Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 48
ö2 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Helgarblað I>V Öll íslenska þjóöin fylgdist með átökum Haralds Arnar Ólafs- sonar og Ingþórs Bjarnasonar þegar þeir geröu tilraun til aö ' ganga á noröurpólinn í vor. Ingþór varö frá aö hverfa vegna kalsára en Haraldur hélt einn áfram og haföi sigur aö lokum. Hann er í hópi fárra manna í heiminum sem gengiö hafa á báöa pólana. Hér birtist kafli úr bók hans: Einn á ísnum sem hann hefur skrifaö um œvintýri sitt. Oft velti ég því fyrir mér hversu langt ég væri búinn að ganga í raun og veru. Mér þótti senni- legt að það mætti að minnsta kosti bæta fjórðungi við loftlínuna til að fá út lík- lega útkomu. Ætli leiðin samanlögð yrði að lokum ekki um 1000 kilómetrar í stað þeirra 770 sem voru bein loftlína. Þótt ég reyndi að stefna sem mest í norður skipti meira máli að finna greið- ustu leiðina í gegnum úfinn ísinn. Því var ég stöðugt að taka á mig króka til að forðast verstu svæðin. Allar þessar stefnubreytingar lengdu leiðina umtals- vert og oft fór það verulega í taugamar á mér. Völundarhús íssins Þetta var ólíkt fyrri leiðöngrum mín- um yfir víðáttur Grænlandsjökuls og Suðurskautslandsins þar sem maður gat gleymt sér timunum saman við hugsanir um heima og geima. Hér þurfti ég stöðugt að einbeita mér að því að frnna leið gegnum ísinn, og aldrei var um neina hvíld að ræða. Á torfær- um svæðum sat ég nánast fastur og þokaðist áfram með hraða snigilsins en á góðum svæðum gat ég brunað áfram. Stundum þegar ég var búinn að streða á mjög erfiðu svæði uppgötvaði ég ailt í einu að nokkrum metrum tii hliðar, á bak við næsta íshrygg, var mun betra svæði. Vandinn var sá hversu skammt maður sá fram undan sér i þessu lands- lagi og oft réð tilviljun ein hvort ég lenti réttum megin við hryggina. En allt lærist og ég var farinn að þekkja ísinn svo vel að ég gat greint vís- bendingar um framhaldið. Mér fannst ég oft vera í völundarhúsi gerðu úr ís þegar hryggimir byrgðu sýn. Fátt var til meiri gleði en að finna sléttan kafla á stærð við fótboltavöll, en það gerðist ekki á hveijum degi. Með því að klifra upp á íshryggina mátti fá dálitla yfir- sýn, en þegar á reyndi komst ég fljótt að því að i rauninni var ekki hægt að sjá nema nokkur hundruð metra fram á veginn. Hundasleðar framundan Hinn 4. aprfi, á 26. degi ferðarinnar, sá ég skyndilega fór í snjónum. Það leyndi sér ekki að þau voru eftir tvö hundasleðaeyki. Fyrir leiðangurinn hafði ég haft samband við kanadískan mann búsettan í Iqaluit, Paul Landry að nafni, sem var að skipuleggja hunda- sleðaleiðangur á norðurpólinn. Paul hafði bersýnilega farið hér um fyrir nokkrum dögum. Nú fylgdi ég fórunum og það var skemmtfieg tfibreyting. Greinilega var hér um stóran hóp hunda að ræða en mest kom mér á óvart hversu stór fótsporin voru. Eftir stutta stund sá ég sléttan ís framundan. Hann var þunnur og þakti gríðarmikið hringlaga svæði. Hér hafði verið opið haf fyrir nokkrum dögum. Is- inn var traustur svo ég hélt út á hann og missti þar með sjónar af slóðinni eft- ir hundasleðana. Sleðinn minn rann létt á snjólausum ísnum og ég brunaði áfram. Gamlar minningar komu upp í hugann, minningar úr æsku þegar ég fór með foreldrum mínum á jóladag austur á Laugarvatn í heimsókn til afa og ömmu og við renndum okkur öll út á ísi lagt vatnið í tunglskininu. ísinn var rennisléttur og gegnsær og ég rýndi ofan i hann til að sjá hversu þykkur hann var og telja loftbólumar sem hann geymdi. Eru englar á ísnum? Brátt tók svellið enda og við tók gam- all og þykkur is, ósléttur með djúpum snjó. Stuttu síðar kom ég að mjórri ísi lagðri vök sem lá í hlykkjum til