Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ 17 BAKHJALLUR ÁSTARINNAR Leikur í 5 þáttum (saminn árið 1960) Geimý, heimasæta á Rauðá. Starkaður, unnusti hennar. Tryggvi, bróðir Geirnýjar, á fjórtánda ári. Nanna, skólatelpa í Reykjavík, á f jórtánda ári. Lilli, ungur Reykvíkingur. Lýður Pálsson, háskólakennari. 1. þAttur (Kirkjugarðurinn í Rauðárdal. Kvöld í júní, Geimý og Stark- aður Jooma inn í garðinn. Þau eru ung og sumarklasdd. Hún er með stúdentsihúfu) Geirný: Nú er ég búin að kynna fyrir þér alla lifandi menn í nágrenninu. Nú kemur röðin að þeim dauðu. Starkaður: >ú sagðir, að hér væri skjól fyrir norðannæðing- um. Ekki minntistu á, að kirkjugarðurinn ætti að rísa í nótt Geirný: Það var líka aðal- erindið að skríða í skjól. En hérna er líka hægt að læra ætt- fræði og sögu. Má ég kynna hann afabróður minn undir nafnlausri þúfu. Hann spann hrosshár á snældu. Starkaður: Varla hefur hann lifað á þvi. Geimý: Að visu ékki. En snældan er það eina, sem teng- ir hann við lifandi kynslóð, því að hún er á byggðasafninu. Það er ekki heiglum hent, að halda nafni sínu á lofti eftir dauðann. En það gerði afabróð- ir minn. Hann skar spakmæli á snælduhalann. Starkaður: Hvaða spakmæli var það? Geimý: Mangur verður af aurum api. Starkaður: Ég vil ekki súr vínber, sagði refurinn. Karlinn hefur verið auralaus. Geimý: Alltaf ert þú svona. Starkaður: Ég! Hvernig er ég? Geimý: Þú horfir svona hvasst og biturt á alla hluti. Ég kærnist ekki upp með að sjá lífið í ævintýraljóma, þó að ég vildi. Starkaður: En þú vilt það ekki. Til þess eru augun, að hafa þau opin. Og hvað dugir mér ódauðlegt nafn á heims- frægum snælduhala, þegar ég er dauðúr? Geirný: Það dugir til að gera sögupróf komandi kynslóða erf- iðari. Ekki hefði ég gatað í sögu um daginn, he£ðu Kínverjar ekki haft i heiðri þessa tvo merkisöldunga, Konfúsíus og — ég man ekki hvað hinn hét. Starkaður: Sjéðu, hér er lag- leg hleðsla úr grjóti og eins- konar þil tii höfðalagsijis, með áletrun. Hverjir eiga þetta tveggja sálna hjónarúm? Geimý: Þetta! Já, héma skul- um við setjast á stakkinn. Má ég kynna \ afa minn Geir og hans ektakvinnu, Guðnýju? Ég ber nöfnin þeirra. Þau vom sjö ár í tilhuigalífinu. Það hefur líklega verið hart í ári þá. Starkaður: Voru þau ekki bæði orðin gráhærð? Geimý: Háraliturinn skipti ekki miklu máli þé, en síddin á hárinu var mikils metin. Drott- in-n gerði konuna hárprúða, þvi að hann vissi, að karlmennirnir gan-gast fyrir útlitinu. Starkaður: Hvenær hef ég horft á fegurðansamkeppni í Tívolí? Og hvað viltu vera ljótari ei. þú ert? Jæja, datt svo afi þinn í lukkupottinn eft- ir þessi sjö ár? Geimý: Já, í hjónasængina komst hann eftir sjö ár með tuttugu rollur, eitt hross og — Starkaður: Það hefur verið breitt hjónarúm. Tuttugu rollur og eitt hross til fóta. Geimý: Já, það lá nú nærri, að þau svælfíU hjá rollunum fyrsta árið. Innsta stafgólfið í fjárhúsinu var þiljað og haft fyrir baðstofu. Seinna var allt fjárhúsið þiljað og gert að báð- stofu. En fjárhús var reist í túnjaðrinum. Þau