Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 24
24- JÓLABLAÐ EFTIR BJÖRN Árið 1964 var afnt til rit- gerðasamkeppni hjá rfkisút- varpinu sem átti að heita „Þeg- ar ég var 17 ára“. Þar átti að greina frá minnisverðum at- burði, eða sögulegum tíðind- um sem hefðu gerzt í lífi manns. Þegar ég sá þetta út- boð hugsaði ég með mér að ekfci þynfti ég að hugsa um þetta; það væri víst engin hastta á því að það hefði neitt gerzt í mínu lífi sem væri í frásögur færandi. Löngu seinna áttaði ég mig á því, að þetta undarlega hafði nú einmitt gerzt. Árið 1919 fór ég í mína fyrstu langferð, en þá var ég 17 ára, því ég er íæddur 1902. Ferðin var farin til að refca markaðshross tdl Reykjavíkur, ert þau höfðu verið keypt í Skagafirði og austast í Húna- vatnssýslu, þ. e. í Bólstaðarhlíð, Á árunum fyrir fyrra stríð var aft selt eitthvað af hross- um til útóflutnings en verðið var fremur lágt. Innan við kr. 100,00 fyrir hrossið, en rnanna á milli var verðið alltaf breytilegt, eins og gengur. Þó held ég að alltaf hafi mátt fá nokkuð góða hesta fyrir 100 krónur. En eftir 1914, þegar striðið var skollið á, breyttist þetta og verðið fór smáhækkandi og salan jókst. Árið 1918 var hún orðin um 1000 hitiss yfir allt landið, og þar sem sailan var svo tafc- mörkuð voru fátækari bændur heldur látnir sitja fyrir sölu, og það þótti í frásögur færandi þegar einn fátækur bóndi fékk kr. 170,00 í verðuppbætur á merartustou sem hann seldi 1918. Því að þetta var umboðs- sala og seljendur en ekki milli- liðir Æengu allan ágóðann, Arið 1919 var salan orðin svo miikil að það var keypt af hverjum ednum allt sem hann vildi láta af hrossum, og safnað loforðum veturinn áður, svo að bændur ráfcu ekki á afrétt það sem þeir ætluðu að selja um sumarið. Þetta sumar, 1919, var byrjað að halda hrossamarkaði heldur fyrir miðjan ágúst norður í Skagafirði, og þegar kaupunum var lokið þar og í Bólstaðar- hlíð voru hrossin rekin að Staðarbakka í Miðfirði. Þar var stanzað með þau 1 eða 2 daga. Pabbi minn var þar þá á ferð og hitti Guðmund Böðvarsson markaðshaldara. Þegar þedr höfðu tekið tal saman sagði Guðmundur við hann: Þú kem- ur nú og rekur hrossin fyrir mig suður til Reykjavíkur. en þar áttu þau að fara um borð í skip til útflutnings Faðdr minn sagðist ekki geta farið frá heyskapnum, en ég get sent þér strák sem getur rekið með ykkur suður. Og þegar faðir minn kom heim sagði hann við mig: Þú átt að fara út að Staðar- bakka á morgun, þar er mark- aðsstóðið nú geymt, og reka SIGVALDASON með þeím suður til Reykjavik- ur. Þú átt að hafa Jarp þinn og Jarp hans Þorvaldar bróður þíns í ferðina, svo máttu nota eitthvað af markaðshrossunum á leiðinni suður. Ófeigur móð- urbróðir þinn lánaði Guðmundi Böðvarssyni hest undir töskur fyrr í sumar og átti að fá það greitt á þann hátt, að hann mátti nota eitthvað af mark- aðshrossunum ef hann þyrfti á því að halda, en nú eftirlætur hann þér þaö, því hann hefur nóga hesta sjálfur. Þessir jörpu hestar okkar bræðranna voru bara 5 vetra, svo það var alltof lítiil hesta- kostur í svo langa ferð. En faðir minn átti aldrei mörg hross og gat því ekki misst fleiri í iterðina um þetta leyti árs, þ. e. um hásláttinn. Alltaf þótt mér það ljóður á hans ráði að harin skyldi tíkki