norð- vesturs. Ég fikraði mig varlega eftir þunnum ísnum en tók þá eftir því að með öðrum bakkanum var opin iæna Nýfrosinn ís Þetta er besta færi sem hugsast getur. Sleðinn rennur fyrirhafnarlítið áfram og hraðinn margfaldast. Því miður urðu slík svæði ekki oft á vegi Haraldar. I heljargreip- um kulda og einveru - Haraldur Ólafsson einn á leið á pólinn Ég fetaði mig meðfram vökinni til vest- urs og var þá kominn í hinar verstu tor- færur þar sem gríðarleg ísbjörg risu á allar hliðar. Eftir mikið basl komst ég þó áfram. Nú klofnaði vökin, annar armurinn lá í vestur en hinn í suður og varð ég þá að ganga meðfram henni í suður. Eftir nokkur skref sá ég að stórt ísstykki hafði fallið ofan í vökina og myndaði þar eins konar brú. Ég steig öðrum fæti varlega fram, það haggaðist ekki. Ég dró andann djúpt, læddist var- lega yfir og dró síðan sleðann á eftir mér. Ná átti ég hinn arminn af vökinni eftir. Hér var hún ekki nema metri á breidd en dýptin af brúninni og niður i hana á að giska þrír metrar. þar blasti við svartur sjór og íshröngl á floti. Ég ákvað að klofa yfir. En hér þurfti að sýna mikla aðgát því ef ég félli niður í sprunguna var þessari sögu lokið. Hjartað tók smá kipp um leið og ég spymti mér yfir á hinn bakkann. Það tókst! Því næst rykkti ég hraust- lega í sleðann og hann flaug yfir á eftir mér. Tepptur milli vaka Ég hélt áfram í sæmilegu færi. Nú var liðið á daginn og ég byrjaður á fimmtu göngulotu. Allt í einu sá ég gríð- armikla vök framundan. Annað eins hafði ég ekki séð áður. Hún var að minnsta kosti 30 metra breið og sjórinn bærðist á yfirborðinu. Mig hryllti við þegar ég sá ofan í svart djúpið. Vökina var ekki farið að leggja, hún hafði ber- sýnilega myndast fyrr um daginn og líklega vom bakkarnir enn að færast í sundur. Vökin lá í norðvestur og ég gekk meðfram henni, en brátt sveigði hún tfi norðurs. Það var mikill órói í ísnum, víða var hann sprunginn og skærblá sárin blöstu alls staðar við. Víst var blái liturinn ótrúlega tær og heillandi en ég var ekki i skapi til að dást að honum. Þessa stundina var mér svolítið órótt. Síðustu gönguloturnar vora alltaf erfiðastar, þá magnaðist þreytan og óör- yggi og einmanaleiki vildi læðast að mér. Ekki bætti þessi stóra vök úr skák og allir brestirnir í ísnum. Það var ekki vogandi að tjalda á þessum slóðum, ég yrði að halda áfram. það var skýjaslæða á himninum og mér fannst vera hálf skuggsýnt. Hugsaö heim. og þar sást í sjó. Ég sá hvemig hann sullaðist upp úr lænunni við hvert fót- mál. Það þurfti ekki meira til að fá hann til að dúa. Um kvöldið velti ég fyrir mér þeirri tilfmningu að ég væri ekki einn. þegar ég var að velja mér leið í gegnum ísinn talaði ég við sjálfan mig í hljóði og þá alltaf í fleirtölu. Ég spurði sjálfan mig hvort við ættum að fara til hægri eða vinstri. Á nóttunni bylti ég mér oft með miklum bægslagangi og stóð sjálfan mig stundum að því að vera með sam- viskubit yfir því að vera að trufla tjald- félagana. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað vakti þessa tilfinningu en hún var góð. Kannski skynjaöi ég návist vemdarengfis, enda hafði mér oft fund- ist frá því að vinnan við undirbúning leiðangursins hófst eins og ósýnfiegur kraftur stæði að baki mér þegar mikið lá við. Ef til vill hafði hann slegist með í för út á ísinn. Einveran er hættuleg Ég gerði mér fulla grein fyrir að til- vera mín á ísnum byggðist á því að ég gætti heilsunnar og forðaðist að verða fyrir óhöppum og álagsmeiðslum.