hokruðu svona einhvern vegiinn. Afi var lagtækur og renndi tini í gamla dalla til búsins. Starkaður: Það þarf enginn að segja mér, að tvær mann- eskjur hafi þurft að dunda við það í sjö ár að koma sér upp tuttugu, þrjátíu rolkim, kú og hesti. Geirný: Hver veit, nema heilsuleysi hafi tafið þau. Og hver veit, nema hjálpsemi við foreldra hafi gert skurk 1 reikninginn. Starkaður: Alveg sama. Ef fólk stefnir að einhverju marki og gerir kröfur til að komast áfram, eru lengi einhver ráð. Heldurðu, að við gætum beðið sjö ár sitt í hvoru horni og lifað á von og ráðvendni? Geirný: Gætum og gætum ekki. Væri eitthvað fengið með því að geta það — nú á dög- um? Drottinn minn! Þá yrði ég orðin 28 ára. Enginn nýtur æskunnar, þegar hún er liðin. Starkaður: Liðin í sulti og seyru. Afi þinn og amma voru að reyna að vinna tapað tafl. Ég held, að bakhjallur ástar- innar sé það, að hafa í sig og , á Geimý: Og meira til. Þetta sem hét í gamla daga að hafa í sig og á, eða til hnífs og s-keiðar, þýðir núna: Þvottavél, ísskápur, tólfébreiða, útvarp, sígarettur, skemmtanir — og helzt bíll, fyrir utan þetta gamla, að éta og klæðast. Starkaður: Ja, ég veit nú ekki, hvort sanngja-mt er að heimta slíkt af forsjóninni ölium til handa. Það er til fólk, sem hreint og beint gerir ekki svona k-röfur, og þörfum þess er þá fufllnægt, ef það hefur í sig og á, eins og það gerðist í gamla daga. Geiraý: Þeir, sem eytt hafa tírna og fé í menntun, eiga beinlinis heimtingu á betri kjörum en aðrh’. Ég gerði mér það ljóst undir eins um ferm- ingu, að ég yrði að verða stú- dent, eí ég ætti að fá sóma- samlega atvinnu. Starkaður: Og stúdent ertu orðin þrátt fyrir þessa kín- versku spekinga á prófinu En hvað er unnið með því? Ég spyr. Menntun er núorðið ekk- ert keppikefli. Embættismaður hefur minni tekjur en togara- skipstjóri Ég ætla að hætta i Verzlunarskólanum. Það er bara skri-fstofuþrælli nn, sem þa-rf prófskírteini í bak og fyr- i-r. En eigandi og stjómandi fyrirtækis þarf ek-ki á því að halda Ég má engan tíma missa í námsstagl. Geimý: Við fáum okikiur ó- dýra fbúð. Það er varlegast. Starkaður: Það er varlegast að láta ekki edns og við séum peningalaus. Við tö-kum góða íbúð strax. Fyrirtækið okkar verður eins og mjólku-rkýr. Bft- ir tvö—þrjú ár verðum við bú- in að fá fé til að byrja á ein- hverju stærra. Mig langar í fasted-gnasölu. Basl við iönað eða útgerð, með tapreks-tri annað hvert ár, er ek-ki að mínu skapi. Geirný: En er nú ekki hátt til himins frá þessu höndli okkar upp i fasteignasölu. Og við erum ekki einu sinni byrj- uð Starkaður: Vertu róleg. Enga sjö ára rómantík. Sætindaverzl- un gefur ótrúlega peninga Þa-r standa ekki sparsamar og hót- fyndnar húsmæður framan við búðarborðið. Þar er keypt af hjartans lyst. Geirný: En skólinn sjáffur er ekki fokheldur enn Starkaður: Það var nú um að gera að koma sjoppunni á laggirnar, áður en skólinn tekur til starfa, svo að aðrir ve-rði ekki fyrri til. Geirný: Jú, jú, ég skil það. Starkaður: Trúirðu því, að fólk étur yfir hundrað þúsund