eiiga stóð, því að ekki gat ég hugsað mér meira yndi og eftirlæti en að gramsa í því og velja svo úr því fallegustu og beriu hest- efnin til að temja, og láta svo ruslið á markað. Er nú ekki að orðlengja það að ég var búinn út í skyndi, og er kominn út að Staðar- bakka daginn eftir á tilsettum tíma Þar úti á hlaðinu hitti ég strax markaðshaldarana, Guðmund Böðvarsson umfooðs- sala úr Reykjavík og bróður hans Böðvar Böövarsson bak- ara úr Hafnarfirði. Þegar ég hafði heilsað þeim og þeir höfðu fengið að vita að ég væri pilturinn sam ætti að fara í stóðreksturinn suður, fór Guð- mundur að segja við mig hvers ég þyrfti fyrst og finemst að gæta við reksturinn, og er mér alltaif minnisstætt hvetmig hann tök fram veigamestu atriðin í fáum orðum. En hann mælti eitthvað á þessa leið: Það þarf að gæta þess að herða eklki mikið á hrossunum ef eitthvað er varhugavert framundan, en vera tovitour að ríða fyrir. Böðvar Böðvarsson hafði orð á því að' það væri lítið fyrir mig að hafa tíkfci nerna tvo 5 vetra fola í ferðina, en ég gat þess þá að Öfeigur frændi minn myndi eitthvað bæta úr því. En ekki býst ég við að Guðmundi Böðvarssyni hefði geðjast vtíl að því að ég notaði markaðshrossin mikið, því ég heyrði sagt að hann hefði yfir- leitt tíkki leyft það. Um hádegi var lagt á stað frá Staðarbakka í blíðskapar- veðri, glaða sólskini og hæg- viðri. Um 500 markaðáhross voru í rekstrinum, auik reið- hesta, þannig að mUdð á 6. hundrað hefur verið í rekstrin- um. Tíu eða tólf menn munu hafa verið með -reksturinn, því að hæfilegt var talið að 50 hross væru á hvem rekstrar- mann. CTr Miðfirðhium voru 5 menn: FYRIR RÚMLEGA HALFRI ÖLD » Bræður tveir frá Sveðjustöðum, Jón og Björn Eiríkssynir; Jón Benediktsson bóndi á Aðalbóli; Öfeigur Þorvaldsson á Barði og undinritaður. tJr Víðidal voru tveir menn, Teitur Teitsson bóndl Víöidalstungu og var hann rekstrarstjóri og Þorbjöm Teitsson síðar bóndi í Sporði í Línakradal. Síðan voru tveir menn úr Skagafirði sem ég man eftir fyrir víst, en þeir voru Helgi Danítílsson, sonur Daníels pósts sem getið er um í sagnaþáttum landpóstanna og orðlagður var fyrir hreysti og harðfenigi, og svo heitfengiur, að hann þíddi hverja gadd- freðna Ó1 með foerum höndum. Hinn Skagfirðingurinn var Pét- ur Magnússon, en hann drukkn- aði í Héraðsvötnum skömmu síðar. Þá var og með í för- inni Magnús Jörginsson frá Gilsstöðum í Hrútafirði, tíundi maðurinn. Minnist ég þá ekki ffleiri manna sem rátou alla leið suður, en vestur í Hrútafjörð fyigdi okfcur Jón Guðmundsscxi frá Stórugiljá, og Pálmi Hann- esson síðar rektor rak með okkur suður yfír Holtavörðu- heiði, en yfirgaf dkkur hjá Hvammi í Norðurárdal, og fór niður í Borgames til að sækja peninga^ fyrir markaðshaldar- ana, þvi að nú var eiftir að kaupa á fjorum stöðum í V-Húnavatns- , sýslu, eins og segir í markaðs- auglýsingu sem Jón Guðmunds- son fra Stórugiljá átti í fórum sínum fró því 1919. En þar seg- ir svo: Crtflutningsnefnd lætur kaupa hross 3—8 v. gömul á þessum stöðum: Á Blönduósi 22. ágúst kl. 10 árdegis. Á Sveinsstöðum 23. ágúst kl. 11 árdegis. Á Lækjiamóti 25. ágúst kl. 10 árdegis. Á Staðarbaikka 26. ágúst kl. 11 árdegis. í auglýsingu þessari er einn- ig tekið fram hvað greitt var fyrir hrossið, en