Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Helgarblað 53 DV I tjaldinu Prímusinn var eins og fjöregg. Án hans væri ekki hægt aö lifa lengi. í lífshættu Nú var ég var búinn að fá nóg og ákvað að tjalda á slétta ísnum þótt skammt frá væru bæði vakir og nýlega brotinn ís. Ekki leið mér beinlínis vel þessa stundina. Glíman við vakimar hafði verið hörð, sérstaklega undir kvöld, og ég hafði fundið sterkt til þess hversu smár ég var þegar ég sá björgin bylta sér. Þetta var hættulegur heimur og óhugnanlegra en orð fá lýst að horfa ofan í hyldýpi Norður-íshafsins. Samt hugsaði ég ekki meðvitað um lífshættuna eða dauðann, svo nálægur sem hann var á þessum slóðum. Hugs- unin beindist öll að því að halda ró minni, sama á hverju dyndi svo ég tæki réttar ákvarðanir. Ef hræðslan næði tökum á mér væri þess skammt að biða að ég missti tökin á aðstæðum. Til að halda hugarrónni útilokaði ég hugsanir um mögulegar afleiðingar hættunnar sem ég mætti en einbeitti mér þess i stað að því að forðast hana. Mér fannst líka mikilvægt að hugsa til hlítar hvaða viðbrögðum ég beitti ef eitthvað slæmt kæmi upp á - eins og að falla í vök. Ég tók fram tjaldið og byrjaði að reisa það. Sólin var á bak við ský þessa stundina en samt sást í heiðan himin- inn. Allt í einu sá ég eitthvað glitra hátt á lofti, það var farþegaþota á austurleið. Ég horfði á hana eins og dáleiddur og allt í einu tók ég eftir þvi hvað útlínur þotunnar voru beinar og reglulegar þar sem hún sveif tignarlega í kvöldsólinni. Einmana á ísnum Beinar línumar stungu í stúf við heiminn á hafisnum - hér var allt svo brotið og óreglulegt. Ég naut þess að horfa á þessar beinu línur og nú helltist einmanaleikinn yfir mig. Inni í þotunni var fólk, hlýja og góður matur og ég fann fyrir söknuði - eftir örygginu. Ég sáröfúndaði þá sem þutu um loftið í þessu fullkomna flugfari og áttu heim- komu vísa á föstu landi eftir fáeinar stundir. Nei, svona máttu ekki hugsa, enga sjálfsvorkunn núna, þú veist hvað það getur kostað þig ef þú ferð að gæla við einmanaleikann. Drífðu upp tjaldið og fáðu þér hressingu. Eftir matinn leið mér betur. Ég yljaði mér við hitann frá prímusnum og fékk mér kakó og harðfisk. Síðan dró ég upp ljósmyndina sem ég geymdi inni í dag- bókinni minni, myndina sem Una hafði látið mig fá í Leifsstöð þegar viö kvödd- umst. Hún var af okkur tveimur á barmi Miklagljúfurs i Bandaríkjunum og aftan á hana hafði hún skrifað kveðju til mín. Ég stillti myndinni upp í tjaldinu og hugsaði heim. Þrátt fyrir Imemming- amar hafði ég í dag komist yfir 85. breiddarbaug. Nú vom 542 kílómetrar eftir á pólinn. Hvar á að losa brúsann? Það var mikflvægt að drekka eins mikið og mögulegt var á kvöldin tfl þess að vinna upp vökvatapið sem ég varð fyrir við erfiðið á daginn. Ég drakk einungis heita drykki, aðallega kakó og te. þessi kvölddrykkja gerði það að verkum að ég þurfti oft að kasta af mér vatni á nóttunni - stundum þrisvar sinnum. Það var óskemmtfleg tilhugsun að þurfa að skríða upp úr svefnpokanum á hverri nóttu og út í nístandi 'frostið. Fáir hlutir vom þvi eins ómissandi og piss- brúsinn því ég notaði hann á nóttunni til þess að þurfa ekki að fara upp úr