Það var svo auðvelt að gera mistök og lítið þurfti til að mis- stíga sig eða bráka bein þegar ég var að klöngrast um i úfn- um ísnum. Ég þurfti líka að gæta þess aö ofreyna mig ekki og jafha álag- inu eins og mögu- legt var. Ég hlustaði vel eftir öllum merkjum líkamans um ofþreytu svo sem hröðum hjartslætti og and- ardrætti. Stundum fann ég til þreytu i lungunum sem ég hafði aldrei fundið fýrir áður og fór mér þá aðeins hægar. þegar sólin skein hafði ég alltaf skiða- gleraugu tfi vemdar gegn snjóblindu. í tjaldinu þurfti ég einnig að vara mig á prímusnum, að brenna ekki sjálfan mig eða tjaldið, til dæmis ef leki kæmi að eldsneytinu. þetta var nokkur list og ég var stöðugt vakandi fyrir öllum hætt- um sem gátu ógnað öryggi mínu. það var svo auövelt gleyma sér og þá létu af- leiðingamar ekki á sér standa. Dofínn og tilfinningalaus Verkurinn í vinstri öxlinni hélt áfram að kveþa mig og linnti ekki þótt ég hefði sett bæði bakpokann og byss- una á sleðann. Ég gat ekki sett vinstri stafinn á sleðann en ég reyndi samt að hvila handlegginn eins og mögulegt var. þótt ég reyndi hvað ég gat að beita mér rétt eins og ég hafði lært fyrir ferð- ina vfidi verkurinn ekki hverfa. þá var ekki um annað að ræða en að bita á jaxlinn og harka þetta af sér. Ég hafði einnig svolitlar áhyggjur af því að ég var orðinn dofmn og tilfinningalaus í öllum fingurgómunum. Hættan á kali vofði stöðugt yfir og ég kannaði vel hvort það gæti verið skýringin en svo var ekki. Samt var greinilegt að kuld- inn olli þessu. Ég hafði fengið svipuð einkenni áður eftir kaldar fjallaferðir en aldrei í svona miklum mæli. Klofaði yfir vökina Hinn 6. apríl var færið í fyrstu frek- ar erfitt og ekki bætti það úr skák þeg- ar ég kom að opinni vök sem var um þrír metrar á breidd og lá þvert á leið mína. Bakkamir í kring vora háir og fyrir neðan blasti við svartur sjórinn. Með öndina í hálsinum Vökin mjókkaði og breyttist síðan í hálfgert sambland af íshrygg og vök. Á bökkunum höfðu gríðarmikil björg hrannast upp en á milli var grautur af ískurli og sjó. Mér fannst eins og ísinn væri betri hinum megin. Ég fann stað sem mér sýndist vera fær yfirferðar og ákvað að nýta mér hann. Til að komast yfir þurfti ég að stíga á nokkur ísstykki sem vora mjög stór svo ég treysti þvi að þau bæra mig uppi. I þann mund sem ég var að stíga út á vökina fór allt af stað. það var eins og hún hefði skyndi- lega víkkað. Gríðarmikið bjarg, nokk- urra metra hátt og mörg tonn að þyngd, féll ofan i vökina, sökk í djúpið og skaust síðan aftur upp eins og kork- tappi. Ég forðaði mér frá og hjartað barðist ótt og títt. það var eins gott að verða ekki undir einu svona. Ég þokaði mér áfram og var hálfvegis hættur við að fara yfir vökina þegar ég sá hvar komast mátti yfir án þess að tefla í tví- sýnu. Ég hljóp yfir og hélt siðan í norð- ur meðfram vökinni. Síðasta göngulota var búin en það kom ekki til greina að tjalda héma. Allt var á fleygiferð og á hverri stundu gat hyldýpið opnast und- ir fótum mér. Ég gleypti í mig nokkra matarbita og hélt áfram. Fljótlega sá ég mér til skelfingar aðra opna vök fyrir austan mig og hún var stór. Ég var staddur á milli tveggja vaka, bilið á milli þeirra mjókkaði stöðugt og að lokum sameinuðust þær og ég orðinn strandaglópur mitt á milli þeirra. Bræðin blossaði upp í mér, hér var ekki um annað að ræða en að snúa við og ganga í suður. Eftir nokkum gang fann ég leið til baka, í vestur og yfir vökina. Ég gekk nú í norðvestur í von um að losna út ár þessu völdunar- húsi, en allt kom fyrir ekki. Eftir nokkum gang sá ég mér til gremju enn eina opna vökina fyrir vestan mig. Ég var umkringdur svörtum sjó. þá tók ég stefnuna í norður og komst á sléttan ís og gekk yfir hann uns við tók gríðar- lega brotinn ís. Vök með þunnu skæni Undir er svartur sjór og lamandi kuldi. 9 ■ Æi ki Æ -I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.