það var hæst kr. 500,00 fyrir 4—8 v., jafnt fyrir hesta og hryssur, en það var lægra fyrir 3ja vetra, og svo gat komið uppbót eins og fyrr segir. Yfir Hrútafjarðarháls er fremur stirt að reka svona flota, því utan við veginn eru sums staðar vondir flóar og tæplega hægt að fara fyrir öðruvísi en gangandi, en með-' tfram veginum er alls staðar graslendi sem hrossin sóttu í. En á þennan Hrútafjarðarháls svotoallaða var komið fljótlega eftir að lagt var á stað frá Staðarbakka En þegar kornið var vestur af hálsinum tók við miklu betri leið, sums staðar melar og þurrlegar mýrar á milli, svo að það var hægt að þeysa allt í kringum flotann. A hólmunum vesturundan Stað fengum við að haía hross- in um nóttina. Þar komu menn úr sveitinni tíl að vaka irfir þeim en við gistum á bæj- unum í toring. Ég fór að Fögru- brekku og gisti þar hjá frænd- fólki mmu eins og ég var van- ur, þegar ég var á ferð. Þenn- an fyrsta dag ferðarinnar not- aði ég eingöngu mína fimm vetra fola, en þama á Staðar- hólmimum tfór ég að ganga inn- anum hrossin til þess að at- huga hvað þar væri um að ræða af reiðhrossum og það virtist ekki vera neinn hörgull á þeim, og eftír þennan fyrsta dag kom ég lítið sem tíkkert á bak á mína hesta á leiðinni suður. I Skagafjarðarstóðinu voru tíl upplagðir gæðingar. Sérstaklega er mér minnisstæð brún hryssa sem ég tel með beztu reiðhross- um sem ég hef kynnzt. Hún var tæplega meðalhross á stærð, en hafði auðsjáanlega verið vel með farin, snögghærð, og gljáði á skrokkinn, og sló sums staðar kaffibrúnni slikju á, eintoum framan við bóga, eins og oft sér á brúnum hross- um sem em innifóðruð að vetr- inum. Hún var fljúgandi gagn- hross, rann á tölti og skeiði, bráðviljug en ofrfkislaus og mjög þæg, og ekki gat ég var- izt þeirri hugsun að tæplega hefði verið sársaukalaust fyrir eigandann að láta þessa skepnu frá sér, og að ef til vill heíði fátæktin stjórnað því. Einnig man ég eftir rauðri hryssu sem var dágott hross, en virtist vera minna tamin, en stór og mynd- arleg, og hefur sjálfsagt verið gott efini. Svo vom hin hrossin sem ég notaði náttúríega mis- jöffin, og sum vom stygg og til þess að ná þeim batt ég saman nokfcur þæg hross og lét svo þau sem ég ætiaði að ná ganga þar inn á milli, og fór svo hægt og varlega, og náði þannig flestu eða öllu sem mér leizt bezt á, og hafði þannig nóg til skiptanna og miklu meira en það, enda vildi ég ekflci þreyta neina skepnu um of; einkum var mér sárt um beztu hrossin. Þegar ég kom úr þessari fyrstu athugun minni og nálg- aðist norðvesturkanti nn á hrossabreiðunni, sá ég hvar háð var glíma. Þar tókust á fangbrögðum Pálmi Hannesson oig Þorbjöm Teitsson og glímdu all stericlega, en ekki skiptí það miklum togum eftir að ég sá til að Þorbjöm hefur Pálma á loft og keyrir hann niður fall mikið, sjáffsagt á mjaðmar- hnykk eða klofbragði. Þama gerðist nú glaumur og gleðí, og bótti þetta frækilega gert, því að Páimi var feiknar bolti, stór og sterkur og sjálfsagt eitthvað vanur íþróttum þvf hann var í skóla þá, og svo sáum við það, að hann var óloppinn etf hann tók eitthvað á tryppum. Pálmi var stórglæsilegur maður. hvers manns hugljúfi og við dáðum hann allir mjög sem vorum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.