Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 42

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 42
42 — !BvE»sA"B ...... 1 ■■.. "■" ......... ... ÞORVALDUR STEINASOISL KVÖLD Á DYNJANDISVOGI Vestnr á vesturfjörðum váleg er sagran skráð, af örlogrum ofurhörðum ógnþrungin stundum máð. Það voru algengar sagnir, að í Axnarfirði og á Homströnd- ttm vaanu aðalheimkynni ís- lenztora galdramanna. Amarfj örðurinn vjar sem gjörður til þess að' framtoalla gialdnamenn, langiur, djúpucr fjöirður. umluiktuir háum fjöli- um. Frá hlíðum fjarðarins ganga þverdialir inn í fjallgarð- ana beggja vegnia, langir, mjóir dalir. Á milli dalanna ná fjöllin að sjó fram, há og brött, sum- staðar með illtoleifum kletta- hrúnum og tirðarskriðum und- jr, að ffl'æðarmáli. Hver dalur er sem heimur fyrir sig, víða með einum, sumstaðar ffleiri bæjum. Dalurinn var sem ríki, þar sem sá hafði ráðin, sem bezt gat faart sér í nyt þekkingu sína á laindi og lagi, sem og því, er lönigium hefur baft dýpst áhrif á afkomu Islend- inga, hinum tviræðu gátum æðrj máttarvalda, lofts og lag- ar. fbúar Amarfjarðardala lærðu að treysta á mátit sinn og meg- in, framar öðrum sem bjuggu innan viðra veggja. Þeir sem bezt notfærðu sér þann lærdóm, urðu hinir víð- touranu amfirzkú galdramenn. Galdrasögur hafa borízt frá Amarfirði allt frá fyrstu tíð ; fslandssögunn ar. Hann kunni að beita göldirum, hann Helgi Austmaður, vetrarmaður hjá Eyjólfi gráa, þegar hann var ‘sehdur til að njósna um Gísla Súrsson í Geirþjófsfirði. Eltokj var bann Atli bóndi í Otradal heldur slakur galdra- maður, þegar hann vemdiaði Hávarð ísfirðing. I>á má minnast hans Ámm Kára í Selárdal, ekki var hann slakur galdramaður. eftir því sem sagnir herma. Einnig kunnu þeir að beita göldrum ættingjiar og vinir Hrafns á Eyri, þegar þeir voru að sýn.a dýrðleika hans. Reyndar hefur þeirna brögð- um verið gefið annað og feg- urra nafn í íslandssögunni. Enda framsett til þess að fæira geislabauig um höfuð Hrafni Sveinbj amarsyni. Arnairfjörðurinn varð fyrir því óláni, að á tímum mestu galdraofsóknanna, sem yfir ís- land bafa dunið, bjó í Selárdal stórbrotinn prestahöfðingi, Páll Bjömsson. Sá sérlega gáfaði og vel lærði kennimiaður fékk að konu Helgu frá Holti í Ön- undarfirði, sem virðjst hafa verið talin einn glæsilegaisti kvenkostur þeinna tíma. En þau ósköp gengu yfir þessi merku hjón að verða haldiin þeim sjúikdiómi, sem leiddi af sér, að ffleiri menn voru brenndir á bálj af þeirra völdum. en nokkurra annaima fslendinga. Inni í Suðurfjarða rdölum brunnu bállkestir þeir sem kveikfir voru að tilhlutan hjón- anna í Selárdal, Páls og Helgu. Það þarf engan að undra, þó að kröftuigasta sending landsins væri send dóttur Páls og Helgu í Selárdal, dóttuir þeirra hjóna, sem mest og harðast höfðu kynt galdrabál- in. H vítá rvall a-Skotta var send Ólöfu Pálsdóttur frá Selárdal. konu Sigurðar Bjöimssonar frá' Einarsnesi. lögmanns á Hvdt- árvöllum. Uppeldi og erfðir dótturinn- ar frá Selárdal, hafa skapað góðan jarðveg fyrir vjðgang sendingarinnar