kíló af súkkulaði á ári hér á landi, yfir hundrað þúsund kíló af brjóstsykn og yfir hundrað þúsund kíló af konfekti? Geirný: Það eru ótrúleg ósköp Starkaður: Og ekki er allt búið enn. Af karamellum eru étin fimmtíu til hundrað þús- und kíló og þrjátíu til fjömtíu þ-úsund kiló af lakkrís. Geimý: Mér alveg blöskrar. Starkaður: Þetta verða rúm- lega fjöfu-r hundiruð þúsund kíló á ári. Þa-r fyrir utan gos- drykki-rnir — heilt ú-thaf af rop- vatni, sem krakkarnjr þamba. Geirný: En-------- Starkaður: Hvað þá? Geirný: Ég veit ekki nema ég hefði meira gaman af að verzla með eitthvað annað Starkaður Ég skil. Þú átt við, að þetta sé ekiki gott og nauð- synlegt fyrir náungann. En á þessum tímum þýðir ekki að hugsa um sl-í-kt Það er hund-rað prósent öruggt, að hefðum við ekki k-omið upp sjoppunni, mundi einhver annar hafa gert það skömmu seinna. Eigum við svo ekki að láta sam-vizkuna eiga sig? Geirný Ekki berum við ábyrgð á tíðarandan-um. Á dög- um afa hefðurn við beðdð ráð- vönd í sjö ár Starkaður: En af því við lif- á öldinni okkar, höfum við sjoppuna okkar fyrir bafchjall ástarinnar. (Hvolpur kemur hlaupandi MARTEINN FRÁ VOGATUNGU: Við styrjaldarlok 1945 Nú er gengin sú villa sem glataði frið. Nú er glatað margt líf sem var þjóðanna gull. Og þjóðníðing engum gefin er grið, en gullsvaldið dansar í leynum. Dansar á lemstruðum mannabeinum. Nú er talað hátt um hinn töfrandi frið, tökin þótt ágimdin hafi um sinn, en glitrandi ljóskrossar lýsa um svið, við laufkrans af ilmríkum greinum. Yfir lemstruðujm rotnandi mannabeinum. Nú er tilbeðin gullkálfsins glóandi mynd, og ganað og hlaupið í leit að auð. Og ágirndin bæ'tir svo syndum við synd. Þvl sjá. Enn er dansað 1 leynum. Dansað á lemstruðum mannabeinum. Og dagur yðar drekk ég full. Sem metur mannslíf yfir mammons rauða-gull. inn í garðinn og dnengur á eftír honum). Tryggvi: Þið eruð þá hér. Lubbi hefur haft veöur af ykk- ur. Komdu Lubbi. Starkaður: Hann má vera hér, greyið Tryggvi: Nei, nei, hann hefur tekdð upp á þeim ósið, að krafsa holur í moldina. Og nú er víða búið að sá sumarblóma- fræi og gróðurisetja. 1 gær reif hann upp blóm. Hann reif upp blómin. Hugsið ykkur! Starkaður: Er það eitthvert sérstakt leiði, sem þér er sárt uim? Tryggvi: Sérstaikt! Nei, ég vfl ekfci hafa, að neitt sé eyðilagt, sem fólk hefu-r unnið að, og því þykir vænt um. Og verst þykir mér, ef það er min-n hvolpur, sem skemmir. Þá vil ég heldur láta hann burbu. Geimý: Láta hann Lubba þinn í burtu! Tryggvi: Ég sæi mikið eftir honum. Mér þykir svo vænt um hann, þetta óhræsi. Lubbi minn, Lubbi minn. Ég skal segja þér, Starkaður, ég kallaði hann Lubba, vegna þess, að fyrsta vísan, sem ég lærði, var Lubbavísa. Ég man ekki eftir því sjálfur, þegar ég lærði hana. Mamma segir þetta. Lubbavísan er svona: Pabbi, pabbi, pabbi minn, pabbi, gef mér brélf. Lubbi, Lubbi, Lubbi minn, líttu á, hvað ég hef. Starkaður: Þetta er ágæt vísa. Tryggvi: Nei, þetta er ekki merkileg vísa. En ég var svo heimskur, að ég ga-t ekki lært neitt annað. Starkaður: Ertu