Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 40

Þjóðviljinn - 19.12.1970, Blaðsíða 40
w STÁLVÍK hf. SÍMAR 51900-51619 igfiassBg í&M Smíðum nýtízku flot- vörpuskip og 105 rúmlesta fiskibáta. Vinsamlegast hafið samband við okkur áður en þér semjið annars staðar. NÝR BÍLL FRÁ CITROEN CITROEN G S. „Meistaraverk í bifrelðatækni“ Samhljóða ummæli erlendra tæknifrétta- manna. Til afgreiðslu næsta vor. CITROEN-umboðiá SÓLFELL hf Skúlagötu 63. Box 204. Sími 17966. Óskum öllu starfsfólki okfear gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. — Þökkum sam- starfið á árinu sem er að líða. Haraldur Akranesi. mEVFILÍ SÍMI 22-4-22 I ER STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ LANDSINS HREYFILL veitir yður þjónustu allan sólarhringinn! TALSTÖÐVARNAR í bifreiðum vorum gera kleift, að hvar sem þér eruð staddur í borginni er HREYFILS-bíll nálægur. Þér þurfið. aðeins að hringja í síma 22-4-22 WBEVFlIU Samtíningur um guðaveigar Fraimihald af 3. síðu. fyrir meira en 20. hlutann aí innleggi sinu. Nauðsynjavörur voru ekki eins dyggilega fhiittar inn og brennivín. Einmitt það ár höf Skúli máiaferli sín gegn ein- okunarkaupmönnunum. Sveinn Pálsson laeknir þekkir fátækt og ákilur með en-gu móti, að hungraðir heimilisfeður drekka út ha.llærishjálpina árið 1797: „— — Það var ekki sárs- aukalaust að sjá suma þá menn, er hltrtið höfðu skerf af þessu gjafakomi, liggja dauða- drukkna, þar sem þeir voru komnir daginn, sem úthlutunin fór fram. — — Hinir voru þó fleiri, sem jafnvei með tárin í augunum, þökkuðu hinum ókenndu gefendum, — —“ Ólafur Einarsson, sýslumaður Húnvetninga er laus við skáld- lega mærð, eins og Jón Árnason biskup. Hann telur brennivins- söluna blátt áfram eifla kúgun og ófrelsi: „— Hafi þeir útlenzku nokk- urn rótt til að hæða oss og hæl- ast um, hversu þeir geti leikið á oss, þá er það á þessum pósti. — — Látið ekki lengur spotta yður fyrir rasandi lyst í brennivín og danskt glingur. — — Varið unglingana við þeim ósóma, því látæði, sem svo mik- ið hjálpar til að kúga landið og auðga framandi------Amizt við brenn i vj n s pran gi, sem nú ætlar að takast upp aftur hér í sveitum, en þið eigið hægra með að aftra en yfirmenn, og haldið ei þá dánumenn, er fyrir ábata sinn vinna til að verða blóðsugur og djöflar ófram- sýnna og breyskra nábúa sinna. __<( tjr manntalsþingsræðu Ólafs Einarssonar, sýslumanns árið 1800. Fremur sjúkrahús en brennivín Jón Hjaltalín landlæknir hef- ur brennandi áihuga, en hann vantar sjúkrahús. I Nýjum fé- lagsritum 1843 birtir hann óskáldlega grein um guðaveig- arnar: „— Ég ætla, að ekki þurfi að fara mörgum orðum um það, hversu brennivtfnsdrykkjan á seinni árum hefur aukizt á Islandi. Það eru nú ein gæðin, sem Island hefur af kaupverzl- un Dana, að hún hefur gert marga af þeim að drykkjurút- um. -----er hlegið að öllu niðri í Kaupmannahöfn og haift i skemmtisögum um drykkjuslark prestanna á íslandi, og hvernig þeir liti út, þegax þeir séu að slarka dauðadrukknir í verzlun- arstöðunum. — — Mér er sem ég sasi framan í suma, ef leggja ætti á þá skatt, þó ekki væri, nema sem svaraði helmingi af verði brennivínsins, og það þó hianum væri varið til nytsam- legri fyrirtækja, t. a. m. auka vísindi, menntun og kunnáttu. — Það mun ekki ofmælt, að hundrað þúsund ríkisdalir, eða tunnan guils, fari árlega út úr landinu fyrir brennivín, og er það ærið gjald fyrir fátækt land, sem hvorki á ærlegan skóla né aðrar stiftanir, er sið- uðum þjóðum þykja ómissandi, sem á sér ekki einn spítala að gagni, þar sem veikir menn geta átt höfði sínu að að halla, sem lætur vitfirrta menn flækj- ast manna á milli.---í hin- um stærri verzlunarstöðum kemur varla sá dagur, að ekki megi sjá fyllisvínin ráfa fram og aftur og fara búð úr búð og sntfkja brennivín. — — Það mun ekki bfmælt, að fluttar séu til landsins á ári hverju 5000 tunnur brennivíns. Telst þá svo til, að hver verkfær maður i landinu drekki rúma hálfa tunnu brennivíns á ári hvérju, auk romms og víns, sem ekki er gott að vita mæli á--. Gjafir kaupmannsins — Andstaðan gegn brenni- víninu var þjóðernishreyfing. Brennivínsokur kaupmanna, og jafnvei vínveitingar þeirra, leiddu af sér sníkjur, það var kaupmönnum hagnaður, beint og óbeint. (Brennivinsbetlarinn endurfæddist i dátasjónvarps- betlara á þessari öld). Bæjarfógetinn, sem vildi láta tala „íslenzku í íslenzkum bæ“, Stefán Gunnlaugssotn, hafði ekki mikið álit á brennivíni danskra kaupmanna: „Þeir, sem drékka Og drabba, samt styðja daglega krambúðaborðin, verða skritfaðir í bók og fá ekki styrk úr £átækrasjóði“, auglýsti hann ár- Á VestEjörðum va.r um miðja síðustu öld „enginn læknir, nema dauðinn". Framfaramenn Vestfjarða amast við vaxandi brennivínsþambi: „— — Og þegar aðgætt er framför brennivtfnsdrykkju næstiiðin 77 ár, má segja, að hún hafi borið vél þrítugfaldan ávöxt — og er nóg af svo góðu‘‘. Gestur Vestfirðingur. „Goldið hef eg nu - - Árið 1779 drukknaði á Við- eyjarsundi Jón Videö Jónsson, sonarsonur Skúla fógeta. Jón Skúlason andaðist fám dögum áður. Beri Jón yngri í land og sótti föng til erfidrykkjunnar, ásamt vinnumanni úr Viðey og tukthúífanga, sem dvaldi þar. I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.