úr Amiarfirði. Ekkj hefur það dregið úr á- hrifum trúarinnar á mátt Skottu, að ejni afkomiandj Páls í Selárdal, sem bar hans mafn, brann inni á Hvitárvölium. ' Þjóðsagan greip þá lika þetta efni tveim höndum og sagði, að Skotta heí’ði hrynit Pálj Siigurðssynj inn í bálið, þar sem hann var að bjarga aldraðri konu úr eldinrjm. Þar í dalnum, sem bálkest- irnir brunnu hafa ófreskir menn allt til síðustu ára talið sjg heyra. á kyrrum kvöldum þegar tungl veður í skýjum, bresti og brak sem frá brenn- andd bálköstum og bamramir bergmála kvaláóp þeirra sem pínduet í logunum. En sálmasöngur Selárdals- 1 klerksins, sem átti að yfir- gnæfa dauðavein hinn,a vesælu píslarvotta, er löngu hljóðnað- ur. Ár og aldjr eru runnar síðan eldiarnir logúðu í Þóirudialnum. Grasið grær árlega á grund- inni, þar sem öskunni af brunnu holdi og beinum var stráð yfir. Þar má enn greina hinn sterk,a græna lit grasanna, sem upp af öskunnj vaxa. Sauðkindin týnir hin grænu strá og skilar eigendum sínum vænu falli. En Selárdalsklerkurinn og kona hans rotna í k.irkjugarð- inum í Selárdal. Og Hvítár- valla-Skotta, sú, 'er send vair dóttuirinnj frá Selárdal,, eigr- ar nú sín síðustu kjþof úim .landið. Brátt er hennar timi allur. því að níundi liður af- ■ komenda Ólafar og Si.guirðar hefur þegar slitið barnsskón- um. En með þeirrj kynslóð á hún að leggja upp laupana. Það vom galdramenn sem brenndir voru í AmarfÍT’ði. Galdramenn Arnarfjarðar eru enn til og vita lengria en nef þeirra nær. Þegar vem minni í Arnar- firði lauk haustið 1931. hafði ég komið á hvern einasta bæ við fjörðinn. Ég hafði farið alla strandlengjuna frá Seláir- dal inn fyrir voga og firði, út á hvert nes að Svalvogum, sem er yzt á Sléttanesinu milli Amar- og Dýrafjarðair. Ég hafði ferðast á trillum um fjör’ðinn þveran og endi- langan. Róið til fiskjar frá Bíldudal og Selárdiai. Verið við heyskap á fjöllum uppi og láglendf farið í göngjir, uun- ið við jarðræktarstörí, starfað í, sláturhúsi og verið við gæzlu rafstöðvar. Sem saigt unnið að öllum þeim störfum, sem ég toomst yfir. Ég hafði kynnzt Arnarfir'ði eftir hví sem hægt var á einu ári. Ég hafði kynni af mörgu góðu fólki, en engu slæmu. Vist minni í Rafstöðinni á á Bíldudal lauk um vorið, áð- ur en klaki var farinn svo úir jörðu, að jarðyrkjustörf gætu hafizt. Ég réðst því í nokkra d'aga til sjóróðra til Jens Hermanns- sonar kennara á Bildudal. Hann stundaði hvert sumar sjóróðra frá Hlaðsbót, en þaQ var verstöð á norðausturstirönd Amarfjarðar. Jens hafði hu.g á að byrja róðra frá Bíldudal, þó menn þeir sem með hon- um voru ráðnir um sumarið, væru ekki komnir af vertíð af Suðurlandi. Þorvaldur Stelnason Við hófum ró'ðra frá Bíldu- dal, en þar sem fiskur var lítt genginn í Arnarfjörð, en lang- ræði að sækja út úr fflrði, fluttum við okkur um set út í Selárdal. Fiskur var næ.gur utan fjarðar, svo að afli var góður, en lítill svefn þann viku- tíma sem við rerum þarna. Það stóðst á endum, að menn þeir sem til sumarvertíðar voru ráðnir hjá Jens komu að sunnan og jörð var