ekki hræddur að fara hingað einn til að leita að Lubba, þegar fer að dimma nótt í haust? Tryggvi: Ég er ekki hræddur við neitt, nema hann Hlíðar- bola, ef hann væri úti. Starkaður: Þú ert ekki myrk- fælinn. Tryggvi: Myrkfælinn! Nei, nei. Lubbi minn, Lubbi minn. Knmdu nú. Starkaður: Hefurðu ekki les- ið þjóðsögurnar? Tryggvi: Draugasö-gur! Jú, jú. Þeir, sem voru maurapúkar, sveltu fólk og úthýstu ferða- mönnum, voru alltaf hræddir um sig. Þeir héldu, að dauðir menn kæmu til að taka í liurg- inn á þeim Dauðir menn eru kannski ekki alveg 'dauðir, lifa kannski í öðrum heimi, á ég Eftir Oddnýju Guðmundsdóttur við. En ég er efckert hræddur. Ert þú hræddur? Geimý: Þvi ertu að tala um þetta vdð barnið, Starkaður? Tryggvi: Hann má tala við mig um hvað, sem hann vill. Ég vil ékki láta tala við mig eins og þriggja ára krakka. (Gerir sér u-pp gæluróm) Börn- in góð, einu sinni var krókó- díU, sem lá uppi á hillu og sön-g. Og einu sinni var líka lamh, sem var að leggja mið- stöð í hús. Þetta var í bama- tíma Starkaður: Böm eru raunsæ- ismenn. Tryggvi: Hvað er það? Starkaður: Það er að sjá hlutina, eins og þeir eru, en knynda sér þá ekki öðruvísi. Þú ert minn maður. Tryggvi: Lubbi minn, Lubbi minn, þú ert minn hundur. Nú komium vdð. (Fer með hvolp- inn). Geimý: Hann er skýr, litla skinnið, en helzt til grobbinn. Hann heldur, að hann viti bet- ur en við bæði tál samans. Það geturðu reitt þi-g á. Starkaður: Jahá, hvað ég vildi sa®t hafa. Við vorum að tala um framtíðina. Geimý: Og bakhjall ástarinn- ar Starkaður: Ég hef, satt að segja, mörg jám í eldinum. Það er hægt að selja fleira en sæl- gæti í sjoppu. Þú varst að tala um, að það væri ógeðtfelld at- vinna, en úr því það er gert á annað borð, er eldii verra, að við gjerum það, en hver annar. Geimý: Að vera strangheið- arlegur nú á timium, er eins og að spinna á snældu og skora á Gefjunarverksmiðjuna í sam- keppni Starkaður: Þú kemur orðum að því. En það, sem mér datt i hug, er líka dálítið sniðugt. Ég er að hugsa um að reka skemmtistað, þegar við höfum fengið svolítið fé handa á milli. Geirný: Það lízt mér vél á. Það hlýtur að vera máiklu skemmtilegra en bílabrask og heildsala. Meiri fjölbreytni! Starkaður: Það segirðu satt. Þar færð þú markað fyrir hug- myndaflu-g þitt. Og þú munt þurfa að taka á því, sem þú átt tii, ef gestimir eiga ekki að drepast út leiðindum. Geirný: Kröfumar um and- legt léttmeti era orðnar svo miskunnarlausar, að útvarp og blöð verða að hafa menn á harðahlau-pum við að safna þvættingi, sem aldrei þykir nógiu vitlaus. Sífellt heyrast kvartanir um, að útvarpið sé að troða upp á menn fróðleik og skynsemi. Starkaður: Þetta var ágæt ræða. En heldurðu, að þér tak- ist jafn vél að finna upp fram- legar hundakúnstir, sem gera skemmtistað gimilegan? Geirný: Ekiki ábyrigist ég það. Nú er, sem sé, orðið erfitt að vekja eftirtefct á sér með hundakúnstum. Við getum reynt að kalia skemmtistaðinn okkar Gapi-i, Waiberló eða Hong-Kong. En það þýðir ékk- I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.