svefnpokanum. Vandinn var bara sá hvað ég ætti að gera við brúsann eftir notkun. Ef ég tók hann upp úr svefnpokanum án þess að hella úr honum þá fraus innihaldið og það var ekki skemmtilegt til- hugsunar að ferðast með óþarfa vökva næsta dag. Ég hafði því i mestu kuldunum geymt hann niðri í svefnpokanum en haföi nú gmn um að far- ið væri að leka með tappanum. Lausnin var því sú að teygja höndina út í forstofuna og hella úr honum í eitt homið. Þar rann innihaldið niður í snjóinn og fraus á augabragði. Að mánuði liðnum var ég loksins far- inn að sjá einhvem teljandi árangur af erfiði mínu þegar ég leit á kortið. Fyrstu vikumar á ísnum hafði ég forð- ast að líta á það því að það sýndi bara á sinn myndræna hátt hversu lítt miðaði og hversu gríðarlega langt var eftir. Nú naut ég þess hins vegar að merkja stað- setninguna inn á kort og reikna út hversu langt væri eftir i vegalengd og tima. Einbeitni síðustu daga hafði sann- arlega skflað árangri enda skipti hver kílómetri máli þegar hann var lagður við annan. En þeir vom ekki alltaf jafn auðsóttir. Stundum var skýjað og blint, himinn og ís mnnu saman í eitt og erfitt var að rýna fram á við og velja góða leiö. Stundum var mjög mikfll vindur og þá varð ég að setja á mig and- litsgrímu tfl að forðast kal og fara í dún- vestið til að halda á mér hita þó að ég væri á göngu. Ég gekk misjafnlega lengi á daginn eftir því hvemig mér leið. þeg- ar ég hafði tekið hraustlega á fann ég oft fyrir þreytu daginn eftir og varð þá að stytta vegalengdina. Áreynslan tók sinn toll, enn var langt á áfangastað og þess vegna varðaði miklu að ofreyna sig ekki. Eins metra breiö sprunga Fyrir neðan er þriggja metra fall niöur í sjóinn. Jóla hvaðj annað en.. heimilfsins AEO # Bless buiw hn+to pm a/-i Þetta er sú heitasta og hijóðlátasta á markaðnum. • Túrbó þurrkun, • 6 þvottakerfi, • 6 falt vatnsöryggi • 3 vatnsúðarar. • Tekur 12 manna stell. Þetta er alvöruvél og hún vinnur verk sín í hljóði. Ny/ Sjálfvm iné-r vj>f>l>\/o'H~a\/é'l! / ! -v ’^jfe ."c 159.900 AEG JÓLAGLAÐNINGUR - PARIÐ Á 99.900 Nú færðu það þvegið * Alvöru þvottavél með 1200 snúninga þeytivindu. 54.900 Hvorki vott, en þurrt Barkarlaus þurrkari sem þéttir gufuna 54.900 AEG Ekkert er ómissandi og því vill oft eitthvað lítilræði detta á gólfið. Þess vegna er alveg ómissandi að eiga eina svona 2.990 AEG Blandaðu meira ...ég sagði.. manninum mínum að ég hefði einu sinni átt blandara, en hann væri eins og brandari við hliðina á þessum. 3.490 AEG Hreirst út sagt.. ..fullkomin þvottavél á sinn einfalda hátt. 400-1400 snúningar, öll hugsanleg þvottakerfi og stærra op. 69.900 Það er svo jólalegt hjá þeim í Ormsson að ég ætla að vera hjá þeim alla helgina og borða piparkökur SHARR örbylgjuofn R212 Ódýr skyndibitastaður með sveigjanlegan opnunartíma 12.900 J ólatilboð 2 fyrir 1 - Brabantia strauborðinu fylgir alvöru gufustraujárn frá Tefal 4.990 Á vinsælasta heimilistölvan í Evrópu erindi á þitt heimili? A f fynr jol S3£ 41 . 64 V u- .* % Packard Bell Verð frá 119.900 ’*%> Jólineruhátíð $ heimilisins Opið laugardag kl. 10 - 18 sunnudag kl. 13-18 öll verð eru staðgreiðsluverð. Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.