umferðina, og undrað- ist fólksfjöldann sem streymdi upp og niður götuna. Ég starði á þetta heillaður um stund, en brátt fór mig að syfja t>g gest- gjafi minn hefur vist tékið eftir Verkamannasamband íslands óskar öllum félögum sínum og öðrum launþegum gleSilegra jóla og gæfu á kömandi ári, með þökk fyrir samstarfið á ácrinu, sem er að líða. Verkamannasamband íslands því, og bauð mér að leggja mig útaf í dívan sem ég þáði og svaf þar nofckra stund. Þeg- ar ég vaknaði var liðið að þeim tíma sem ég þurfti að fara að hitta félaga mína, en þessi góða bona gaf mér að drekka aftur áður en ég lagði af stað. Fór ég þá niður að verzlun Jes Zimsen; þar þékikti ég einn verzlunarmanninn, Harald Sig- urðsson. Hann var 'frændi okk- ar Ófeigs, og þar var Ófeiigur þá kominn, og ég býst við að við höfum féngið bdlinn þang- að, þó að ég muni það ekiki fyrir víst, en eftir litla stund var lagt af stað upp að Blifca- stöðum aftur. Þegar þangað kom tóbum við okkar hesta, og hélduim nú á þéttingsferð heimleiðis. Þegar upp í Hvalfjörðinn kom voru sumir famir að syn.gja hátt og . leyndi sér ekfci að þeir höfðu einhverja hiressingu fengið í höfuðstaðnum. Einbum msrn ég eftir Helga Daníélssyni, en hann góndi upp í loftið og söng ýmsar skrítnar vísur, eins og þessa: 1 Ef víð finnum Eyþór að máll alltaf logar í hausnum á Páli, ^ Og svo þessa: Mesta gull í myrkri og ám mjúkt á lullar grundum. Einatt sullast ég á Glám og hálfifullur stundum. Helgi átti glámóttan hest, heldur illa útlítandi eins og flestir hans hestar voru. Og ýmislegt fleira söng hann, svo gerði hann smélli með svipu- ólinni og var allvígalegur. Ófeigur frændi minn hnippti stundum í mig þegar mest var fjörið, ef við vorum samsíða. Það var komið myrkur þegar við komum upp í Hvalfjörð, en áfram var haldið að Þyrli. Þar lögðum við okkur. Einn hest var Hélgi Daníelsson með í ferðinni sem var vel útlítandi. Var það grár folli, fimm vetra gamall, Dg var ihann oft að bjóða mér hann og mig lang- aði ósköp mikið til að kaupa hann, en það vildi mér til að það var alveg vitlaust verð sem hann setti upp á hann, en það var kr. 1000,00, eða 2—3 meðal hestverð á útflutningsmaricað- inn, og langt írá því að ég gæti greitt það. Hélgi notaði þennan hest mjög lítið, bom rétt aðeins á balk honum, helzt á kvöldin þegar verið var að fara heim á bæina til að gista, og þá sá ég til hans. Gangrými virtist vera lítið, rétt aðeins greip á tölt- spori fram af fetinu, en frekar óverulegt þó. Bar sig hátt, og var fallegur, einkanlega fram- parturinn. Höfuðið fritt og háls- inn vel settur að bógum, en snoppan kom fiull mikið fram, svo að hnafckabeygjan hefur víst eikki verið nógu góð. Dá- góður vilji virtist vera í honum og Helgi sagði „að hann væri alveg fuðrandi“, og það hefði verið ósköp auðvelt að ofbjóða honum því hann var mjög lítlll. Þegar ég kom á þak honum til að prófa hann, fiann ég ekki anmað en það sem þegair hefur verið lýst, og var það lítið á við góðu hnossin sem voru í Skagafjarðarstóðinu og áður er getið um Árið eftir vorum við Helgi samferða með stóran rekstur markaðshrossa suður Kúluheiði og Sand, og síðan um Kaldadal. Var Gráni litli þá með í ferð- inni. Sýndist mér hann heldur hafa gengið í sig, eða að minnsta kosti lítið farið fram. Veturinn áður var mjög harður, þ. e. veturinn 1919—1920. Er alveg viðbúið að aumingja Gráni hafi mátt kenna á því eins og blessuð hrossin yfirleitt. Frá Þyrli var farið í einum áfanga norður í Húnavatns- sýslu. Þegar upp í Borgarfjörð- inn kom dreifðist hópurinn stundum til ýmsra átta en rakst svo saman aftur. Þannig man ég ©ftir því að við ÞDrbjöm vor- um tveir einir saman og kom- um þá að Sveinatungu. Þar hiitti Þorbjöm tvær manneskj- ur sem hann hafði verið sam- tíða á Hvanneyri. Var það Karl Á. Torfason, og stúlka sem Sig- ríður hét og hafði verið við þjónustubrögð á Hvanneyri. Þetta sumar var starfrsébt edn- hvers konar mjólikurbú í Sveinatunigu og störffluðu þau við það ásamt fleirum. Þar var nýlegt fbúðarhús steinsteypt, og var á-rtalið letrað á það yfir dyrum en ekki man ég hvaða ár það var Það þótti í mikið ráðizt þegar Jóhann á Sveina- tungu reisti þetta hús, og þurfa að flytja allt efni á klölkkum annað hvort neðan úr Borgar- nesi eða norðan frá Borðeyri. Þetta var með fyrstu húsum sem steinsteypt voru í sveit hér á landi. Það var farið mjög að líða á daginn þegar við Þorbjöm fór- SAMVINNUMENN Verzlið við eigin samtök — það tryggir yður sannvirðL íg Kaupfélag Svalbarðseyrar Óskum öllum íélagsmönnum og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og nýárs. Þökkum fyrir gott samstarf á líðandi ári. Kaupfélag Hrútfirðinga Borðeyri. .«> GleSileg jól Farsælt komandi ár. Þokkum gott samstarf Qg viðskip'ti á liðnum árum. KAUPFÉLAG ÖNFIRÐINGA^........... Flateyri. KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA Borgamesi óskar öllum viðskipta- vinum sínum gleSilegra jóla og þakkar viðskiptin á liðna árinu. % m m % Við þökkum viðskiptamönnum okkar Bær og fjær viðskiptin á yfirstandandi ári. Gleðileg jól — Farsælt komandi ár! KAUPFÉLAG HVAMMSFJARÐAR Búðardal ' 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.