Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Utlönd George W. Bush Verðandi forseti Bandaríkjanna verður að sýna það og sanna á næstu dögum að hann geti sameinað ólík öfi og grætt sár. Blátt blóö Bush tryggði sigurinn Þótt George W. Bush sé gallharð- ur lýðveldissinni, eða repúblikani, var það engu að síður bláa blóðið í æðum hans sem tryggði honum sig- ur í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum. Þetta sagði þekktur breskur ættfræðingur, Harold Brooks-Baker, í gær. Bush sjálfur var þó líklega með hugann við annað en bláa blóðið í æðunum í gær þegar hann vann hörðum höndum að því að koma saman væntanlegri ríkisstjóm sinni. Bush átti í gær fund með hófsöm- um demókrata, öldungadeildarþing- manninum John Breaux, og var jafnvel talið að hann myndi bjóða honum sæti í stjórninni. Gagnrýni Færey- inga vísað á bug Formaður Færeyjanefndar danska þingsins, Peter Duetoft, vís- ar á bug gagnrýni tveggja færeyskra þingmanna á danska þinginu fyrir að hafa ekki verið boðaðir á fund nefndarinncir í gær. Duetoft sagði dönsku fréttastofunni Ritzau að rit- ari nefndarinnar hefði hringt í þing- mennina tvo. „Að færeysku þingmennirnir tveir skyldu hafa valið erfiðustu tvær vinnuvikurnar í þinginu til að sitja heima i Færeyjum er ekki okk- ar vandamál. Það er þeirra val,“ sagði Duetoft í gær eftir að Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra upplýsti nefndina um gang mála í sjálfstæðisviðræðunum við Færey- inga. Duetoft sagði að það væri ótækt að aðrir þingmenn þyrftu að bíða með fundinn af því að Færeyingarn- ir væru svo önnum kafnir heima. Lok, lok og læs Tæknimaður í Tsjernobyl-kjarnorku- verinu slekkur á því í hinsta sinn. Kjarnorkuverinu í Tsjernobyl lokað fyrir fullt og allt Tæknimenn slökktu á Tsjemobyl- kjamorkuverinu í Úkraínu í síðasta sinn í gær. Leoníd Kútsjma forseti kom skipun þar um til starfsmanna í stjórnklefa kjamaofns númer þrjú. Vestrænar ríkisstjómir og um- hverfissinnar vörpuðu öndinni létt- ar, enda varð versta kjamorkuslys sögunnar í Tsjemobyl árið 1986. Talið er að þúsundir manna hafi lát- ist af völdum geislamengunar frá kjarnorkuverinu. Milljónir manna hafa orðið fyrir heilsutjóni á þeim fjórtán ámm sem liðin em. DV ísraelar skutu sex Palestínumenn til bana í gær: Næturfundur end- urvekur friðarvonir ísraelskir hermenn skutu sex Palestínumenn til bana í nýrri hrinu átaka i gær. Leiðtogar Palest- ínumanna sögðu hins vegar að fundahöld með ísraelum í fyrrinótt hefðu endurvakið vonir manna um að friðarviðræður yrðu teknar upp á ný í Bandaríkjunum. Palestínumennirnir sex létust í átökum á fjórum stöðum á Vestur- bakkanum og Gaza. Þá skutu ísra- elskir lögregluþjónar gúmmíhúðuð- um kúlum til að tvístra mannfjöld- anum eftir bænahald múslíma í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem. Nú hafa 325 manns fallið í átök- um Palestínumanna og ísraelskra öryggissveita frá 28. september síð- astliðnum, flestir þeirra Palestínu- menn. Átökin í gær brutust út aðeins nokkrum klukkustundum eftir að næturfundi Yassers Arafat, forseta Palestínumanna, og Shlomos Ben- Amis, utanríkisráðherra ísraels, Hlaupiö í skjól Unglingur með palestínskan fána í höndunum hleypur í skjól við Ljóna- hliðið í Jerúsalem. Til átaka kom við ísraelska hermenn eftir bænir. lauk í Erez-landamærastöðinni milli ísraels og Gaza. Fundurinn stóð í Qórar klukkustundir. Hubert Védrine, utanríkisráð- herra Frakklands, sem hitti Arafat á fimmtudag og Ehud Barak, forsæt- isráðherra ísraels í gær, sagði að hann og sendifulltrúi ESB, Miguel Angel Moratinos, hefðu séð vonar- glætu. „Viljinn til að ræða saman er fyr- ir hendi og samskipti stjórnmála- mannanna gætu leitt til raunveru- legra samningaviðræðna sem við vonum að geti leyst grundvallar- vandann," sagði Védrine við frétta- mann Reuters eftir fund með Abdulilah al-Khatib, utanrikisráð- herra Jórdaníu, í Amman í gær. Palestínskir embættismenn sögðu að frekari fundir yrðu haldnir á næstu dögum. Þótt hvorir tveggju væru varkárir í yílrlýsingum sínum útilokuðu þeir ekki að friðarviðræð- ur yrðu hafnar á ný. Eins gott að húfan sé í lagi Liösmaður í heiðursverði Kúbu lagar á sér húfuna á meðan hann bíður þess að aðstoða Vladímír Pútín Rússlandsforseta viö að leggja blómsveig að minnismerki um óþekkta sovéska hermanninn. Pútín heimsótti Kúbu í vikunni, fyrsti leiðtogi Rússlands til að gera það eftir hrun Sovétríkjanna. Niðurskurður á þorskkvótanum í Norðursjó: Bretar hafa áhyggjur af fiski og frönskum Bretar gætu þurft að endurskoða samband sitt við einhvem vin- sælasta skyndibitann þar á bæ, fisk- inn og frönsku kartöflurnar, eða flsh & chips, í kjölfar gífurlegs nið- urskurðar á þorskveiðikvótanum í Noröursjó. Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- sambandsins ákváðu á fundi sínum aðfaranótt föstudagsins að skera niður veiðarnar um nærri helming vegna lélegs ástands þorskstofnsins. Eigendur skyndifisksölustaða á Bretlandi sögðu í gær að afleiðing- amar gætu orðið skelfilegar. „Ef verðið á þorski hækkar meira verður hann ekki lengur samkeppn- isfær,“ sagði Debbie Scutt, fram- kvæmdastjóri veitingahússins Wackers í Scarborough í norður- Fiskur og franskar Uppáhalds-skyndifæöi Breta kann aö vera í hættu vegna niöurskurðar á þorskkvótanum í Norðursjó. hluta Englands. Niðurskurðurinn sem nú hefur verið boðaður er hinn mesti frá því kvótakerfið var tekið upp. Lagt er til að þorskkvótinn verði 48.600 tonn á næsta ári og fara sautján pró- sent hans til norskra togara. Talsmenn fiskiðnaðarins í Bret- landi sögðu að samkomulagið væri hrikalegt fyrir þá. „Ég held að verðið muni hækka en ég held að markaðurinn muni ekki þola það,“ sagði Ian Duncan, ritari samtaka skoskra fiskimanna. Það voru kaupmenn af gyðinga- ættum sem komu Bretum i Austur- bænum í kynni við fisk og franskar um miðja nítjándu öldina. Á hverju ári seljast um 180 milljón skammtar af þessu ljúfmeti. Svíar huga að forystunni Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Svíar muni einkum setja þrjá mála- flokka á oddinn þegar þeir gegna forystuhlutverkinu í Evrópusamband- inu á fyrri hluta næsta árs. Mála- flokkar þessir eru stækkun sam- bandsins, atvinnumálin og um- hverfismálin. Hræða frá hvalkjötsáti Umhverfisverndarsamtök nota eitur í umhverfi okkar sem yfirskin til að eyðíleggja markaði fyrir hval- kjöt. Þau hræða almenning frá því að leggja hvalkjöt sér til munns, segir Lars Walloe, prófessor við há- skólann í Ósló, við Aftenposten. Leiðtogar ákveða fund Þeir Jacques Chirac Frakklands- forseti og Gerhard Schröder Þýska- landskanslari hafa ákveðið að halda hálfgerðan neyðarfund í næsta mán- uði eftir að slettist upp á vinskap landanna á mislukkuðum leiðtoga- fundi ESB í Nice um síðustu helgi. Peninganna vei gætt Danska lögreglan ætlar að hafa sérstaklega góðar gætur á peninga- flutningum, bönkum og pósthúsum í jólamánuðinum ef einhverjir skyldu láta freistast og reyna að ná sér í peninga á óheiðarlegan hátt. Hækkerup vel tekið Stjórnvöld í Júgóslavíu hafa tekið vel í skipan Hans Hækkerups, landvamaráðherra Danmerkur, í emb- ætti yfirmanns Sameinuðu þjóð- anna í Kosovo og hann getur átt von á hlýjum móttök- um. Niels Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Danmerkur, greindi frá þessu þegar utanríkisráðherrar NATO gerðu hlé á fundi sínum í Brussel á fimmtudag. Vesen hjá NATO og ESB Tyrkir komu í gær í veg fyrir að hægt yrði að skera á þann hnút sem viðræður um nána hernaðarsam- vinnu við Evrópusambandið eru komnar i. Síðari tíma Gestapó Mira Markovic, eiginkona Slobod- ans Milosevics, fyrmm Júgóslavíu- forseta, hélt því fram í gær að stríðsglæpadóm- stóll Sameinuðu þjóðanna i Haag væri eins konar Gestapó síðari hluta 20. aldarinnar sem ætlað væri að fást við óþægar þjóðir. Olía lekur úr skipi Mikill viðbúnaður er norður af Haugasundi í Noregi þar sem olía er farin að leka úr flutningaskipi sem er að hálfu leyti í kafi. Áhöfninni var bjargað í gær. Fórnarlamb ETA grafið Fjölmenni var í gær við útför spænsks stjórnmálamanns sem lést eftir að sprengja í bíl hans sprakk. Aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, er kennt um ódæöisverkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.