orðin rækt- arhæf. Sama dag og við Jens komum frá Selárdal, kom norskt flutningaskip þangað með saltfiskfaxm. Saltfiskinn átti að verka á Bíldudal um srjmarið. Flutningaskipið, sem hét Eikhauig, var á þessum árum oft í flutningum fyrir íslend- inga, bæði með ströndum fram og einnig til annairra landa, einkum Spánar með saltfiisk og ffleira. Það hefur lengi viðgengizt að íslendingar iðkuðu laun- verzlun við erlenda farmenn. Ekki held ég að Bílddælingar séu meiri launverzlunarmenn en aðrir landsmenn. En hitt er víst að þaima í Eikbaug upp- hófst meiri launverzlun en al- gengt var. Templarar á staðnum full- yrtu, að ful] tvö hundmð flösk- ur af rommi hefðu slæðst í land úr þessu skipi Reyndar voru það „giwfar ýkjrnr", þivá að eftir beztu fáanlegum heim- ildum verður að teljast sann- a0 að tugj hafi vantað upp á flöstou'tölunia eitit hundrað. En hvað um það, verzlumin getok glatt og töluverð ölvun varð í þorpinu þetta tovöld, en allt fór friðsamlega fram, eng- in illindí eða slaigsmál. ' Ekki voru Bílddælingar ein- ir um það. að neyta hirana gu'llnu veiga, því að margir aðrir Arnfirðingar voru stadid- ir í þorpiniu og svo skipverj- ar á Eikhaug, sem allfflesitir suipu drjúgum á þetita tovöld. Sumir Norðmennimir vjldiu sjá meira aif Arnarfirði en þa® sem gaf að lita á siglingaleið inn og út fjörðinn. Þeir komu sér í samband við trillueiig- anda, sem fóir með þá a si'gl- ingu inn um Suðurfirði. Þetta var skemmtilegt ferðalag kátra Norðmanna og íslendjnga um vorbjarta nótt. Á meðan ég var á Hrafrn- björgum, var hin árlega skemmtun þeirra Seldælinga haldin, þó ekk,] í Vatnahvilft, eins og sumarið áður. Við fómm frá Hrafnabjöirg- um til Selárdials á trjBu frá Svalvogum. Það var að af- líðandi hádegi, sem við lögð- um af stað í logn; og glarnjv andi sólskini. En innlögnin eða útrænan er s'terk í Arnarfirði, eins og öllum öðmm löngum fjörðum. Á því fengum við að kenna í þetta sinn. Þegar við vorum því sem næst á miðjum firði var kom- in kröpp innliagnaralda. Við sigldum flatskellu, eða því sem næst, yfir fjörðinn og vegna andartaks ó'aðgæzlu þess sem stýrði, sló kvi'ky yfir bátinn. Þetta var töluverð skvett,a, sem gaf okkur sem kulborðsmegin sátum kalt bað. Nokkuð mikill sjór kom i trilluna. Vélin stanzaði og varð henni ekkj komið í gang aft- ur, fyrr en búið var a@ ausa mesta sjónum úr fleytunni. Þessj skvetta, sem var J>ó ekki neitt hættuleg, oBi tölu- verðu uppnámi mftðpl/.fajrJjoga. En vélin fór brátt í gang aft- ur, og annar maður settist und- ir stýri; sá gætti- sín ..batur, enda kom engin skvetta í bát- inn eftir }>etta. Hræðslan rénaði hjá J>eim JOLAGJOFIN I AR | Við veitum viðskiptamönnum vorum 12% staðgreiðsiuafsiótt til jóia I GEFIÐ NYTSAMAR JÓLAGJAFIR Opið laugardag til kl. 4 Sendum í póstkröfu um land allt SKATTHOL SÍMASTÓLAR RUGGUSTÓLAR INNSKOTSBORÐ SÓFABORÐ BORÐSTOFUSTÖLAR HANSAHILLUR HORNSÓFASETT KOMIÐ — SXOÐIÐ I OÐINSTORG h.f. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 - SÍMI 14275 i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.